Vikan


Vikan - 18.08.1966, Page 28

Vikan - 18.08.1966, Page 28
KAUPIÐ ÞIÐ STÓL, ÞÁ KAUPIÐ I GÓÐAN STÓL - NORSKI HVÍLDARSTÓLLINN FRAMLEIÐANDI ÍSLENZK HÚSGÖGN H F. KÓPAVOGI AUÐBREKKU 53 SÍMI 41690 Síðasta sameiginlega fyrirtæki stórveldanna Framhald af bls. 14. þetta að eyðileggjast, svo þjóð- in hefði enga möguleika að lifa af ósigurinn, sem Hitler taldi bleyðimennsku hennar hafa vald- ið. Speer sýndi þá þann mann- dóm að beita áhrifum sínum til að hindra framkvæmd þessarar brjálæðislegu skipunar og tókst það að miklu Ieyti. Hann reyndi einnig að koma Foringjanum fyr- ir kattarnef með því að leiða eit- urgas niður í loftvarnabyrgið til hans, en það mistókst. Við Niirn- bergréttarhöldin kom Speer mannlega fram og reyndi í engu að gera lítið úr sínum hluta af ábyrgðinni á glæpum nazista. Hann er nú 61 árs. Bæði Speer og von Schirach voru dæmdir í tuttugu ára fang- elsi og á því að láta þá lausa í haust. Það er sagt, að Speer sé enn það tápmikill, að hann geti sem bezt hafizt aftur handa sem arkitekt, þegar hann sleppur út. Hann á fjölskyldu, sem bíður hans óþolinmóð. Von Schirach er í kunningsskap við aðalsfrú eina, Karin von Matuschka-Stein að nafni. Hún er þakklát Baldri fyr- ir greiða, sem hann gerði henni á stríðsárunum. Þá féll fyrri mað- ur hcnnar, og von Schirach sá til þess, að líkið var sent heim af vígvöllunum. Nú er Karin stað- ráðin í að giftast Baldri jafn- skjótt og honum verður sleppt. En þangað til í haust verða þeir Speer og von Schirach að lifa með sama móti og síðastliðna tvo áratugi. Þeir eru vaktir klukkan sex á hverjum morgni og klukkan tíu á kvöldin eru Ijósin slökkt í klefum þeirra. Þeir fá að skrifa eitt bréf í viku og taka á móti einni heimsókn í mánuði. Hvað skeður í Spandau í haust? Það kostar kringum átta — níu milljónir króna árlega að reka fangelsið, og af því fé greiða þýzkir skattborgarar helminginn. Þessi kostnaður og hinn gífur- legi öryggisútbúnaður, sem fang- elsinu fylgir, kemur enn fárán- legar fyrir, þegar Hess situr þar einn eftir, en hann hlaut lífstíð- ardóm í Núrnberg. Vesturveldin eru oröin leið á þessum fangels- isrekstri og vilja gjarnan náða Hess, enda ætti hann sjálfsagt fremur lieima á geðveikrahæli. En Rússarnir eru á öðru máli. Varðmenn þeirra fá tækifæri til að skoða sig um í Vestur-Berlín á leiðinni að og frá fangelsinu. Svo virðast þeir álíta, að hinn fangni Hess sé einskonar tákn, sem hjálpi fólki til að muna glæpi Hitlers. Rússunum er trúandi til að sitja við sinn kcip, svo að í fram- tíðinni er líklegt að herveldin fjögur, sem unnu heimsstyrjöld- ina, standi í sameiningu vörð yf- ir rugluðu gamalmenni, og verð- ur það þá næstum eina fyrirtæk- ið, sem þau reka í sameiningu. Barnatreyjur Framhald af bls. 46. bönd úr rauSgulu efninu og bryddið með því hálsmálið. Búið til stóran ávalan vasa, gangið frá efstu brún hans með skábandsbryddingu, festið á treyjuna þar sem vel fer og sting- ið tæpt í brún. Gangið frá treyjunni neðst og framan á ermum með IV2 sm. breiðum faldi. Búið til hnappagöt og festið tölur eins og á treyju nr. 1. Nr. 3. Efni: Hvítt, þunnt flón- elsefni með ljósbláum, litlum blómum, — 4 tölur, — mjó lér- eftsblúnda. Sníðið náttkjólinn eins og treyjurnar, nema hafið hann um 70 sm. á sídd, og sníðið hann út um 8 sm. á hvora hlið. Hafið bakið heilt, en framstykkið í tvennu lagi. Sníðið 3 sm. út frá, snið framstk., svo auðvelt sé að búa út klaufina, sem er um 25 sm. löng. (Einnig má sníða fram- stykkið heilt og búa til klauf með efnisrenningum). Saumið mjóa léreftsblúndu frá hálsmáli og í kring um klaufar- kantinn og framan á ermafald- inn. Gangið frá hálsmálinu með skábandi. Búið til 4 hnappagöt á miðjan klaufarlistann, og festið tölur á neðra stykkið. Búið gjarnan til 2ja sm. breitt rör neðan á náttkjólinn við ann- an hliðarsauminn. Nr. 4. Efni: Blá og hvít rúðótt léreftsefni, — blátt efni sömu tegundar í vasann, — hvítt efni í skáband, — og tölur. Sníðið treyjuna eftir sniðinu, en lengið ermarnar, og búið til uppábrot. Saumið treyjuna sam- an og gangið frá hálsmáli og að neðan eins og á treyju nr. 2. Bú- ið til úr ljósbláa efninu, brjótið í hann lokufall og festið á treyj- una. Staðsetjið hnappagöt og töl- ur á sama hátt og treyju nr. 1. Nr. 5. Efni: Hvítt, þunnt pop- línefni, — og tölur. Sníðið treyjuna eftir sniðun- um, en síkkið hana dálítið. Saum- ið eins og treyju nr. 2. Gangið frá hálsmálinu með tvöfaldri pífu úr efninu og farið eins að og með léreftsblúnduna í háls- inn á treyju nr. 1. Nr. 6. Efni: Bleik- og hvítrúð- ótt léreftsefni, — dálítið af bleik- röndóttu efni sömu tegundar, — tölur. Sníðið treyjuna eftir sniðinu, en búið út dálítinn odda niður að framan. Saumið skáermar og gangið 28 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.