Vikan


Vikan - 07.07.1966, Page 44

Vikan - 07.07.1966, Page 44
Rafmagnsrakvélar S mðklu úrvalí med og án bartskera og h'arklippum 3Z.n.ýJLp VIÐ DÐINSTORG „„ J ANGEUQUE OG SOLDÁNINN Framhald af bls. 19. steinvölu, haga sér þannig. Ég sé, að þér trúið mér ekki, sagði Savary og leit tortrygginn á Angelique. — En ef.... —• Haldið þér, að mig hafi verið að dreyma? — Nei. —- Jæja, upp úr þurrum, brúnum sandinum var skepnan að grafa það, sem þér þekktuð þegar í stað. Svo tók hann þessa mola milli tann- anna og dreifði þeim eftir brúnum holunnar, sem hann hafði gert, svo þetta varð eins og dýna. Og svo velti hann sér á þessu. — Og þannig læknaðist kláðinn, eins og fyrir kraftaverk. — Hann iæknaðist, en þér ættuð að vita, að það er ekkert dular- fullt við það, leiðrétti Savary hana. — Þér hafið þegar séð, eins vel og ég, hve gífurlegan lækningarmátt þetta hefur á alla húðsjúkdóma. En þegar hann tók upp nokkra þessara klumpa, flaug mér ekki í hug nokkur líking milli þeirra og hins dýrmæta, persneska vökva. Ég ætl- aði aðeins að nota þetta til að lækna minn eigin krankleik. En svo kom þetta í Ijós, og þar með hef ég gert stórmerka vísindalega upp- götvun. — Eina enn? Hvað var það að þessu sinni? — Það, að þetta salt er ekkert annað en steinefna maumie. Nákvæm- lega samskonar og i Persíu, svo að nú þarf ég ekki að fara til Persíu. Aðeins með því að fara aftur til SuðUr-Alsír get ég ef til vill fundið gífurlegt magn af þessu verðmæta efni, sem þar hefur þann kost að ekki er litið eins vel eftir því og einkaeignum keisarans í Persíu. Þá verður mér auðvelt að eignast mikið af þessu. Angelique andvarpaði: — Ef til vill er þess ekki eins vel gætt og í Persíu, en kæri Savary, þér eruð inni í miðri Marokkó. Breytir það engu um fyrirætlanir yðar? Svo skammaðist hún sjn fyrir að vera svona tortrygginn gagnvart sinum eina vini, og óskaði Savary hjartanlega til hamingju, og það var einmitt það, sem hann ætlaðist til. Allt í einu stakk hann upp á því að þau sendu eftir glóðarkeri og kopar- eða leirskál. — Hversvegna, í drottins nafni? — Nú, til að sýna yður hvernig þetta virkar. Ég reyndi einu sinni að gera það i lokuðu íláti, og það sprakk með hvelli, sem var eins og fallbyssuskot. Angelique bað hann í guðanna bænum að endurtaka ekki slika til- raun í miðju kvennabúrinu. Höfuðverkurinn var að hverfa af völdum seyðisins, sem yfirgeldingurinn hafði látið hana drekka, og hún var bullsveitt um allan kroppinn. — Hitinn er að hverfa, sagði Savary og horfði á hana yfir gleraugun. Angelique tók að hugsa skýrar á ný. — Haldið þér, að þetta maumie geti hjálpað okkur að flýja að nýju? — Af hverju eruð þér alltaf að hugsa um flótta? spurði Savary, um leið og hann renndi efninu aftur í pyngjuna. —• Ég er áfjáðari í það en nokkru sinni fyrr, sagði Angelique áköf og settist upp. En hún var ekki nógu styrk, og féll aftur á hægindin, og flaug í hug í örvæntingu, að eini vinur hennar myndi yfirgefa hana. Hún sá enga leið til undankomu. — Það er sama með mig, sagði Savary. — Mér er sama, þótt ég segi yður, að ég get varia beðið eftir þvl að komast aftur til Parísai og helga mig þar þeim rannsóknum, sem uppgötvun mín hefur opnað. Aðeins þar hef ég nauðsynleg tæki til að gera tilraunir með þetta eld- fima efni, sem ég finn að mun stórlega auka menningu og menntun. Hann gat ekki á sér setið að taka ofboð lítið af efninu upp aftur og virða það fyrir sér í gegnum lítið stækkunargler, sem var í öskju úr "kialdbökuskei með fílabeinsumgerð. Það var einkenni Savarys, að eeta framkallað úr fötum sínum, hvernig svo sem þau voru, alla þf hluti, sem hann þurfti á að halda hverju sinni. Angelique spurði ham., hvernig hann hefði eignazt þetta stækkunargler. — Tengdasonur minn gaf mér það. —. Ég hef ekki séð það áður. —- Ég hef aðeins átt það nokkrar klukkustundir. Þegar þessi ágæti tengdasonur sá, hvað mig langaði í það, gaf hann mér það sem vinar- gjöf. — Og hver er tengdasonur yðar? spurði Angelique. Savary stakk stækkunarglerinu í skjaldbökuskeljaröskjuna og renndi öllu saman inn í fellingarnar í skikkjunni. —■ Gyðingur, hér í Meknés, sagði hann. — Góðmálmasali eins og faðir hans var á undan honum. Ég hef ekki haft tækifæri til að segja yður frá öllu þessu, en ég hef notað vel tímann, sem hefur liðið síðan við komum hingað í þessa ágætu borg, Meknés. Hún hefur breytzt mikið síðan á timum Mulai Archi. Mulai Ismail er allsstaðar að byggja. Það er eins mikið af vinnupöllum hér og í Versölum. — Áfram með tengdasoninn. — Ég er að þvi. Ég sagði yður, að ég hefði eignazt tvo góða vini þegar ég var þræll í Marokkó á árum áður. — Og tvo syni. — Það er rétt, nema þar brást minnið mér. Það lítur út fyrir, að ég hafi haft þann heiður að eignast dóttur með Rebekku Cayan, ekki son. Þessa dóttur fann ég í dag, fullvaxna, og gifta Samúel Maimoran, sem var svo vænn að gefa mér þetta stækkunargler. — Sem vinargjöf! Ó, Savary, sagði Angelique og gat ekki varizt hlátri. — Þér eruð svo franskur, að mér hlýnar um hjartaræturnar af að hlusta á yður. Þegar ég heyrði yður segja París eða Versalir, þá er eins og fnykurinn af sedrusviðnum, sandalsviðnum og mintunni hverfi, og ég verði á ný, Marquise du Plessis-Belliére. — Svo þér viljið verða hún aftur? Þér óskið í raun og veru að flýja? — Er ég ekki búin að margsegja það? spurði Angelique, og lá við að fyki ofurlítið í hana. — Verð ég að segja það hundrað sinnum, áður en þér trúið mér? — Þér verðið að vita, hvað það er sem. þér. hafið í huga. Þér eigið á hættu að verða drepin fimmtiu sinn.um, áður en' þér svo mikið sem J

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.