Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 34

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 34
hafísþokuna eins og eitraða ör. Ég hafði mig frá staurnum reikandi í spori og sneri heim. Köld sársaukatár sviðu í mér augun og ég gaf upp alla von um hinn langþráða eld. Hvikult mark Framhald af bls. 15. ■— Hann drap föður þinn í kvöld. Varir hennar bærðust, og svo komu orðin: — Þú hlýtur að vera að gera að gamni þínu. — Hann getur ekki hafa gert það. -— Hann gerði það nú samt. Ég leitaði skjóls í staðreyndun- um. — Ég komst að því í dag, hvar faðir þinn var geymdur. Ég hringdi til Graves frá Los Angeles og sagði honum að fara þangað eins fljótt og hann gæti, með lögregluforingjann. Graves komst þangað á undan mér, án lögregluforingjans. Þegar ég kom, var ekkert merki um hann. Hann hafði lagt bílnum sínum einhvers staðar, þar sem ekki sást til hans, og var einn inni í húsinu, ásamt föður þínum. — Þegar ég kom inn, sló hann mig aftan frá, rotaði mig. Þegar ég rankaði við mér, lét hann sem hann hefði verið að koma. Fað- ir þinn var dáinn. Lík hans var enn volgt. •— Ég trúi ekki, að Albert hafi gert það. — Hann gerði það samt. — Hefurðu sannanir? — Ég hafði engan tíma til að leita að þeim. Það er lögreglunn- ar að finna sannanirnar. Hún settist máttlaust niður í leðurstól. — Það hefur svo margt fólk dáið. . . . Pabbi og Aian. .. . — Graves drap þá báða. — En hann drap Alan til að bjarga þér. Þú sagðir mér. ... — Það var tvírætt dráp, agði ég. — Ósaknæmt víg og þó heldur meira. Hann þurfti ekki að drepa Taggert. Hann er afburða skytta. Hann hefði getað látið sér það nægja að særa hann, en hann vildi hann feigan. Hann hafði sínar ástæður til þess. — Hvaða ástæður? — Ég held, að þú vitir um eina. Hún lyfti andlitinu móti ljós- inu. Mér sýndist að hún væri að velja um framkomu, og loks kaus hún einarðleik. — Já, raun- ar. Ég var ástfangin af Alan. — En þú hafðir á prjónunum að giftast Graves. — Ég hafði ekki gert það upp við mig fyrr en í gærkvöldi. Ég ætlaði að giftast einhverjum og hann virtist rétti maðurinn. Það er betra að giftast en brenna. — Hann stílaði á það og vann. En annað brást, sem hann hafði stílað á. Félagi Taggerts drap ekki föður þinn, svo Graves varð að kyrkja hann sjálfur. 34 VIKAN 31- tbl- Hún strauk með annarri hendi yfir ennið og augun. Bláar æð- arnar í gagnaugum hennar voru ungar og fíngerðar. — Þetta er hræðilega ljótt, agði hún. —- Ég skil ekki, hversvegna hann gerði það. — Hann gerði það fyrir pen- inga. — En hann hefur aldrei látið peninga skipta sig neinu. Það er eitt af því, sem ég dáðist að í fari hans. Hún tók höndina frá andlitinu, og ég sá að hún brosti beisklega. — Ég hef ekki verið heppin í ástamálum. —- Það geta hafa verið þeir tímar, þegar Graves skeytti engu um peninga. Og sums staðar gæti hann hafa haldið áfram að hugsa þannig, en ekki í Santa Teresa. Peningar eru blóð þessarar borg- ar. Ef þú hefur þá ekki, ertu aðeins hálflifandi. Það hefur tekið á taugarnar á honum að vinna fyrir milljónera, og sjá um peningana þeirra, en eiga sama og ekkert sjálfur. AI!t í einu eygði hann tækifæri til að verða milljóneri sjálfur. Ifann gerði sér ljóst, að hann þráði peningana meira en allt annað á jörðinni. — Veiztu, hvers ég vildi óska nú sem stendur? spurði hún. — Ég vildi óska, að ég væri pen- ingalaus og kynlaus. Hvort- tveggja hefur valdið mér meiri vanda og óþægindum en gleði. — Þú getur ekki kennt pen- ingunum um það. Engir eru vond- ir þeirra vegna. Hið vonda er í manninum sjálfum. Peningarnir eru snaginn, sem þeir hengja illskuna upp á. Þeir setja allt traust sitt á peninga, þegar þeir hafa misst gildi sitt á öðrum sviðum. — Mér þætti fróðlegt að vita, hvað kom fyrir Albert Graves. Enginn veit. Hann veit það ekki sjálfur. Það mikilvægasta nú, er hvað gerist með hann. — Verðirðu að segja lögregl- unni frá þessu? -— Ég verð að gera það. Það verður auðveldara fyrir mig ef þú samþykkir. Auðveldara fyrir þig um síðir líka. — Þú ert að biðja mig um að deila með þér ábyrgðinni, en í rauninni er þér sama um mitt álit. Þú ætlar að segja þeim það, á hvom veginn sem fer. .........- Samt viðurkennirðu, að þú haf- ir engar sannanir. Hún reri sér eirðarlaus í stólnum. — Hann neitar ekki, ef hann verður ákærður. Þú þekkir hann betur en ég. — Ég hélt, að ég þekkti hann vel. Nú veit ég ekkert — um neinn. — Það er þess vegna, sem þú ættir að leyfa mér að fara. Þú þarft að komast yfir efasemdir þínar, og þú getur ekki gert það með því að hafast ekkert að. Þú getur heldur ekki haldið áfram að lifa með óvissunni. — Ég er ekki viss um, að ég verði að halda áfram að lifa. — Ekki reyna rómantílc á mig, sagði ég hörkulega. — Sjálfsvorkunn er ekki leiðin út úr ógöngunum. Þú hefur haft óheppnina með þér með tvo menn. Ég held, að þú sért nógu sterk til að taka því. Ég er bú- in að segja þér, að nú standirðu ein. Hún hallaði sér í áttina til mín. Brjóst hennar voru þrýst- in, viðkvæm og mjúk, munnur- inn var mjúkur. — Ég veit ekki, hvernig ég á að byrja. Hvað á ég að gera? — Koma með mér. — Með þér? Viltu, að ég komi með þér? — Ekki reyna að leggjast of- an á mig, Miranda. Þú ert dá- samleg stúlka, og ég er afar hrifinn af þér, en þú ert ekki mín kaka. Komdu með mér, og við skulum tala við ríkissaksókn- arann. Við skulum láta hann taka ákvörðunina. — Allt í lagi. Við skulum fara til hans. Hann hefur alltaf ver- ið vinur Alberts. Hún ók mér upp bugðóttan veginn, á hæðina yfir borginni. Þgar hún nam staðar fyrir fram- an hús Humphreys, stóð annar bíll á afleggjaranum. — Þetta er bíll Alberts, sagði hún. — Farðu einn inn. Ég vil ekki þurfa að sjá hann. Ég skildi hana eftir í bílnum og gekk upp að húsinu. Humph- reys opnaði dyrnar, áður en ég náði dyrahamrinum. Andlit hans var líkara hauskúpu en nokkru sinni fyrr. Hann kom útfyrir og lokaði dyrunum á eftir sér. — Graves er hér, sagði hann. — Hann kom fyrir nokkrum mínútum. Hann sagði mér, að hann hefði myrt Sampson. — Hvað ætlaðru að gera? — Ég hef hringt í lögreglu- foringjann. Hann er á leiðinni hingað. Hann renndi fingrunum í gegnum hárið, sem tekið var mjög að þynnast. Hreyfingar hans voru eins og röddin, léttar og fjarlægar, eins og raunveru- leikinn væri utan seilingar hans. — Þetta er sorgarsaga. Ég hélt, að Albert Graves væri góðmenni. — Glæpir breiðast oft svona út. Þeir eru faraldur. Maður hef- ur séð það áður. -— Ekki með einn af vinum mínum. Hann þagði stundarkorn. — Bert var að vitna í Kirke- gárd rétt áðan. Hann talaði eitt- hvað um sakleysið; að það væri eins og að standa upp á brún- inni á djúpu gljúfri án þess að glata sínu eigin sákleysi. Um leið og maður hefur litið ofan í það, er maður orðinn sekur. Og Bert sagðist hafa litið ofan í það og verið orðinn sekur, áður en hann myrti Sampson. — Hann er enn að vorkenna sjálfum sér, sagði ég. — Hann var ekki að horfa niður; hann horfði uppfyrir sig. Upp að hús- unum í hæðunum, þar sem miklu peningarnir eru. Hann ætlaði að verða mikill sjálfur, með fjórð- ungnum af milljónum Sampsons. Humphrey svaraði hægt: ■—• Ég veit ekki. Hann hefur aldrei skeytt mikið um peninga, og ég held að hann geri það ekki enn. Hann hataði Sampson, en hann var ekki einn um það. Sampson kom öllum, sem unnu fyrir hann, til að finnast þeir vera aðeins ómerkilegur þjónalýður. En það var eitthvað dýpra í Graves. ■— Hann hefur þrælað allt sitt líf og allt í einu varð allt beiskt. Allt tapaði þýðingu fyrir hann. Það var ekki lengur til dyggð eða réttlæti í heiminum eða í honum. Þessvegna hætti hann því starfi, sem ég er nú í. -— Ég vissi það ekki. — Að lokum sló hann í blindni og drap mann. — Ekki í blindni. Það var út- reiknað. — Einmitt í blindni, svaraði Humphreys. — Ég hef aldrei séð manni líða eins illa og Bert Graves nú. Ég fór aftur til Miröndu. Graves er hér. Þú hafðir ekki að öllu leyti rangt fyrir þér með hann. Hann ákvað að gera það rétta. — Játaði? — Hann var of heiðarlegur til að reyna að snúa sig út úr því. Ef enginn hefði grunað hann, hefði hann kannske komizt upp með það. En hann vissi, að ég vissi það. Hann fór beint til Humphreys og sagði honum sögu sína. — Ég er svo feginn, að hann skyldi gera það. Hún neitaði þessu stundarkorni síðar með þeim hljóðum, sem frá henni bár- ust. Hún laut fram fyrir stýrið, með djúpum, áköfum ekka. Ég færði hana yfir í framsæt- ið og settist sjálfur undir stýrið. Þegar við ókum niður hæðina, sá ég öll ljós borgarinnar fyrir neðan okkur. Þau virtust óraun- veruleg. Stjörnurnar og Ijósin frá húsunum voru eins og glamp- inn af eldflaugum, neistar af köldum eldi, sem sveif í myrku ginnungagapi. Það eina raun- verulega í heiminum var stúlkan við hlið mér. Heit, skjálfandi og einmana. Ég hefði getað vafið hana örmum og neytt færis. Hún var svo einmana, svo viðkvæm. En ef ég hefði gert það, hefði hún verið farin að hata mig innan viku. Innan sex mánaða hefði ég sennilega verið farinn að hata hana. Ég hélt höndunum um stýrið og lét hana um að sleikja sár sín. Hún notaði öxl mína 1 il að gráta á, eins og hún hefði notað öxl hvers sem var. Grátur hennar var orðinn að stöðugum, háttbundnum ekka. sem smá fjaraði út. Talstöðvar-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.