Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 11
mmmM - '''' mmmm : ' > t, ; ■ií ■.:r ■ ■■■ ■: . ;v::1" "• í m i i ■ |<'í'S:íí:í>;í:i I! : að þetta er aðeins mín skoðun, og í þessum mál- um duga ekki skoðanir, til dæmis varðandi tak- mörkun á ökuhraða. Spurning: Er hægt að framleiða „áreksturs- heldan" bíl? Svar: Víst er það hægt — spurningin er bara hvernig gangi að selja slíkan b(l. Reynslan gef- ur til kynna að það takist ekki. Þegar fólk kaup- ir bíl, þarf það að taka tillit til svo margra at- riða — efnahags, sölumöguleika varðandi gamla bílinn, sem það átti áður, og margs annars — að spurningin um öryggið hverfur í skuggann. Sölumaður einn sagði við mig: — Þegar ég einu sinni er búinn að ná kaupanda á krókinn, dett- ur mér ekki í hug að fara að rugla hann í rím- inu með því að fara að tala um umferðaröryggi við hann. Bílakaupandinn hugsar sem svo: Þótt svo að aðrir lendi í árekstrum, þá er engin hætta á að svoleiðis komi fyrir mig. Spurning: Hvernig er þá hægt að auka örygg- ið, fyrst bílakaupendurnir vilja ekki borga fyr- ir það? Svar: Með því smámsaman að gera smáveg- is, en þó mikilvægar breytingar á bílunum, ( þá átt að gera þá öruggari. Ég Ift svo á, að við höfum náð alllangt á þeim vettvangi. í gær var ég að skoða Chevrolet af 1966 árgerð, sem á áttatíu kílómetra hraða hafði keyrt beint f flas- ið á öðrum vagni, sem hafði verið á hundrað og tíu kflómetra hraða. Sex manneskjur voru í Chevroletinum og slösuðust tvær, þó aðeins lítillega. Allir höfðu öryggisbelti. Þetta bendir til þess, að nútímabíllinn geti verndað farþega sína allvel í áreksturstilfellum. Og hefðu ekki öryggisrannsóknir varðandi umferðina verið fyr- ir hendi og leitt til vissra breytinga í byggingu bílanna, hefðu áreiðanlega miklu fleiri farizf og slasazt í umferðarslysum. Hvað öryggið snertir verðum við að hafa í huga, að bíllinn er að- eins eitt af þrennu, sem leiðir til slyssins. Hitt tvennt eru bílstjórinn og vegurinn. Spurning: Getið þér nefnt nokkur dæmi um umbætur á bílunum, sem deild yðar hefur stung- ið upp á og komið f kring? Svar: Við höfum innleitt bólstruð mælaborð, lækkuð og betur löguð stýri, sem varla skaða Framhald á bls. 33. slasaðist meira og minna. I samanburði við þessa tölu verður mannfall Bandarfkjamanna f Víetnam (rúmlega 1700 fallnir og rösklega 6000 særðir s.l. ár) heldur létt á metunúm. Fjár- hagslegt tjón af umferðarslysunum nam sem svaraði 370—380 millj. króna. Og af þessu til- efni sagði Johnson forseti: „Við getum ekki leng- ur gert okkur vonir um að ástandið skáni — við verðum að gera eitthvað til að svo verði". En hvað skal gera? Hvað gerir til dæmis stærsta bifreiðaframleiðslufyrirtæki heims, Gen- eral Motors? Hér fer á eftir viðtal, sem sænskur blaðamað- ur átti nýlega við Paul C. Skeels, yfirverkfræð- ing, sem stjórnar umferðaröryggisdeild Gener- al Motors og er talinn einn spakasti maður, sem Bandaríkjamenn eiga á þessu sviði. Spurning: Mr. Skeels, það er oft sagt, að mið- að við bílafjölda verði færri umferðarslys I Bandaríkjunum en Evrópu, og að þetta komi meðal annars til af hraðatakmörkunum í Banda- ríkjunum. Er þetta rétt? Svar: Enginn maður í öllum heiminum kann svar við þeirri spurningu, svo ég viti. Margar skoðanir eru uppi varðandi þetta efni, en eng- ar sannanir. Skýrslugerðir Ameríkumanna og Evrópumanna eru svo mismunandi, að þvínær óhugsandi er að fá tölur til samanburðar. Auk þess er slysafjöldinn í Bandarfkjunum mjög mis- jafn, eftir ríkjum. A þéttbýlum svæðum eins og Michigan og Ohio er slysaalan lág, en mjög há í öðrum strjálbýlli eins og Arizona og Nýju Mexí- kó, þótt undarlegt kunni að þykja. Að mínu áliti er skýringin á þessu sú, að á þéttbýlli svæð- unum hafi fólk betri skóla og menntunarmögu- leika, og menntað og upplýst fólk hagar sér alltaf bezt í umferðinni. En ég legg áherzlu á, Höfuð brúðanna eru búin til úr plasti og geita- skinni. í beirri deild General Motors, sem sér um rann- sóknir á umferðaöryggi, fara meðal annars fram tilraunaárekstrar. Bílar eru settir á sleða, sem sið- an eru látnir aka á nokkrum hraða framan á 90 smálesta klump úr steinsteypu. O Þrýstiloft kemur „bílasleðanum" af stað. Átta mynda- vélar, sem taka þrjú þúsund myndir á mínútu, taka upp sögu árekstursins.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.