Vikan


Vikan - 20.07.1967, Qupperneq 17

Vikan - 20.07.1967, Qupperneq 17
******************************************************************************************************************************************************************* Enn hefur áströlsk hljómsveit látið að sér kveða á brezka vinsælda- listanum, að þessu sinni' hljómsveitin ,,The Bee Gees“, en lagið, sem hefur gerl þá svo vinæla, heitir „New York Mining Disaster 1941“ (Námuslysið i N. Y. 1941). Þessi hljómsveit hefur um langan tímá verið skæðasti keppinautur The Easybeats, sem er líka frá Astraliu, og virðast Easybeats nú hafa farið halloka. The Bee Gees eiga góða möguleika á að komu sér áfram í Bretlandi. Umboðsmaður þeirra þar í lundi er Briari Épstein. í hljómsveitinni eru þrir bræður, Robin og Maurice Gibbs, sem eru átján ára og tvíburar, og Barry Gibbs. Fjórði liðsmaðurinn heitir Colin Peterson. Hljómsveitin The Bee Gees hefur verið gagnrýnd fyrir að „stæla Bítlana“, en músik áslrölsku piltanna þykir bera keim af músik Lennon og McCartney. Þessu vísa hinir ungu Áslralíumenn á bug og segja að hljómsveitin sé miklu eldri en The Beatles og því sé ekki hægt að tala um stælingav. *★★★★★★★★*★★★******★★*★★********** HEIMA ER BEZT Þegar Brian Poole og The Tremeloes létu leiðir skiljast, álitu margir, að Brian tækist að slá í gegn sem einsöngvari en fáum kom til hugar, að The Tremeloes ættu eftir að láta að sér kveða. Skömmu eftir „skilnaðinn“ sendu The Trcmeloes frá sér lagið „Herc comes my baby“, og þegar lagið þaut upp eftir vinsældalislanum, vissu þeir, að þeir voru á réttri leið. Síðan kom hið fallega Iag „Silence is Golden“ (Þögn er gulls ígildi), og þar kemur í Ijós, að þeir geta sungið betur en flestar aðrar hljómsveitir. The Tremeloes hefur nú verið boðið í hljómleikaferð um Bandaríkin, en þeir segjast ekki hafa hug á að dvelja þar um lengri tíma, eins og t.d. Herman's Hermits og The Dave Clark Five hafa gert. Heima cr bezt, scgja þeir. ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ 'k'k'ki Herb Albevt hefur sannarlega í mörgu að snúast. Auk þess að blása í trompetinn sinn er hann afkastamikill lagasmiður, hann er umboðsmaður margra valinkunnra skemmti- krafta, hann sér um upplökur á hljómplötunv og hann sér um skemmtiþátt í brezka sjónvarpinu. Nýjasta metsölulag Herb Albert er „Casino Royale“ eftir samnefndri James Bond sögu, sem hefur verið kvikmynduð méð mörgum þekktum leikurum, m.a. Peter Framhald á bls. 28, Jf * * * *

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.