Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 15
vill finna yður. Hann segir, að
það sé mjög mikilvægt.
— Allt í lagi, svaraði hvísl-
andi röddin. Það kviknaði ljós.
Frú Krómberg vék til hliðar til
að hleypa mér inn.
Frú Sampson reis upp við dogg
og deplaði augunum móti ljósinu.
Brúnt andlit hennar, slappt og
bólgið af svefni eða von um
svefn. Kringlóttar geirvörturnar
störðu á mig í gegnum silkinátt-
kjólinn, eins og blind augu.
Ég lokaði dyrunum á eftir
mér. — Eiginmaður yðar er dá-
inn.
— Dáinn? át hún eftir.
— Þér sýnist ekki verða undr-
andi.
— Ætti ég að verða undrandi?
Þér vitið ekki hvaða drauma ég
hef haft. Það er hræðilegt að
geta ekki róað hugann, þegar
maður er svo iangt leiddur, að
maður sér andlit, en getur ekki
almennilega sofnað. Andlitin
hafa verið svo skýr í kvöld. Ég
sá andlit hans í kvöld, þrútið af
sjó, og það hótaði að gleypa mig.
— Heyrðuð þér hvað ég sagði,
frú Sampson? Eiginmaður yðar
er dáinn. Hann var myrtur fyr-
ir tveimur klukkustundum.
— Ég heyrði það. Ég vissi, að
ég myndi lifa hann.
— Hefur þetta ekkert meira
að segja yður?
— Hvað meira ætti það að
hafa að segja? Röddin var óskýr
og tilfinningalaus. Hún var eins
og andi, sem reikar um göngin
milli svefns og vöku. — Ég varð
ekkja áður, og ég fann það þá.
Þegar Bob var drepinn, grét ég
dögum saman. Ég ætla ekki að
syrgja föður hans. Ég vildi að
hann dæi.
— Yður hefur þá orðið að ósk
yðar?
— Ekki öllum óskum mínum.
Hann dó of fljótt, eða ekki nógu
fljótt. Allir deyja of fljótt. Ef
Miranda hefði gengið að eiga
Allan, hefði Ralph breytt vilja
sínum og ég hefði fengið allt
handa sjálfri mér. Hún leit slótt-
uglega á mig. — Ég veit, hvað
þér eruð að hugsa, Harper. Að
ég sé vond kona. En ég er ekki
beinlínis vond. Ég hef bara svo
lítið, skiljið þér ekki? Ég verð
að halda utan að því, sem ég
hef.
— Helmingnum af fimm millj-
ón dollurum, sagði ég.
— Það eru ekki peningarnir.
Það er valdið, sem þeir gefa
manni. Ég þarfnast þess svo
ákaft. Nú fer Miranda burtu og
skilur mig eftir aleina. Komið
og sitjið hjá mér stundarkorn,
ég er svo hræðilega hrædd um
að ég muni ekki sofna. Haldið
þér, að ég komist aldrei yfir það
að sjá andlit hans á hverju
kvöldi, áður en ég sofna?
— Ég veit það ekki, frú Samp-
son. Ég vorkenndi henni, en aðr-
ar tilfinningar voru yfirsterkari.
Ég gekk til dyra og lokaði
þeim vandlega á eftir mér. Frú
Kromberg var enn frammi á
ganginum. — Ég heyrði yður
segja, að herra Sampson væri
látinn.
— Það er rétt. Frú Sampson
er of langt gengin til að geta
talað. Veiztu, hvar Miranda er?
— Einhvers staðar niðri.
— Ég fann hana í setustofunni,
þar sem hún sat með fæturna
undir sér á pullunni við hliðina
á eldstæðinu. Hún hafði ekki
kveikt Ijósin og gegnum stóra
gluggann sá ég hafið og silfur-
litan sjóndeildarhringinn.
Hún leit upp, þegar ég kom
inn í stofuna, en stóð ekki upp
til að heilsa mér.
— Ert það þú, Harper?
•— Já. Ég hef nokkuð að segja
þér.
— Hefurðu fundið hann? Log-
andi kubbur í eldtæðinu varpaði
bjarma á höfuð hennar og háls
og gerði hvorttveggja rósrautt.
Augun voru galopin og stöðug.
— Já. Hann er dáinn.
— Ég vissi, að hann væri dá-
inn. Hann hefur verið dáinn frá
upphafi, er það ekki?
— Ég vildi, að ég gæti sagt
þér, að svo væri.
— Hvað áttu við?
Ég geymdi skýringuna. — Ég
náði peningunum aftur.
— Peningunum?
— Þessu. Ég kastaði töskunni
að fótum hennar. — Hundrað
þúsund dollurunum.
— Mér er sama um þá. Hvar
fannstu hann?
— Hlustaðu á mig, Miranda.
Þú ert ein þíns liðs.
— Ekki alveg, sagði hún. —
Ég giftist Albert í kvöld.
— Ég veit. Hann sagði mér
það. En þú verður að fara úr
þessu húsi og sjá um þig sjálf.
Það fyrsta, sem þú verður að
gera, er að setja þessa peninga
á vísan stað. Ég hafði mikið fyr-
ir því að ná þeim aftur, og það
kynni að vera að þú þurfir á
hluta af þeim að halda.
Mér þykir það leitt. Hvar
á ég að setja þá?
— í öryggishólfið í skrifstof-
unni, þar til þú getur komið
þeim í banka.
— Allt í lagi. Hún reis snögg-
lega upp og gekk á undan inn í
skrifstofuna. Handleggir hennar
voru stífir og hún hélt öxlunum
hátt, eins og hún væri að berj-
ast móti þrýstingi ofanfrá.
Meðan hún var að opna örygg-
ishólfið, heyrði ég bíl aka niður
eftir heimreiðinnni. Hún sneri
sér að mér með klaufalegri
hreyfingu, fremur hjálparvana
en glæsileg.
—- Hver fór þar?
— Albert Graves. Hann ók
mér hingað.
— Af hverju í ósköpunum
kom hann ekki inn?
Ég herti upp hugann og sagði:
Framhald á bls. 34.
20. HLUTI - NIÐURLAG
- Það er aldrei einfalt að drepa, ekki
þegar annars vegar er maður með heila
eins og þinn. Þú ert afburða skytta, Graves.
31. tM. VIKAN 15