Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 2

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 2
London á 2 klst. og 30 mín. (áður 4 klst. og 50 mín.) 4 ferðir í viku Kaupmannahafnar ó 2 klst. og 40 mín. (áður 5 klst. og 20 mín.) 10 ferðir í viku Glasgow ó 1 klst. og 50 mín. (óður 3 klst. og 15 mín.) 5 ferðir í viku Norcgs á 2 klst. og 10 mín. til Osló (áður 4 klst. og 30 mín.) 2 ferðir í viku. Með Fokker Friendship til Bergen Frá þessum ókvörðunarsröðum liggja flugleiðir um allan heim Þotan er fullkomnasta farartœki nútímans I Boeingþotu Flugfélagsins kynnizt þér af eigin raun hvar hugvit og tækni ná lengst í að uppfylla kröfur nútímans á sviði ferðalaga—með hraða, fullkominni þjónustu og þægindum til handa farþegum. Farpantanir hjá skrifstofum Flug — félagsins og IATA ferðaskrifstofunum. FLUCFELACISLAJVDS Fyrsra íslenzka þotan— Forysra í íslenzkum flugmálum. í FULLRI ALVÖRU VERKSV6ÐIÐ? Einu sinni var ég í bygginga- vinnu og lenti þá meðal annars í því að þurfa að brjóta upp gólf, sem ég hafði nýlega staðið í að leggja ásamt meiri mannskap, af því að gleymdist að gera ráð fyr- ir öllum kaldavatnsleiðslum um húsið. Öðru sinni varð að moka burt ósköpunum öllum af nýrri steypu úr húsi af því að sement- ið var ekki frá réttum framleið- enda. I frægu húsi í Reykjavík varð að brjóta einhver býsn af innveggjum og múra upp í göt annars staðar af því að allar dyr höfðu einhvern veginn álpazt á vítlausa staði. Hér rétt utan við bæinn var einu sinni mælt fyrir húsi og það skakkaði ekki nema tveim metrum á annan veginn og 60 sentimetrum á hinn, að húsið stæði rétt. f Hafnarfirði hrundi hús áður en búið var að slá ut- an af því steypumótin, af því meistararnir þrír, sem við það unnu, höfðu látið undir höfuð leggjast að grafa niður á fast áður en hafizt var handa um að steypa húsið. Það var algengt og er kannski enn, að einn vinnu- flokkur rífi upp götu í Reykja- vík til að leggja niður leiðslu, moki ofan í aftur og gangi fylli- lega frá, en síðan komi annar vinnuflokkur frá öðru leiðslufyr- irtæki og grafi upp sama skurð- inn til að bæta við annarri leiðslu. Það virðist ætla að ganga seint hjá menningarlandinu íslandi að gera almennilega í fyrstu lotu og samræma það, sem gera þarf. Nýjasta dæmið er svo að segja undir húsveggnum hjá okkur hérna á Vikunni. í vor var Laugavegurinn malbikaður í staðinn fyrir að holubæta hann eins og látið hefur verið duga undanfarin ár, og var sannarlega mál til komið að einhverjum dytti í hug að nota þessa úrvals malbikslagningavél, sem við höf- um yfir að ráða. Að malbiks- ræmurnar eru misþykkar og kantarnir ójafnir eru smámunir, sem ekki tekur að tala um. Hitt er þó öllu verra, að ekki skyldi vera búið þannig um hnútana, að venjulegt sumarregn skuli ekki renna burtu af nýja malbik- inu heldur safnast í polla og tjarnir, sem óhjákvæmilegt er að aka ofan í með þeim gusugangi, sem til heyrir. Skyldi nú ekki verða óhjá- kvæmilegt að brjóta, grafa, bora og höggva til að veita burtu vatn- inu, sem auðvelt hefði verið að gera með malbikinu sjálfu, hefði snjall verkfræðingur verið feng- Framhald á bls. 28.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.