Vikan


Vikan - 07.07.1966, Síða 2

Vikan - 07.07.1966, Síða 2
I FULLRI HLVORU HEIMILIÐ ER HORNSTEINNINN Hinar öru breytingar í þ|óðfélaginu á undanförnum órum gera þær kröfur til íslenzkra tryggingafélaga, að þau veiti hverjum almennum borgara kost ó viðtækri tryggingaþjónustu. Samvinnutryggingar hafa fró upphafi leit- azt við að m.óta starf sitt og stefnu með hliðsjón af þessu og hafa verið í fararbroddi íslenzkrá tryggingafélaga í nær 20 ár. Sérstök áherzla hefur verið lögð á að veita hagkvæmar tryggingar, til að létta fjárhagslega erfiðleika >/■' heimilanna, vegna óvæntra atburða. I bæklingnum „HEIMILIÐ ER HORNSTEINNINN" er bent a þær tryggingar, sem vér bjóðum nú’hverju heimili og,., mun hann verða sendur i pósti til allra, sem þess óska. HEIMi&J Heimilistrygging tryggir innbúið fyrir tjónum af völdum bruna, vatns, innbrota og þjófnaðar. Húsmóðirin og börnin eru slysatryggð gegn varanlegri örorku og ábyrgðartrygging fyrir alla fjölskylduna er innifalin. Heimilis- trygging kostar frá kr. 300,00 á ári. BÍLL Auk hinnar lögboðnu ábyrgðartryggingar bjóðum vér hagkvæma KASKOl'RYGGINGU þar sem bíllinn er tryggður fyrir skemmdum af völdum árekstra, skemmda i flutningi þjófnaðar og bruna. Hin nýja ÖF-TRYGGING er slysa- trygging á ökumanni og farþegum og er veitt endurgj aldslaust til nýrra bifreiðaeigenda til 1. maí n. k. HÚS Samkvæmt landslögum eru öll hús á landinu brunatryggð. Vér bjóðum einnig ýrnsar frjálsar húsatryggingar bæði fyrir einbýlis- og fjölbýlishús. VATNSTJÓNSTRYGGINGAR, ÁBYRGÐARTRYGGINGAR, GLERTRYGGINGAR og FOKTRYGGINGAR eru þær tryggingar, sem margir húseigendur faka nú orðið. LÍF Áhættulíftrygging er það form liftrygginga, sem bezt hentar í lönduin, sem átt hafa við verðbólgu að striða. Tryggingin greiðist einungis út, ef hin tryggði deyr innan viss aldurs og iðgjöld eru lág. Auk þess bjóðum vér eldri form liftrygginga m. a. SPARILÍFTRYGGINGAR, SPARI- og ÁHÆTTULÍFTRYGGINGAR, HÓPLÍFTRYGGINGAR, BARNALÍFTRYGGINGAR, oq SLYSATRYGGINGAR. 4B. HRINGIÐ I SÍMA 38500 OG BÆKLINGURINN MUN VERÐA SENDUR YÐUR I PÓSTI. SAMVINNUTRYGGIIVGAR ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500 Móðnðliö van- rækt í skúlunum Ritstjórar íslenzkra blaða hafa allir af því nokkra reynslu að fá til starfa um lengri eða skemmri tíma nýbakaða stúdenta. Mér hefur skilizt að sú reynsla væri dapurleg. Það tilheyrir má segja undantekningum að þeir hafi þá tilfinningu fyrir stíl eða rituðu máli sem æskilegt væri og jafn- vel síður en margt óskólagengið fólk, sem eitthvað hefur fengizt við að skrifa. Mín reynsla er sú, að byrjendabragurinn sé svo al- gjör á skrifum þessa fólks, að maður undrast það með sjálfum sér, hvað það hefur verið að gera í skóla í öll þessi ár. Raunar er óþarft að undrast. Ég get sagt mér það sjálfur og veit það af eigin reynslu: íslenzkukennslan í skólunum er með þeim hætti, að þaðan er sízt að vænta liðsmanna á ritvöllinn. Ég hygg að flestir sem einhverjum árangri hafa náð í því að rita íslenzkt mál, hafi fikrað sig áfram með það sjáifir og náð þeim árangri fyrir eigin viðleitni og oftast eftir að þeir voru hættir í skóla. Mín reynsla af íslenzkukennsl- unni í skólunum er þannig, að þar var um að ræða steindauðar ítroðslur á hlutum eins og orð- flokkagreiningum, sem ég hef ekki orðið var við að hafi komið að gagni. Ævar Kvaran, leikari, hefur réttilega bent á það í út- varpserindi, að talkennsla sé full- komlega vanrækt í skólunum. Enda kunni svo til enginn maður að lesa upp. Árni Böðvarsson, cand. mag., kom að þessu sama í sínum útvarpserindum og vakti athygli á því, hve mikil orka og tími fer í það eitt að kenna staf- setningu. Hann líkti því hnytti- lega við það, að íþróttafélögin létu sér nægja að gera búninga íþróttafólks að aðalatriði í stað þess að stuðla að íþróttaiðkun- um. Stafsetningin er búningur málsins og það má vel vera að það sé gott að pæla eitthvað í Birni Guðfinnssyni en fyrr má nú gagn gera. Líkt og hægt er að kenna flestu fólki að njóta listar, jafnvel þótt hún sé talsvert tormelt í fyrstu, leikur ekki vafi á því heldur, að hægt er að kenna skólanemend- um að fá tilfinningu fyrir stíl ritaðs máls. Til þess ber að nota bókmenntir okkar, en eitt er víst: Sá kennari sem ekki hefur sjálf- ur tilfinningu fyrir rituðu máli Framhald á bls. 48.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.