Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 50

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 50
Herrarnir tóku upp á því að spila móti frúnum sínum eftir kaffi eitt kvöldið — hvað aldrei skyldi verið hafa. Þeir fengu hver lúxusspilin á fætur öðrum og mokuðu inn punktum. En frúrnar voru ekki á því að láta sig og fórnuðu hvor í kapp við aðra í beirri von að þeim tækist að vinna eins og eina rúbertu. Það var kominn svolítill hiti í leíkinn, þegar herrarnír, sem sátu í Vestur-Austur, fengu þessi gífurlegu spil: ^ 10-8-6 V 9 4 9-8-7-6-5-4-3-2 * 9 A K-G-9-7 V 8 4 K-10 Jt, Á-K-D-8-6-4 & A-D y Á-K-D-G-7-5-3 + Á-D-G 4t 5-4-3-2 y 10-6-4-2 4 ekkert Jf, G-7-5-3-2 Frúin í Norðri opnaði eins og hetja á þremur tíglum, en herrarnir komust í sjö hjörtu. Þetta var meira en frúin í Suðri vildi láta bjóða sér. svo að hún skellti sér í sjö grönd. Vestur doblaði. „Hetjan", hreytti sagnhafi út úr sér. „Þú veizt, að ég á ekki málað blað. Þrett- án niður. ViS skulum ekkert vera að spila þetta bölvað spil." Herrarnir kímdu hvor til annars, og annar sagði: „Við skulum sjá, hvort okkur tekst að ná inn öllum slögunum. Það er aldrei að vita nema okkur förlist eitthvað." Vestur Iét út laufaáttu, og sagnhafi fékk á gosann. Hún skyldi ekkert í bessari vitleysu. En herrarnir voru grafalvarlegir. Hún lét nú út laufasjö og fleygði tígli úr borðí, en Vestur gaf í laufasex og Austur spaðaás. Nú fór að renna upp fyrir henni ljós. „Blessaðið angarnir. Svona eru þeir hugulsamir. Þeir ætla að reyna að gefa mér tvo, þrjá slagi." Hún lét nú út laufafimm. Vestur lét í fjarkann, og spaðasexið fór úr borði. Og auðvitað kastaði Austur spaðadrottningunni. Nú setti sagnhafi út spaðatvist. Vestur lét sjöið, áttunni var spilað úr blind- um, og Austur kastaði hjartaás. Spaðatíunni var spilað úr borði, Austur kastaði hjartakóng, Suður spaðatvist, og Vestur spaðaníu. Nú lét blindur út hjartaníu, Austur sjöið, og sagnhafi drap meö tíunni, en Vestur gaf í áttuna. Nú kom út hjartasex, og Vestur lét í spaðakóng, og Austur gaf með fimminu. Spaðagosinn fór nú á hjarta fjarkann, og enn gat Austur gefið. Nú tók sagnhafi á fjarka og fimm í spaða. Vestur fleygði laufaás og laufakóng, og Austur hjartadrottningu. Nú var hjartatvisturinn orðinn góður, og í hann fór laufadrottningin, þannig að síðustu tvö lauf sagnhafa sáu um afganginn — alslemm. Frúin glotti við og sagði roggin: „Hversvegna redoblaði ég ekki?" 50 VIKAN »¦¦ tw. Þessir geislar eru of sterkir, Konan hans Tómasar er búin að þetta er jórnbiti í veggnum. eiga barn, og hann er svo ægi- lega kátur. Þetta er sannarlega tilbreyting, Það er skrítið hvað þú verður ég hefi ekki fengið viðbrennt reiður yfir öllu sem ég geri upp salqt fyrr! á síðkastið! CíuIU. Só er nú líkur manninum þínum, Það er sprungið þín megin! Eft- Janet, hann hagar sér alveg ir hverju ertu að bíða? eins! Hérna er súkkulaðibiti, það dreg- Þú ættir að reyna að hafa helm- ur úr sárasta sultinuml inginn af þeim á hinu jakka- lafinu!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.