Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 11

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 11
Fyrsta mánuð ævinnar sér barnið heiminn í óljósri þoku, án þess að greina fólkið í kringum sig. Það sér hvorki andlit eða svípbrigði þeirra sem hjá því eru. Þetta verða allt ruglingsleg strik, og smám saman skynjar það liti. Barnið sér ekki móður sína, en skynjar þó að það er hún, sem tekur það upp. Fyrsta hljóðið kemur af sársauka og hræðslu, en svo fer barnið að venjast heiminum. Skynjunina fær það með augum, munni og húð. Barnið uppgötvar hendurnar og veitir þeim nána athygli. Þroskinn er mjög hraður, frá fyrsta brosinu til fyrsta skrefsins. Barnið hefur meira að gera á fyrsta ári, en stjórnmálamaður á kosningaári. Þetta er langt og erfitt ár, og barnið þarfnast hjálp- ar, blíðu og natni. Fullorðið fólk Framhald á bls. 37. Stólfótur er staur og tréskórinn er alvar- leg hindrun. Barnið skríður undir skrif- borðið og horfir á allt þetta eins og frá hellismunna. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að barnið standi upp þegar það fær styrk. Borðbrúnin er nýr heimur, þar er margt forvitoilegi, bæði til að smakka á ogr snerta. 3i. tw. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.