Vikan


Vikan - 07.07.1966, Page 40

Vikan - 07.07.1966, Page 40
NYTT N VTT Itnnstiki í sðlglerauonm Minnsta útvarpstækiö á mark- aðnum. Staösett í spöngunum. Útvarp Reykjavík heyrist víöast hvar á Suður- og Vesturlandi. Söiuumboð: REYKJAVÍK: Verzlunin Ratsjá, Laugavegi 47, sími 11575. — Utvarpsvirki Laugarness, Hrísateig 47, sími 36125. — VESTURBÆJAR-RAÐIO, Nesvegi 31, sími 21377. — Radiostofan s.f., ÓSinsgötu 2, sími 14131. KÓPAVOGUR: Litaskálinn, sími 40810. HAFNARFJÖRÐUR: Verzlunin Radioval, sími 52070. KEFLAVÍK: Verzlunin Stapafell. AKRANES: Verzlunin Staðarfell. BORGARNES: Kaupfélag Borgfirðinga, Deild II. VESTMANNAEYJAR: Raftækjaverzlunin Kjarni. ÓLAFSVÍK: Verzlunin Eik. HVÍTÁRSKÁLINN við Hvítárbrú. Heildsölubirgðir og einkaumboð á íslandi: MAGNÚS HALLDÓRSSON & C0. Hrisateig 47. Símar 30155 - 36125. ember 1953, var engin dagsetning á því, vegna þess að Hefner og Paul voru ekki vissir um að út kæmi annað eintak. Þeir hefðu ekki þurft að hafa þessar áhyggjur. Marilyn var í fötum á forsíðunni, veifandi glaðlega til lesenda, og nakin innan í blaðinu. Þetta seldi 51.000 eintök af blaðinu sem kost- aði 50 cent eintakið og þessir 26.000 dollarar komu Hefner og Paul á græna grein. Þótt peningarnir streymdu inn fór mikið af þeim aftur út. Útlits- teikningar stórbötnuðu og sömuleið- Eignist^P nýja vini!" Pennavinir frá 100 löndum óska eftir bréfaskriftum við yður. Upp- lýsingar ásamt 150 myndum verða send til yðar án endur- gjalds. HERMES Berlin 11, Box 17/1 Germany. is prentunin. Árið 1956 réði Hefner til sín þaulreyndan blaðamann og höfund að metsölubókinni The Ex- urbanites, sem framkvæmdastjóra ritstjórnar. Playboy hætti að birta eftirprentanir og setti fast verð á greiðslur fyrir greinar og sögur, það hátt að fleiri og flelri þekktir menn fóru að skrifa fyrir blaðið. Hefner og samstarfsmenn hans höfðu svar á reiðum höndum til þeirra sem fussuðu yfir hinum nöktu fegurðardísum á miðopnunni: — Minna en 10% af blaðinu var helg- að slíku efni, og svo, eftir á að hyggja, hvað var athugavert við fallegar stúlkur? En það er sama hvort meira eða minna af efni blaðsins er helgað fallegum stúlk- um, það er alltaf söluefni. En þetta efni hefur tekið miklum framförum og Playboy vandar alltaf til þess og hefur stuðlað að því að slíkar myndir eru yfirleitt ekki þyrnir í augum fólks lengur. Marilyn, fyrsta „leiksystirin", var stórkostleg, glaðleg og eðlileg, en í næstu tvö ár var ekki svo gott að fá þær til að sýna gleði yfir starfi sínu. Þær voru yfirleitt þreytulegar á svipinn og lífsleiðar eins og al- gengt er að sjá hjá atvinnu „strip- tís" stúlkum. En eitt höfðu þær all- ar sameiginlegt: geysilega stór yf- irþroskuð brjóst. Dæmigerð var Jane Mansfield, sem var algerlega óþekkt, þegar hún kom fyrst á síð- ur Playboy í febrúar árið 1955. Þaðan hélt hún beina leið til frama og auðs, og kom sex sinnum fram í Playboy eftir það, og lét alltaf skína í meira og meira af líkama sínum. En leiksystramyndirnar tóku al- gerum stakkaskiptum árið 1955. Eftir því sem haft er fyrir satt á skrifstofunni, byrjaði það með því að hin laglega Janet Pilgrim, sem svo varð áskriftastjóri Playboy, kom inn á skrifstofuna til Hefners, og bað um að fá adressuvél. Hún var töluvert stærri að vexti en Hefner. Hann hafði átt í miklum brösum með að finna fyrirsætur fyrir opn- una sína, svo að hann sagði, hálf- gert í grini, að hún skildi fá vél- ina, ef hún vildi sitja fyrir sem leiksystir mánaðarins. Hún svaraði játandi, líka hálfpart í gamni. Hún kom svo fram í júlí-heftinu og varð um hríð fyrirmynd þeirra hug- mynda, sem Hefner hafði um hina „heilbrigðu, hressilegu stúlku". Bréf streymdu til fröken Pilgrim frá að- dáendum og það varð úr að hún var meira og minna föst við blað- ið í næstu sjö ár. Það var sama við hvaða tækifæri hún var mynd- uð, — heima hjá sér á júlíkvöldi, í freyðibaði og hvar sem var, var hún alltaf ímynd saklausrar feg- urðar, alltaf vingjarnleg. Þótt nafn hennar standi ennþá í blaðhaus Playboy, er hún þó víðs- fjarri nú, gift og búsett í Texas. Minningin um hana lifir eflaust í hjörtum margra lesenda Playboy, en opnan hefur tekið stakkaskipt- um. Síðan á miðju ári 1962, hafa aðal fyrirsæturnar helgað sig stíl Brigitte Bardot, svo að stúlkan í opnunni er orðin meira „sexy" en áður. Þótt Brigitte Bardot sjálf hafi aldrei tekið í mál að sitja fyrir hjá Playboy, hafa aðrar frægar stjörn- ur látið sig hafa það, t.d. Kim Nov- ak, Susan Strasberg, Caroll Baker, Ursula Andress og fjöldinn allur af stjörnuskaranum. Hefner segir að þeir sem finni eitthvað athugavert við að sjá Ijós- myndir af fallegum stúlkulíkama, hljóti að vera eitthvað kynferðis- lega gallaðir sjálfir. Hefner heldur því fram að hann hefði orðið góð- ur sálfræðingur: „Eg get vel sett mig inn í hugaróra manna og mér finnst siðferðistal Amerlkana mjög athyglisvert". Sjálfur hefur Hefner verið bendl- aður við nokkrar ungar stúlkur, ný- komnar úr menntaskóla,- sumar hafa á einhvern hátt verið bendlaðar við blaðið. Hann segist vilja hafa stúlkurnar ungar, laglegar, vel vaxnar, sérstaklega að þær séu há- fættar. Hann er mjög hrifinn af Bardot-týpum. Stúlkumyndirnar eru þó ekki að- alatriðið í Playboy. Þetta er tíma- rit sem er alvarlegs eðlis! Þar eru viðtöl við menn eins og Albert Schweitzer, Dr. Martin Luther King, Bertrand Russel. Merkilegar grein- ar eftir James Baldwin, Jean Paul Sartre og J. Paul Getty. Athyglis- verðar sögur eftir menn eins og Vladimir Nabokov, Laurence Durr- ell, James Jones og Bernard Mala- mud. Playboy Philosophy! Meira en nokkuð annað hafa þessir heim- spekiþættir aflað Hefner virðingar. Þeir þættir byrjuðu 1962 og skrif- ar Hefner þá sjálfur, til að verja sig fyrir gagnrýni. Heimspekikafl- arnir eru hraðfleygar og endalaus- ar herferðir gegn ritskoðun, sið- ferðislöggjöfinni, kúgun [ kynferð- ismálum og amerískum hreintrúar- kreddum yfirleitt. — Ég festist strax á króknum, sagði Hefner nýlega. — Undirtektirnar hafa verið stórkost- legar. Það er ekki hægt að benda á neitt efni sem vakið hefur meiri áhuga hjá skólafólki. Það talar um þessi mál, skrifar okkur, við höfum fengið þúsundir bréfa, sem fjalla um það að koma í skólana og rök- ræða um þetta. En það er vegna þess að enginn þorir að ræða þessi alvarlegu málefni á opinberum vett- vangi... Það er ósköp eðlilegt að það séu skiptar skoðanir um persónuleika eins og Hugh Hefner. Starfsfólk hans virðist einlæglega hrifið af honum, þótt fáir þekki hann til hlít- ar. — Það er eitthvað látlaust og einfalt við Hef, sem endurspeglast í tímaritinu, sagði Spectorsky ný- lega. — Hann er fullur af komplex- um. Ég þekki engan sem er eins spurull og óþolinmóður og hann. Hann getur jafnvel orðið ruddaleg- ur á fundum; hann er ótrúlega fljót- ur að hugsa og hann veit jafnvel 40 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.