Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 44
Náttúrufegurðin er
dýrmætasta eign okkar
Framhald af bls. 49.
veðri, en sigldum síðan undir
Látrabjarg, eins nálægt og hægt
var. Látrabjarg er 13 km. að
lengd, en 300 m. á hæð og er
líklega eitt a fstærstu fugla-
björgum í heimi. Hælavíkur-
bjarg og Hornbjarg eru hærri en
ekki eins löng. Bjargið er ein
samfelld fuglabyggð. Þarna er að
finna allar bjargfuglategundir
landsins.
Frá Látrabjargi var síðan siglt
beint heim, og ég vona, að þátt-
takendur hafi haft eitthvert gagn
og ánægju af ferðinni. Með því að
skipuleggja svoná ferðir vinna
félögin sem að henni stóðu þarft
verk. Það er einmitt í þeirra
verkahring að fræða almenning
sem bezt um fuglana og náttúr-
una.
— Nú er mikið talað um nátt-
úruvernd.
— Já, og ekki að ástæðulausu.
Það er orðið mjög brýnt að friða
ákveðin svæði, halda þeim
ósnertum af mannavöldum. Það
er mín skoðun, að ekki beri að
ráðast í stórframkvæmdir eins og
virkjanir og byggingu verk-
smiðja, nema einhver náttúru-
verndarnefnd sé höfð með í ráð-
um. Þróunin er svo ör, að eftir
tíu til tuttugu ár má reikna með,
að lítið verði orðið eftir af
ósnortinni náttúru. Það er því
ekki seinna vænna að friða
ákveðin svæði, til dæmis í ná-
munda við þéttbýlið. Ég get nefnt
sem dæmi Ástjörn og Álftanesið,
þar sem fuglalíf er mjög fjöl-
skrúðugt. Og það eru ekki að-
eins staðir í nágrenni Reykja-
víkur sem ber að friða, heldur
einnig staðir við Akureyri, Sauð-
árkrók og fleiri kaupstaði. Frið-
un slíkra staða ætti að vera
möguleg, ef réttir aðilar eru
samvinnuþýðir. Við skulum
vona, að hún nái fram að ganga
og það fyrr en seinna. Svona frið-
uð svæði verða ekki metin til
fjár, þegar fram líða stundir. Mér
dettur í hug Mývatn í þessu
sambandi. í framtíðinni verður
náttúran þar miklu meira virði
en kísilgúrverksmiðjan, enda
þótt hún eigi að gefa okkur 60—
70 milljónir í aðra hönd á ári.
Það er mikið talað um að gera
Island að ferðamannalandi. Það
fólk sem heimsækir okkur,
kemur hingað fyrst og fremst til
þess að njóta friðsællar og
óspilltrar náttúru landsins. Það
er gagnslaust fyrir okkur að
keppa við Mallorka og aðra slíka
ferðamannastaði. Þeir sem þang-
að fara sækjast eftir öðru en því,
sem við höfum upp á að bjóða.
Ég hef ferðast talsvert mikið með
útlendingum um landið. Og það
sem þeir hrífast mest af er,
hversu náttúra landsins er ó-
snortin, loftið tært og víðsýni
mikið. Bara það eitt, að ekki skuli
vera auglýsingaskilti meðfram
þjóðvegunum hér eins og víð-
ast hvar erlendis, vekur strax
hrifningu þessa fólks. Af þessum
sökum er því einnig afar brýnt
að vernda náttúru landsins og
vera vel á varðbergi gagnvart
öllu, sem getur spillt henni.
— Veldur ekki minnkurinn
enn spjöllum á fuglalífinu?
— Jú, hann gerir það náttúr-
lega alltaf, en ekki eins mikið nú
og fyrir nokkrum árum. Með
tímanum hefur hann samlagazt
umhverfinu, og jafnvægi mun
komast á. Fyrir nokkrum árum
vax oft sagt frá því í fréttum,
að minkur hefði komizt í hænsna-
bú og drepið þar hverja ein-
ustu hænu. Nú heyrast slíkar
fréttir ekki eins oft. En þó að
minkurinn sé ekki eins mikil
plága nú og hann var hér fyrr
á árum, þá væri það óðs manns
æði að leyfa minkarækt aftur og
eiga á hættu, að minkurinn slyppi
úr búrunum og gæfi þar með
tilefni til að jafnvægið í nátt-
úrunni væri stöðugt að rask-
ast. Við höfum reynsluna í þess-
um efnum og eigum að láta okk-
ur hana að kenningu verða. Þess
vegna er ég eindregið á móti því
að minkarækt verði leyfð hér
á landi.
Þegar komið er með nýja dýra-
eða plöntutegund til landshluta,
sérstaklega eyja, getur það haft
óskaplegar afleiðingar. Gott
dæmi þess er það sem gerzt hef-
ur á Hawai. Þegar hvíti maður-
inn kom þangað, voru til þar um
sextíu fuglategundir, sem hvergi
var að finna annars staðar í
heiminum. Síðan fóru menn að
flytja inn plöntur og dýr, bæði
viljandi og óviljandi, og afleið-
ingarnar urðu þær, að flestar af
þessum sextíu tegundum eru út-
dauðar og þær sem eftir eru, eru
á mörkum þess að fara sömu leið.
Fleiri dæmi mætti nefna. Vatna-
planta var flutt til Suður-Afríku
frá Suður-Ameríku. Nú er hún
orðin svo mögnuð þar, að hún
þurrkar óðfluga upp fljótin.
Hunangsflugutegund var flutt
frá Afríku til Suður-Ameríku.
Þeir misstu alveg stjórn á henni,
og nú er hún þar í stórum
flokkum og er orðin mannskæð.
Það mætti einnig nefna kanínu-
pláguna í Ástralíu og fleiri dæmi.
Talið berst að lokum að skóg-
rækt, sem mjög er deilt um ein-
mitt um þessar mundir. Álit Árna
Waag á henni hljóðar svo:
— Ég er ekki á móti skógrækt
út af fyrir sig, en ég er mjög
mikið á móti því, að verið sé að
gróðursetja tré á sérkennilegum
stöðum eins og Þingvöllum, Ás-
byrgi, Þórsmörk, Dimmuborg-
um og fleiri stöðum. Mér finnst
það eyðilegging á svona sérstæð-
um og fallegum stöðum að rækta
þar tré, einkum barrtré. Það er
sök sér að rækta birki, því að
birkiskógurinn var hér fyrir.
Slíkum skógi var landið einmitt
klætt milli fjalls og fjöru til
forna. ★
Tígristönn
Framhald af bls. 18.
það einhverntíma, ég veit ekki hve-
nær, að einhver skottulæknir tók
sér hníf í hönd.
— Aðskildi þá?
Rétt. Vel gert og allt samkvæmt
áætlun .... Nema þegar öllu var
lokið, þá ætluðu þeir alveg að
sleppa sér. Þeir æddu um eins og
k|úklingar, sem hausarnir hafa ver-
ið höggnir af. Carter sogaði hvæs-
andi að sér andann af óþolinmæði
yfir skilningssljóu augnaráði hins.
— Þeir hefðu orðið vitlausir hefðu
þeir ekki verið festir saman.
— Jesús, sagði Afríkumaðurinn.
Carter yppti öxlum. — Það er sál-
fræðilegt, nefnilega.
— Ræflarnir. Það var engin til-
finning í rödd Afríkumannsins.
— Þú veizt ekki það skrýtna enn-
þá. Carter leit yfir á tvíburana og
það skein í gular tennur hans í
gleðisnauðu brosi: — Þeir hata
hvorn annan út af lífinu. Hafa allt-
af gert það og munu alltaf gera
það. í einu skiptin, sem þeir gera
hlé á því að bölva og formæla
hvor öðrum, er þegar eitthvað er
að gerast — eins og á æfingunni í
síðustu viku . . . Hann hnykkti höfð-
inu í áttina að sviðinu. — Eða eins
og núna.
Karz hafði ekki rótað sér. Tví-
burarnir stóðu örlítið til hliðar og
aðeins fyrir aftan hann og horfðu
á lítinn lokaðan vörubíl, sem kom
niður dalinn. Chu tók sígarettupakka
upp úr treyiuvasa sínum og kveikti
í einni. Lok sneri höfðinu að honum
og starði á hann með neistandi
augnaráði. Hatursbylgja afskræmdi
andlit hans. Hann lyfti hendinni og
sló sígarettuna af vörum Chus.
— Ekki núna, kvikindið þitt. Orð-
in voru eins og skopstæling af
ensku, en hatrið í þeim var svo
yfirgengilegt, að aðeins sjúkur hug-
ur hefði getað notið þess að heyra
það. Chu framleiddi dýrsleg hljóð
niðri í hálsinum. Hann lyfti hönd-
unum, kreppti fingurna og hristi
þær í óviðráðanlegri bræði og lét
þær síðan falla máttlausar niður
með síðum. í langar sekúndur stóðu
þessir tveir og störðu hvor á ann-
an, svo urðu andlit þeirra smám
saman tjáningarlaus og augu þeirra
hvörfluðu aftur að vörubílnum sem
nálgaðist.
Liebmann fannst það athyglisvert,
að Karz lét aldrei sem hann tæki
eftir deilum milli tvíburanna. Hann
leit á þá sem einn.
Sarrat hló lágt. — Verið ekki
óþolinmóðir, vinir mfnir, meðalið
ykkar er að koma.
Trukkurinn ók upp með kletta-
hjallanum. Tveir menn komu út úr
honum að aftan. Þriðji kom með
klunnalegum hreyfingum á eftir
þeim, hendurnar bundnar á bak
aftur. Þetta var hár, marokkóansk-
ur Spánverji, með vöðvamikinn lík-
ama og snör augu í hörundsdökku
andliti. Það vottaði fyrir ögrun í
göngulagi hans, þegar hann gekk
upp eftir hæðinni milli varðliðanna
tveggja.
Þegar hann var kominn inn á
mitt svæðið, losaði annar þeirra
hendur hans. Svo fóru þeir burtu
og Spánverjinn stóð þarna einn og
neri úlnliðina hægt.
— Hlustið, sagði Karz, og þótt
hann hækkaði ekki róminn, barst
rödd hans til hvers manns í hring-
leikahúsinu. — Þessi maður er kall-
aður Vallmanya. Hann hefur skrif-
að undir samning um að þjóna
undir mig. Það voru skilyrði á báð-
ar hliðar. Þið þekkið allir þessi skil-
yrði. Mongólinn mikli sneri höfð-
inu hægt, og augu allra þeirra, sem
hjá sátu beindust að honum. Það
ríkti fullkomin þögn. — Þessi mað-
ur, sagði Karz. — hefur reynzt O-
heilbrigður. Með hreimnum gaf
hann síðasta orðinu upphafsstaf,
sérstaka merkingu, — hann er sek-
ur fundinn um að nota nasswar . . .
grænatóbakið. Eiturlyf. Um slik mál
er fjallað í grein tuttugu og fjögur
í samningi okkar. Vallmanya verður
að deyja. Eins og ævinlega, þegar
einhver af þessum hóp deyr í starfi
eða öðruvísi, ganga full laun hans
í sjóð, sem skipt verður milli ykkar,
þegar hlutverki okkar er lokið.
Liebmann virti andlitin fyrir sér,
á hnotskóg eftir minnsta merki af
óróleika eða andúð. Hann sá hvor-
ugt. Sum andlitin voru spennt, sum
áköf, sum forvitinleg. Fá sýndu
meira en kæruleysislegan áhuga.
Liebmann hafði ekki áhyggjur af
þessu,- það sýndi einfaldlega, að
mennirnir höfðu séð allt, að vígin
höfðu hætt að hafa þýðingu. Þetta
var hinn harði kjarni þessa litla
hers.
Karz spurði: Með hverju viltu
berjast, Vallamanya?
Vallamanya pfrði augun, ekki á
Karz, heldur á tvfburana. — Ég
berst með byssusting, sagði hann.
Karz sneri höfðinu og leit á
Liebmann. — Höfum við byssusting-
sverð?
— Ekki hér. Það getur verið ein-
hversstaðar í búðunum.
— Ég á, greip Sarrat fram í,
undir sætinu á jeppanum. Það er
betra en hnffur.
— Sæktu það, sagði Karz, og
Sarrat hljóp niður hallann, þangað
sem jepparnir stóðu.
— Svo hann fær að velja, sagði
Afríkumaðurinn við Carter.
— Auðvitað. Þeir eru með alls-
konar vopn í bílnum — hnífa, axir,
sveðjur og meira að segja keðju-
búta.
— Hvað notar hinn náunginn? Ég
á við tvíburana.
— Svo sem ekkert. Bara hanzka.
Afríkumaðurinn leit tortryggnis-
lega á Carter, sem glotti og sagði:
— Hertu upp hugann. Þú sérð það.
— Hefurðu séð þetta áður?
— Sex eða sjö sinnum. Ég man
það ekki. Sá síðasti kaus frumskóg-
arsveðju.
44 VIKAN 31- tbl-