Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 19
Handíin þessara dyra framkvæmir
Garrison „rannsóknir sínar.
Þetta var allt saman
plat hjá Garrison
Nú er sagt að heita megi sannað
að allur fyrirgangurinn, sem hér-
aðssaksóknarinn í New Orleans,
Jim Garrison, stofnaði til, hafi ver-
ið citt stórkostlegt plat. Rannsóknir
hans hafa alveg runnið út í sand-
inn, og þar á ofan hefur komið
fram að Garrison hefur beitt alger-
lega ólöglegum aðferðum til að
fá „sannanir“ fyrir samsæri.
I>að var Newsweek, hið kunna
bandaríska tímarit, sem átti mest-
an þátt í afhjúpuninni. Tímaritið
gerði fréttamanninn Hugh Aynes-
worth út af örkinni og lét hann
„rannsaka rannsóknina“ í ró og
næði. Aynesworth fann fljótlega
það sem hann leitaði að: fullar
sannanir fyrir þeim vægast sagt
frjálslegu aðferðum, sem Garrison
beitti.
Fyrir nokkru sendi „Stóri Jim“
tvo samstarfsmanna sinna til að
yfirheyra Alvin Beauboeff, tuttugu
og eins árs gamlan, atvinnulausan
kynvilling. Beauboeff fékk „tilboð“
um aö gefa vitnisburð þess efnis,
að hann hefði heyrt David Ferrie,
Clay Shaw (fangelsaðan kaupsýslu-
mann) og Lee Oswald tala uin að
drepa forsetann.
— En ég heyrði ekki neitt svo-
lciðis, sagði Beauboeff.'
— Gætu hundrað og tuttugu þús-
und krónur fcngið þig til að skipta
um skoðun? spurði annar manna
Garrisons. — I»ú gætir líka fengið
vinnu: húsbóndinn sér um það.
Samtaliö fór fram hjá lögfræð-
ingi Beauboeffs. Án þess að menn
vissu, tók lögfræðingurinn allt, sem
sagt var, upp á segulband. Beau-
boeff neitaði að hjálpa til.
— Þá gæti skeð að þú fengir
ráðningu, sagði maður Garrisons.
—- Það gæti meira að segja hent
sig að þú yrðir skotinn.
Að fáeinum dögum liðnum komu
mennirnir tveir aftur á fund Beau-
boeffs og hótuðu honum lífláti.
Ilann lét ekki undan, en sagði
Newsweek allt af létta og endurtók
söguna síðan í sjónvarpi. Það virð-
ist því liggja ljóst fyrir að rann-
sókn Garrisons sé rannsókn aðeins
að nafni. í rauninni er hún —
rannsóknin — samsæri. Til að gera
Garrison frægan, eða hvað?
Nú oetnr oáíinn ekki
tvístioii leiflnr
Ef trúa má nýútkomnum greinum í tveimur virðulegustu kaþólskum blöð-
um, Le Monde í París og The National Catholic Reporter í Bandaríkjunum,
þá er Páll páfi sjötti allt annað en sterkur á taugum um þessar mundir.
Orsökin er sú, að innan fárra mánaða verður hann að taka ákvörðun varð-
andi spurninguna um takmörkun barneigna.
Eins og sakir standa harðbannar kaþólska kirkjan hverskyns getnaðar-
varnir nema svokallaða rytmaaðferð, sem felst í því að samfarir eigi sér
einungis stað á hinum „öruggu tímabilum" konunnar. En samkvæmt lækna-
vísindunum er lítið á þeirri aðferð að byggja.
í marga mánuði kannaði nefnd kaþólskra sérfræðinga þetta mál, samkvæmt
fyrirmælum páfans. Luku þeir því starfi fyrir fáeinum vikum. Álitsgerð
þeirra átti að halda leyndri, en efni hennar hefur engu að síður síast út.
Það hefur vægast sagt komið mjög á óvart. Fimmtíu og þrír nefndarmanna
kröfðust breytingar á stefnu kirkjunnar 1 málinu. Getnaðarvarnir skuli
leyfðar — ekki sé hægt að taka á sig ábyrgðina á þeim hræðilegu afleiðingum,
sem fylgja hlytu offjölgun jarðarbúa. Aðeins fjórir nefndarmanna vildu
halda fast við ríkjandi kennisetningu kirkjunnar um þetta efni.
Páfinn tók þann kost að fylgja minnihlutanum að málum, aðallega vegna
þess að nokkrum íhaldssömum ráðgjöfum hafði tekizt að hafa áhrif á
hann. Meirihlutinn greip þá til þess ráðs að láta niðurstöður sínar síast út.
Páfinn varð dauðskelfdur, þegar hann frétti þetta. Hann er í óskaplegum
vandræðum. A hann að halla sér að íhaldsöflunum, sem enn eru sterk í
kirkjunni, eða þeim frjálslyndu, sem krefjast breytinga? En eitt er víst,
og það er, að ekkert hálfkák dugir lengur, og ekki líður á löngu áður en
taka verður eina af mikilvægustu ákvörðunum okkar tíma.
Grínast
flieO
flUfl-
hræOslu
í auglýsingum flugfélag-
anna er alltaf talað og skrif-
að um hvað það sé gaman
að fljúga, um fallegu flug-
freyjurnar og sælgætið,
sem þær bera fram. Hætt-
an, sem fylgir fluginu, er
aldrei nefnd á nafn. Svo-
leiðis nokkuð hefur verið
tabú, enda talið víst að
engir flugfarmiðar seljist
út á það.
En nú hefur bannhelgi
þessi verið brotin, og það
hefur gert lítið flugfélag á
vesturströnd Bandaríkj-
anna, Pacific Air Lines. Það
hefur hafið auglýsingaher-
ferð um öll ríkin, sem
jafnvel forhertustu auglýs-
ingamönnum blöskrar. Her-
ferðin gengur öll út á flug-
hræðslu fólks.
„Takið eftir, þið sem
svitnið í lófunum,“ þannig
hljóðar fyrirsögn eins aug-
lýsingatextans. í textanum
sjálfum er talað um að
flestir séu „dauðhræddir
við að fljúga“, og að í hvert
skipti sem flugvél lyftir sér
spyrji órólegir ferðamenn
sjálfa sig hvort nú sé stund-
in komin.
Hryllingsherferðinni
stjórnar auglýsingaráðu-
nauturinn og háðfuglinn
Stan Freberg, sem heima á
í Hollywood. Pacific réði
hann í þjónustu sína og
fól honum að finna upp á
einhverju, sem kæmi fólki
til að hrökkva rækilega við.
Onnur flugfélög eru tryllt
yfir tiltækinu, sem þeim
finnst ósmekklegt.
En forseti PAL, Matthew
McCarthy, hefur látið í ljós
að honum geðjist vel að
gálgahúmor Frebergs og
heldur því fram að herferð-
in muni „hreinsa loftið"
Freberg hefur einnig í
hyggju að halda herferð-
inni áfram með því að mála
eina af Boeing 727-vélum
Paeific þannig, að hún
minni á járnbrautarlest, og
skemmta farþegunum með
því að þeyta eimpípu í há-
talarann. Einnig ætlar hann
að draga fyrir gluggana og
sýna kvikmynd af framhjá-
þjótandi símastaurum.
31. tbi. VIKAN 19