Vikan


Vikan - 20.07.1967, Side 24

Vikan - 20.07.1967, Side 24
Leifturstríðið hófst með leifturárás ísraelska flughersins á flugvelli Egypta, og voru um þrjú hundruð og fimmtíu af fimm hundruð og fimmtíu herflugvélum hinna síðarnefndu þá eyðilagðar á jörðu niðri. Hér sjást þrjár af flugvélum Egypta, sem flestar eru keyptar af Rússum, eftir árásina. ísraelski flugmað- urinn hefur rennt sér yfir þær í dauðafæri og hausað þær eins og þorska. Flugvélar ísraels- manna eru flestar franskar, af gerð sem köll- uð er Mirage og af mörgum talin sú bezta í heimi. „Hann lá sem hefði hann lagzt til svefns er leiknum hætta bar...“ Fallinn bedúíni í Jerúsalem. Blóð lians seitlar í lækjum I steinrykinu. Hann var í hinni frægu Arabíulegíón, sem Glubb pasja stofnaði og er kjarninn í jórdanska hern- um. Úti við sjóndeildarhring blasir við hið ginnheilaga Olíufjall. ísraelsmenn við grátmúrinn, helgasta stað gervalls gyðingdómsins. Yfirkominn af tilfinningu faðmar hermaðurinn steininn. Ilér sjást nokkrir Jórdanir í bardögunum í Jerú- salem. Útbúnaður þeirra mun einkum fenginn frá Bretum, svo sem sjá má á einkennisbúningunum. ÉllHllp W'X'VW/bf: ?*:'-:4 '■ I m ' ' "'ý'j's ' ý i í '' mm§ ísraelskir hermenn horfa vesturyfir Súezskurð. Takmarki leiftursóknarinnar hefur verið náð. WM.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.