Vikan


Vikan - 07.07.1966, Qupperneq 19

Vikan - 07.07.1966, Qupperneq 19
hans.... að glæða sigurdrauma hans. Þá verður hann mikill prins. Hann getur þá jafnvel náð titli E’mir el Muminin, hins æðsta hinna trúuðu. Yfirgeldingurinn talaði hægt og nokkuð hikandi. Þessi kona, sem hann hafði leitað svo lengi að og fundið að lokum og átti að hjálpa honum til að koma björtustu framtíðarvonum Mulai Ismails i upp- fyllingu, olli honum enn nokkrum efa. Hann sá hana auðmýkta og bljúga frammi fyrir sér, og á sama tíma rann hún milli fingra hans og slapp undan honum, jafnvel þótt hún héldi nú dauðahaldi í skikkju hans. Konur eru íurðulegar og erfiðar verur. Hin veikasta hlið þeirra felur óskiljanlega bragðvísi. Enn einu sinni þakkaði Osman Farai, yfirgeldingurinn í kvennabúri hans hágöfgi soldánsins af Marokkó, hinum almáttuga alvaldi og leiknum höndum súdanska töfralæknisins, sem hafði þegar í bernsku losað hann undan því fargi að verða þræll konu, sem getur breytt stórhuga manni í heimskulegt leikfang fyrir duttlungafulla brúðu. — Fannst þér hann ekki ungur og glæsilegur? spurði hann láel.. — Ég myndi segja að hann væri markaðri af glæpum en árum. Hver getur talið öll þau morð, sem hann hefur framið með sínum eigin höndum? — En hugsið yður allar þær tilraunir, til að ráða hann af dögum, sem hann hefur komizt undan! Eins og ég hef áður sagt, eru öll mikil keisaradæmi byggð upp at morðum. Þannig eru lög þessarar jarðar. In $ha Allali! Mig langar til að þér, Firousi, hlustið gaumgæfilega, því þetta er mín þrá — ég þrái að þér gefið Mulai Ismail hið ljúfa eitur, sem þér ein búið yfir. gerir hjörtu mannanna veik og kemur þeim til að þyrsta eftir yður, eins og þér fóruð með bjánann d’Escrain- ville, svo ekki sé minnzt á yðar mikla konung Lúðvik XIV, sem þér lékuð svo grimmilega. Þér vitið fullvel, að Frakklandskonungur mun aldrei geta gleymt yður. Hann missti af yður, og héðan í frá mun hann aldrei geta komið neinu góðu eða miklu til leiðar. Notið vald yðar á Mulai Ismail. Þrýstið eiturör fegurðar yðar i hjarta hans. En, bættv hann við með enn lægri röddu, — ég skal aldrei láta yður komast undan mér. Augu hennar lokuðust og Angeiique hlustaði á tæra, unglega rödö hans, eins og þau væru nánir vinir. Þegar hún opnaði augun, kom henni á óvart að sjá svo svart andlit með svo valdsmannslegum svip, sem er einkennandi fyrir veraldlega vizku mestu manna að afrísku þjóðerni. — Hlustið á mig, Firousi. Fullvissið mig einnig. Ég skal gefa yður nægan tíma til að yfirstíga veikindin og gefa yður ástæðu til að skynja, hvernig likami yðar verður stinnur af þrá. Ég skal velja tímann til að sýna yfirmanni mínum yður. Hann skal ekki fá að vita tilvist yðar, fyrr en daginn, sem þér leyfið mér að kynna yður fyrir honum. Allt í einu fannst Angelique þjáningin minnka. Hún hafði unnið fyrstu umferð. í þessum blandaða og fjölbreytta hóp af hjákonum, var hún betur falin en nál í heystakki, og hún gat notað þennan tíma vel til að leita að leiðinni til frelsisins og óttans. — Þér svíkið mig ekki, er það? spurði hún. — Þér látið ekki af til- viljun einhver orð falla, sem koma upp um mig við Mulai Ismail? — Ég gef skipanir. Skipanir mínar eru lög í þessu kvennabúri, jafn- vel fremur en orð konungsins. Allir beygja sig undir þær, þeirra á meðal Leila Aisheh. Hún heldur sér saman, meðan hún veit hvað henni er fyrir beztu, og það verður ekki langt þangað til, að hún óttast vald yðar. — Hana langar nú þegar að afskræma mig með sýru og kyrkja mig, hvíslaði Angelique. — Þetta er aðeins upphafið. Osman afgreiddi svo algengar ógnanir með einfaldri handahreyf- ingu: — Allar konur, sem keppa um hylli sama mannsins, berjast inn- byrðis. Eru kristnu konurnar nokkuð öðruvísi i því tilliti? Áttuð þér engan keppinaut við hirð Frakklandskonungs? Angelique kingdi munnvatni sínu: — Jú, svo sannarlega, sagði hún, og sá Madame de Montespan ljóslifandi fyrir sér. Alveg sama hvar hún var, líf hennar var aðeins löng orrusta, draum- ur eftir að annar hafði brostið, von sem varð að engu. Hún var dauð- þreytt á þessu öllu saman. Osman Faraji sá, hversu fölt andlit hennar var strengt af sótthita. E'n hann sá ekki í þreytu hennar nein merki um uppgjöf, hann sá aðeins það, sem hinn venjulegi lifskraftur Angelique og rjóðar kinnar hennar oft duldu: Álcveðna andlitsdrætti, sem komu upp um viljastvrk- inn, hinn trausta grundvöll þess, sem ekki lætur aðra stjórna sér. Það var eins og hann sæi hana miklu síðar, þegar hún væri orðin gömul. Andlit hennar myndi aldrei breytast, hvorki verða hvapholda eða skorp- ið, heldur því fegurra, sem hörundið herptist meira saman yfir vel gerða höfuðkúpuna. Hún myndi eldast eins og filabein, verða því fegurri, sem árin yrðu fleiri. Ef til vill kæmu örlitlar fíngerðar hrukkur og hárið yrði hvítt, en um mörg ókomin ár yrði hún fögur kona. Og augu hennar myndu ekki tapa ijómanum, fyrr en Þau lokuðust i dauðanum. Ef til vill gætu þau fölnað á elliárum hennar, en samt myndu Þau áfram verða sægræn og djúp, eins og óræður hylur, og búa yfir óbugandi orku. Það var þessi kona, sem hann þurfti á að halda handa Mulai Ismail, þvi ef hann fengi hana einu sinni, myndi hann alltaf kalla hana aftur til sin. Osman Faraji vissi, hvar einvaldurinn var veikastur fyrir. Æðis- köstin, þegar nann hjó af næstu höfuð með einu sverðshöggi, voru ekki annað en útrás fyrir óþolinmæðina yfir heimsku fólksins, sem um- kringdi hann, flótti undan tilhugsuninni um allt það, sem hann þurfti að gera, vitundin um hans eigin veikleika og allar þær snörur, sem fyrir hann voru settar. Þegar þetta kom fyrir, var það engu síður af óviðráðanlegri þörf til að sýna sjálfum sér, hve mikið vald hann hafði, eins og til að hafa áhrif á aðra. Ef hann fyndi í nýrri og elskandi konu lausn frá öllu þessu, yrði nún stökkbrettið, hverfiásinn, sem hann myndi snúast um, til að leggja heiminn undir grænan gunnfána spámannsins. Hann muldraði á arabisku: — Þér, þér getið gert allt.... Milli svefns og vöku heyrði Angelique til hans. Mörgum sinnum áður hafði hún orðið vör við að aðrir héldu hana almáttuga. Samt fannst henni nú hún vera svo veikburða og hjálparvana. — Þér getið gert allt, hafði Savary gamli sagt við hana, einu sinni þegar hann var að biðja hana um að útvega sér eitthvað frá Lúðvíki XIV. Og hún hafði gert það. Skelfing var langt síðan! Saknaði hún þess? Madame de Montespan hafði langað til að eitra fyrir hana, og sama var að segja um Leilu Aishen og ensku stúlkuna.... — Viljið þér, að ég sendi til yðar gamla þrælinn, sem veit svo mikið um lyf og læknisfræði, þrælinn, sem yður þykir svo gaman að tala við? spurði Osman Faraji. — Ójá! Það væri gott að sjá hann gamla Savary minn aftur. Getur hann komið inn í kvennabúrið? j — Með mínu leyfi má hann það. Áldur hans, þekking og hæfni, rétt- lætir það fullkomlega. Enginn mun skelfast af að sjá hann hér, Því hann lítur út og kemur fram eins og prestur. Ef hann væri ekki krist- inn, myndi ég freistast til að halda, að hann væri einn af þeim, sem Allah hefur göfgað með anda sínum. Meðan á ferðinni hingað stóð, virtist hann niðursokkinn í rannsóknir sinar á göldrum og töfrum, þvi furðulegar gufur risu upp frá pottunum, sem hann sauð seyði sin í, og ég sá tvo svertingja falla i dá, aðeins af því að anda þeim að sér. Hefur hann nokkurntíman trúað yður fyrir leyndardómum galdranna? Angelique hristi höfuðið. — Eg er aðeins kona, sagði hún og vissi, að þetta hógværa svar, myndi auka lotningu Osmans Faraji fyrir vizku og þekkingu Savarys. Angeliqe átti erfitt með að þekkja Savary. Hann hafði litað skeggið rauðbrúnt, svo hann leit út eins og marokkanskur einsetumaður og undirstrikaði þetta með því að klæðast einskonar kamelhársskikkju, rauðbrúnni að lit, sem var allt of stór fyrir hann. Hann virtist í góðu líkamsástandi, þótt hann væri magur og brúnn eins og leður. Að lokum þekkti hún hann af stóru gleraugunum, sem augun dönsuðu á bak við. — Allt gengur vel, hvíslaði hann þegar hann krosslagði fæturna til að setjast hjá henni. — Ég hef aldrei getað ímyndað mér, að allt gengi okkur svona í haginn. Allah, ég meina guð, hefur ekki sleppt af okkur nendinni. — Hafið þér fundið okkur einhverja aðstoðarmenn og leiðir til flótta? — Flótta? Ó, já, já, það kemur allt á sínum tíma. Hafið ekki hyggjur. En sjáið nú hérna. Ut úr fellingum skikkju sinnar dró hann klæðispyngju, og með brosi eyrna á milli tók hann upp úr henni nokkra mola af svörtu, rykkenndu efni. Augnalok Angelique voru þung af sótthitanum, og hún sagði þreytu- lega, að hún gæti ekki séð það sem hann var að hampa framan í hana. — Jæja, ef þér getið ekki séð það, getið þér allavega þefað af því, sagði Savary og rak þetta upp að nefi hennar. Þegar Angelique fann lyktina, tók hún viðbragð, og þrátt fyrir allt, gat hún ekki varizt brosi. — Ó, Savary! Maumie! — Kétt, sagði Savary kátur. — Steinefnamaumie, nákvæmlega eins og það sem rennur undan hinum heilögu klettum i Persíu, nema Þetta er í föstu formi. — Bn.... hvernig er þetta mögulegt? — Ég skal segja yður það allt, sagði gamli apótekarinn. Og með mórgum flóttalegum augnagotum um herbergið, lýsti hann uppgötvun sinni á arabisku. Þetta hafði gerzt á hinu langa ferðalagi yfir salt- tjarnirnar skammt frá landamærunum milli Alsír og Marokkó. — Munið þér eftir þessum löngu flatneskjum, sem endurvörpuðu sólarljósinu? Það virtist ekki mikið að gagni þar, en sjáið bara. hvað gerðist. — Kraftaverk, býst ég við, sagði Angelique snortin af æsingu hans. — Kétt, sagði Savary spenntur. — Ef ég væri rétttrúarmaður, myndi ég kalla það „kraftaverk kameldýrsins”! Hlustið nú.. Hann sagðist hafa tekið eftir þvi, að einn úlfaldinn hefði verið orð- inn eins og gamall mosavaxinn klettur, gersamlega sköllóttur á köflum af kláða. Þegar lestin nam staðar eitt kvöldið, tók úlfaldinn að snuðra í sandinn. Hann ráfaði til og frá og nam staðar til að þefa af dyngjun- um. Savary, sem gat ekki sofið reis á fætur og fór á eftir dýrinu, til að koma með það aftur til ekilsins, í von um, að maðurinn launaði honum með þvi að gefa honum auka matarskammt. Eða ef til vill að fingur Allah — hér — guðs — hefði stýrt honum. Varðmennirnir, sem oft villtust á honum og Araba eða Júða, veittu honum enga athygli, enda voru flestir þeirra sofandi, því hér vnr ekki lengur hætta á glæpamönnum og þaðan af síður að kristinn þræll gæti flúið af svæði a Dorö við þetta, þar sem hægt var að ráfa eða ganga dagana >i enda an pess að finna nokkurn ætuegan Dita eða dropa af drekkandi vatni. Ulraiainn raiaoi iwip um, íðr yíir sandöldu eftir sandöldu og Savary hafði næstum grafizt lifandi í kviksandi, en smámsaman varð sand- urinn fastari í sér og þá tók úlfaldinn að sparka i sundur sandskorp- unni og rífa hana upp með tönnunum og grafa sér holu. — Ég var mjög undrandi að sjá úlfalda, sem ekki þolir að stíga á Framhald á bls. 44. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.