Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 18

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 18
í meira en þrjú þúsund ár hefur framhlið Ramsesarhofs- ins mikla blasað við þeim, sem sigldu eða reru framhjá á Níl. Framhliðin var skreytt fjór- um risastyttum af Ramsesi, en höfuðið brotnaði af einni þeirra allskömmu eftir dauða hans. Þetta skoðuðu hlutaðeig- andi prestar sem merki þess að reiði guðanna hvíldi yfir hofinu, og flýðu í ofboði. Síð- an hefur það ekki verið not- að til guðsþjónustu eða nokk- urs annars. egar þetta er ritað, virð- ist svo sem lokið sé þriðja stríðinu milli Ar- aba og Gyðinga, og hef- ur enn farið sem fyrr, að vígamennska hinna fyrr- nefndu hefur verið meiri í orði en á borði. Sagt er að ísraelsmenn hafi eyðilagt mestan hluta þeirra herflug- véla, sem Egyptar höfðu höndlað af málvinum sínum Rússum fyrir ærið fé, og getað síðan í næði bom- bardérað vítt og breitt um ríki Nassers. Aðstaða Eg- ypta til styrjaldarreksturs hef- ur sjaldan verið verri ,því að með einu velmiðuðu höggi væri ísraelska flughernum í lófa lagið að valda þeim marg- faldlega meiri skelfingum en Mósesi og Jehóva báðum lukk- aðist í sameiningu með plág- 18 VIKAN 29-tbl' unum tíu, sællar minningar. Ef Assúan-stíflan mikla sem ver- ið hefur meginstolt Nassers síð- ustu árin, væri sprengd, myndi fimmtán metra há flóðbylgja æða niður Nílardalinn, allar götur út í Miðjarðarhaf. Sú flóðalda hlyti að valda meiri tortímingu en hægt er að gera sér í hugarlund í fljótu bragði og drekkja á einu bretti fleiri Egyptum en nokkru sinni hefur verið gert síðan þeir álpuðust út í Rauðahafið á eftir hjörð tötramanna og strokuþræla, sem Evrópumenn þeir, er á síð- ustu árum hafa gert Palestínu að brosandi vin vesturlenzks mann- dóms í eyðimörk arabísks miðald- sljóleika og aumingjaskapar, kalla forfeður sína, þótt undar- lega kunni að hljóma. Assúan-stíflan hefur orðið frægari en ella hefði orðið vegna klettamusterisins mikla við Abú Simbel, sem fullyrt er að sé meðal merkilegustu húsa í heimi. Til þess að það lenti ekki undir stöðuvatni því, sem myndaðist of- an við stífluna, var það skorið í smástykki af mikilli list og tækni, hífað upp og sett niður góðan spöl ofan við yfirborð stöðuvatns- ins, sem er fimmtíu mílna langt. Þar á það svo að standa um ald- ur og ævi, túristum og fróðleiks- mönnum um fornfræði til ynd- is. Þessi flutningur kostaði auð- vitað morð fjár, er greitt var af flestum menningarríkjum í ver- öldinni, Hugmyndin að 3|ðferð- inni, sem notuð var til að bjarga hofinu undan vatni, var sænsk, en tæknifróðir menn frá ýmsum löndum lögðu hönd að verkinu. Hofið lét Ramses annar Eg- yptalandsfaraó höggva inn í bergið sjálfum sér til heiðurs. Jöfur þessi var uppi á þrett- ándu öld fyrir Krist, þegar bronsöld var á Norðurlöndum. Hann er frægastur allra þjóð- höfðingja Egyptalands að fornu og nýju, og stafar það þó ekki af því að hann hafi verið mestur og beztur mað- ur þeirra allra, heldur fremur af því að hann hefur verið þeirra mestur gortari og kjaft- askur, svo að þar slær einu- sinni Nasser honum varla við. Sú hömlulausa sjálfsdýrkun, sem faróamir tömdu sér, náði hámarki með honum. Hann var einlægt að reisa hof og ó- beliska og rista í grjót hól um sjálfan sig út um gervallt Eg- yptaland, enda er stífur helm- ingur allra fornminja, sem fundizt hafa í landinu, frá hans tíð. Til þessarar stóriðju þurfti auðvitað óhemju vinnu- afl, þar á meðal erlent, og var þá gripið til Gyðinga, svo sem frá segir í fornsögum Austur- landa nær. En sökum of mik- illar yfirvinnu gerðu þeir verkfall og stálust út á sand- ana. Af þessari elztu vinnu- Með því að sprengja Assúan- stífluna gætu ísraelsmenn drekkt stórum hluta Egypta í hroðalegra syndaflóði en áður hefði þekkzt__Ofan við stífl- una er nú fimmtíu mílna langt stöðuvatn, og þekur það svæði, þar sem áður stóð meðal ann- arra merkra fornminja hið fræga Ramsesarhof við Abu Simbel. En tækni nútímans er fátt ómögulegt, hofið var sagað í smástykki, hífað upp úr Nílar- dalnum og nú er verið að setja það saman rétt vestan við vatn JÞcssi stórfagra kona var uppáhaldsdrottn- ing Ramscsar, Nefertari a3 nafni. Mynd- irnaf af henni standa við hlið eigin- manns hennar og ná þeim aðeins í hné — dæmigert fyrir þá „piatsýkólógíu", scm Egyptar ástunduðu svo mjög til forna og að því cr virðist enn í dag. Hér er verið að hífa upp eitt Ramsesar- höfuðið. Timans tönn hefur orðið furðu- lítið ágengt við að má hrokann og þrótt- inn úr andlitsdráttum fornkonungsins, sem á einni áletruninni í hofinu hœlir sér af því að hafa cinn saman og hjálparlaust stökkt á flótta sjö þúsund og fimm liundruð Hittítum, er fóru á tvö þúsund og fimm hundruð stríðsvögnum. Það væri reynandi fyrir Nasser að leika þetta eftir I gegn Gyðingum,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.