Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 40
.s/
MED
GIILLBflHB
________________UM
_______________SIG
HIBJfl
40 VIKAN 31-tbl-
Brigitte Bardot hefur nýlega flutzt búferlum til Rómar. Auðvitað hefur hún vakið jafn
mikla athygli þar og í Frakklandi. Henni hefur til dæmis þegar tekizt að innleiða nýja
baðfatatízku, sem hlýtur að teljast býsna frumleg: Gullkeðja um magann!
Þetfa uppófæki BB hefur farið eins og eldur í sinu um baðstaðina og hver fegurðar-
skvísan ó fætur annarri hefur sett sisona kullkeðju um magann ó sér. Hitt hefur ekki
öllum verið Ijóst, hvaða tilgangi keðjan sú arna þjónar, en það er kannski aukaatriði.
Þó hafa ýmsar kenningar um það komið fram og eru þessar hinar helztu:
★ KeSjan er til þess að hengja handklæði á, þegar bú-
ið er að baða sig og þurrka sér.
★ Keðjan er til hægðarauka fyrir unga og hrausta menn,
sem hafa gaman af að bjarga skvísum frá drukknun.
★ Keðjan er til þess að festa sig við barborð, svo að
maður velti ekki af stólnum eftir fimmta martiniglasið!
Menn eru sem sagt ekki sammála um notagildi keðjunnar, en hvað um það: Kven-
fólkið vill þetta — og gullsmiðirnir eru í sjöunda himni.