Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 6

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 6
IFEMALMID SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS f ENSKAR POStulíHSveDOflisar ★ Hrvalið alflros meira en ihí, vísr 30 litir. ★ Verð hveroi haostæðara. LITAVER SF. Grensásvegi 22 og 24 (horni Miklubrautar). — Símar 30280 og 32262. BRÚÐUR í BLÁU. Kæri Póstur! Ég les þig alltaf og sé að þú ert stundum látinn skera úr deil- um milli manna, sérstaklega þeg- ar um veðmál er að ræða. Hér eru reyndar engir peningar í veði, en það er nú alltaf svo, að þegar rekið er ofan í mann það sem maður veit að er rétt, þá sárnar manni það og reynir eftir fremstu getu að leita réttar síns. Og þá er bezt að hafa ekki þenn- an formála lengri, heldur snúa sér að því, sem rifrildinu olli: Nýlega sá ég ásamt kunningja mínum brúði í bláum brúðarkjól. Ég hafði þá orð á því, að þessi væri annað hvort búin að eiga krakka eða hefði verið gift áður. Vinur minn fussaði og sveiaði yfir þessu og sagði að ég væri heldur betur gamaldags. Það gæti ekki verið, að stúlkur nú á dög- um yæru að eltast við svona gam- aldags kreddur. Hann vildi meina að það væri í tízku að hafa brúð- arkjólana bláa. Hvor okkar hef- ur rétt fyrir sér, ég eða hann? Beztu þakkir. Kári. Þú hefur rétt fyrir þér, Kári. Samkvæmt ævagamalli venju er hvítt litur hreinleikans, en nota ber þann bláa, þegar hann er ekki fyrir hendi. Hins vegar hafa tímarnir breytzt mikið síðustu áratugina eins og allir vita, og hugmyndir manna um siðferði eru ekki þær sömu og áður. Það er því ekki að undra, þótt vini þínum þætti þetta hæpin og lygi- leg fullyrðing. Og ekki kæmi okkur á óvart, þótt tízkan léti fyrr eða síðar til sín taka á þessu sviði og segði svo fyrir um, að brúðarkjólar mættu vera gulir og rauðir og grænir — jafnvel rós- óttir! HIRÐULEYSt. Kæri póstur! Einhvern tíma las ég grein í Vikunni, sem hct Eru íslending- ar sóðar? Ég man nú ekki leng- ur hvort niðurstaða greinarinnar var sú, að við værum sóðar eða ekki, en ég er fyrir löngu orðin sannfærð um, að við erum kæru- lausustu hirðuleysingjar í heim- inum. Ég bý í blokk, eins og svo margir nú á tímum, og ég kann ágætlega við mig að mörgu leyli. En eitt er það, sem ég get alls ekki sætt mig við. Samkvæmt reglum húsfélagsins eiga allir íbúarnir að setja rusiið í plast- poka, áður en þeir setja það í sorprennuna. En það vill svo sannarlega verða misbrestur á þessu. Ég er nálega eina mann- eskjan í allri blokkinni sem fylgi þessari sjálfsögðu reglu. Hinir íbúarnir demba alls kyns laus- legu drasli í sorprennuna, mjólk- urhyrnum, dósum og matarleif- um. Sumir nenna ekki einu sinni að hafa fyrir því að brjóta hyrn- urnar saman. Við skiptumst á um að hafa eftirlit með sorptunnunum, sjá um, að setja tóma tunnu undir rennuna, þegar ein er orðin full og svo framvegis. Þetta er ærið sóðalegt verk, eingöngu af því að fólkið setur alls konar laus- legt drasl í rennuna, en nennir ekki að láta það snyrtilega í plastpoka, eins og þeim ber að gera samkvæmt reglum húsfé- lagsins. Hvaða gagn er að því að setja reglur, þegar enginn fer eftir þeim? Hvað er hægt að gera til þess að fá fslendinga til þess að virða lög og reglur? Með fyrirfram þökk fyrir svar- ið. Ein þrifin. Þú skalt hcimta, að fundur verði haldinn í húsfélaginu hið bráðasta. Þar skaltu kveða þér hljóðs og halda magnaða siða- prédikun um sóðaskap íbúanna. Þú skalt klykkja út með því, að alls konar úhlnar matarleifar og annar viðbjóður sé farinn að setj- ast innan í sorprennuna og geti það haft þær afLeiðingar, að geig- vænlegar pestir og sjúkdómar fari að skjóta upp kollinum í blokkinni. íslendingar eru manna lífhræddastir og má því búast við að þetta síðasta vopn þitt verði beittast og áhrifamest. Ef það skyldi hins vegar ekki duga, þá neyðistu til að hafa samband við heilbrigðiseftirlitið. MAMMA VILL EKKI. Kæra Vika! Ég hef lengi hugsað mér að skrifa þér, en ekki komið því í verk fyrr. Nú er ég í miklum vanda stödd. Ég er búin að vera með sama stráknum í tvö ár, og mér líkar vel við hann í alla G VIICAN 31-tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.