Vikan


Vikan - 07.07.1966, Síða 13

Vikan - 07.07.1966, Síða 13
Smásaga efftir Arthiur Porges ÞAÐ VAR ÁST VICTORS Á PENINGUM SEM KOM FULLKOMNA MORÐ! kosti hélt Simon frnædi hví fram að það væri tilgangslaust að leita læknis, hann kæmi aldrei nógu snemma til að bjarga. Það var líka hættuiegt live líkar þessar tegundir voru. I*að höfðu þó nokkuð margir séríræðingar látið lífið, vegna þess að þeir þóttust vera alveg öruggir uin að þekkja í sundur þess- ar tvær tegundir. Svo fór kar'inn að sýna þeim hvemig hægt væri að átta sig á þessu, en enginn virtist leggja það á minnið, nema Victor Eliot. f einni sjónhendingu sá hann hvernig hann átti að fara að því að fremja hið fullkomna morð, morð sem færði lionum fimmtíu þúsund fagurgræna dollaraseðla. Á heimleið daginn eftir, hugsaði Victor um þessa morðáætl- un. Hann lagði vandlega niður fyrir sér öll smáatriði, þessu varðandi. Simon frændi átti að gera hræðileg mistök, að minnsta kcsti átti það að líta þannig út við réttarkrufningu. Á einhvern hátt ■— það átti Iíkskoðunarmaðurmn að halda, átti gamli mað- urinn að hafa ruglað sainan eitruðum sveppum og ætum. Það var aðeins spurningin um það hve fljótt hann kæmist undir læknishendur, sem Victor liafði áhyggjur af. En Simon frændi hafði lítinn umgaitg við annað fólk. Eini maðurinn sem kom til hans að staðaldri, var annar sérvitringur, sem eyddi öllum stundum í að temia villt dýr og kynna sér lfnaðarhætti þeirra. Ilann var hálfgerður landshcrna-ílakkari og lifði á sníkjum. Hann sást aldrei nema mcð eitthvert dýr á öxlunum, annað- hvort íkorna eða einhvern fugl. Nú átti hann taminn skjó, sem kom alltaf til hans, þegar hann blístraði. Victor var það Ijóst að þaö var útilokað að setja eitraða sveppi innan um ætisveppina, Simon frændi léti aldrei gabba sig með slíku, það var líka alltof hættulegt. Nei, Victor ætlaði að hafa allt önnur ráð. 1 íbúðahverfi, sem hann hafði aldrei komið í áður, keypti hann sprautu, af þeirri gerð sem dýralæknar nota. Svo sncri liann í laumi aftur út að húsi frænda síns. Nú notaði hann sér upplýsingarnar sem frændinn hafði gefið þeim, og safnaði tölu- verðu inagni af etruðu sveppunum. Svo sauð hann þá, heima hjá sér, og fékk úr þeim eitraðan vökva. Svo kom að því sem sniðugast var. Simon frændi inyndi aldr- ei gruna að innan um heilbrigða ætisveppi hans, sem hann ætlaði sjálfur að uppskera og borða, leyndust baneitraðir sveppir. Þetta var ákaflega einfalt, Shnon frændi tíndi sjálf- ur sveppina og át þá. Victor ætlaði að vera víðs fjarri, þegar það skeði. Tækifærið til að sprauta eitrinu í sveppina bauðst næsta miðvikudag. Simon ætlaði að fara til San Francisco, til að sitja mót svamparæktenda, svo það var engin hætta á því að nokk- ur gæti vitað að liann hefði verið þar að verki. Fyrst keypti Victor flugfarseðil til Spánar. Þegar Simon borðaði sveppina, yrði ekki hægt að gruna hann. Hann ók lit að hreysi Simons frænda, faldi bílinn í trjá- runna nokkuð langt frá húsinu. Svo hclt hann að þeim stað þar sem þroskuðu sveppirnir voru. í fyrstu var hann dálítiö klaufskur. Það sýndi sg að svepp- irnir dökknuðu, ef þeir fengu of mikið magn af eitrinu. Hann varð að fjarlægja þá og reyna að sprauta minna magni, það máttu aöcins vera nokkrir dropar í hvern svepp. Þetta eitur hlaut að vera mjög sterkt, enda hafði Simon sagt það. Það voru komnir nýir eitursveppir í stað þcirra sem hann liafði tekið, þeir uxu fljótt og dálítið strjált, þeir þoldu ekki einu sinni hvorn annan. En þetta var ekki tíminn til að vera með vísindalegar hugsanir. Nú þurfti hann að losa sig við sprautuna, hún var einasti tengiliður hans við þennan verknað. Það var verst að liún var ekki úr glcri; hann tók ekki eftir því fyrr en eftir á að hún var úr einhverskonar liarðplasti. Það þýddi því ekki að reyna að brjóta hana. En það var sama, rétt hjá var djúp gjá, mjög grýtt í botninn og yfirvaxin af þyrnirunnum, sem voru svo sár- ir viðkomu, að það dytti cngum í hug að fara klifra þar niður. Ef hann aðeins gætti þess að þurrka af henni fingraförin og HONUM TIL AÐ REYNA AÐ FREMJA HIÐ fleygja henni niður í gjána, fengi hún að liggja þar til eilífð- arnóns. Hann tók upp vasaklút til aö þurrka af sprautunni, en þá heyrði hann háværan skellihlátur viö hægra eyra sitt. Victor snarsnerist, sprautan rann úr hendi hans og skutlaðist út yfir gjárbarminn og niður í djúpið. Victor féltk ofsalegan hjartslátt og snerist á liæli, en kom ekki auga á nokkra veru. Þá heyrði hann þennan andstyggi- lega hlátur aftur. líann leit upp og sá þá svart-hvítan fugl, scm sat á trjágrein, rétt fyrir ofan höfuð hans. Victor fann til óendanlegs léttist, en varð svo ofsarciður. Hann beygði sig niður og ætlaði að taka upp stein til að henda í fuglsskrattann, en hætti við. — Hvað eruð þér að gera hér, ungi maður? Þetta er einka- eign. Það er Simon Penficld sem á þetta land og ég ræð yður ti! að snerta ekki sveppina lians. Victor kyngdi. Röddin var injúk og hunangssæt, en maður- inn sem talaði var risi að vexti, með úfið hár og skegg og ltæddur upplitaðri gamalli kápu. Maðurinn rétti fram höndina, eða réttara sagt liramminn. — Ég heiti Jeb Jackson, og það sem ég sagði yður er alveg satt. Þetta er einka-akur. Victor fann enga löngun hjá sér til að kynna sig sem syst- urson Simons. — Hversvegna eruð þér hér? — Ég hefi leyfi til að vera hér. Victor þurfti skyndilega að flýta sér í burtu og var ergileg- ur. — Ég vissi ekki að' það væri bannað að vera hér og ég hefi ekki hugsað mér að stela neinum sveppum. Ég veit ekkert um sveppi og ég myndi aldrei þora að borða sveppi sem ég týndi sjálfur, jafnvel þó mig dauðlangaði til þess. Victor mjakaði sér nær gjárbarminum og gægðist niður. Hann gat hvergi komið auga á sprautuna. Að öllum likindum hafði hún lent innan um þyrnirunnana. Það var bara verzt að hann hafði elcki getað þurrkað af henni fingraförin. En það gæti engum dottið í hug aö setja það í samband við morð, þótt Simon hrykki upp af. Því síður að nokkrum hefði dottið í hug að sprauta eitri í sveppina. Það var of langsótt, alltof snjallt til að nokkrum dytti það í liug, engum ncma honum sjálfum, Victor Eliot. — Nú fer ég, sagði hann við skrítna manninn. Annars heiti ég Miller, Harvey Miller. ÞaÖ var gaman að hitta yður, en ég er á hraðri ferð. Hann slappaði ekki af fyrr en hann var kominn upp í flug- vélina. Hann var á Spáni í tvær vikur, eða þangað til hann var orðinn peningalaus, ]iá flaug hann heim aftur. Við komuna var honum sagt að Simon móðurbróðir hans hefði Iátizt af sveppaeitrun. Jeb Jackson hafði fundið hann deyjandi, en gat ekkert að gert. Þarna sér maður! liugsaði Victor. Ég hefi framið hið full- komna morð. Nú vcrður gaman að lifa. Ilann fékk því næstum taugaáfall, þegar lögreglan kom og sótti liann. En hann var ekkert hræddur. Það var ekkert hægt að sanna á hann, það voru engin sönnunargögn. — Þekkið þér mann sem heitir Jeb Jackson? spurði lögreglu- foringinn. — Hefi aldrei heyrt... Bíðið andartak. Siinon frændi tal- aði stundum um skrítinn karl, sem hét Jackson. — En þér hafið aldrei hitt liann? — Nei. Svo var hinn skeggjaði sérvitringur leiddur fyrir Victor. Hann var ennþá í sama gamla frakkanum. Framhald á bls. 49.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.