Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 48

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 48
RÆTT VID ÁRNA WAAG UM FUGLASKOBUfi NÁTTÖRUUERND OG FLEIRA TEXTh GYLFI GRÖNDAL Telkningai* Arnþör Garðarsson Frá Flatey. Myndirnar tó' Baltasar. SÍÐUSTU ÁRIN HEFUR mátt sjá á sumrin víða úti í náttúr- unni menn, sem láta fara lítið fyrir sér einhvers staðar í ná- munda við fuglabyggðir, — með góðan kíki í höndunum og Fuglabókina í vasanum. Hér eru fuglaskoðarar á ferð, menn sem hafa yndi af að kynnast stöðugt nýjum og nýjum fuglum og læra að þekkja þá á útliti þeirra, flugi og fögrum söng. Fuglaskoð- un er tómstundagaman, sem mjög hefur farið í vöxt síðustu árin. Raunar má segja, að almennt hafi áhugi á náttúrufræðum aukizt, og er það vel. Samtímis hafa menn vaknað til meðvitundar um nauð- syn náttúruverndar. Hefur það mál verið ofarlega á baugi á opin- berum vettvangi í sumar. VIKAN heimsótti Árna Waag fyrir nokkru og ræddi við hann um þessi mál. Árni er mjólkurfræðingur að mennt, en fékk snemma áhuga á fuglum. Hann hefur aflað sér góðrar þekkingar á þeim og náttúrufræði almennt. Hann hefur að undanförnu annazt þáttinn Á víðavangi í útvarpinu, skrifað nokkrar gréinar um fugla í Nátt- úrufræðinginn og tekið þátt í mörgum rannsóknarferðum fugla- fræðinga. — Ég hef alla tíð haft áhuga á fuglum og flestu sem náttúrunni viðkemur, sagði Árni. Ég er að vísu uppalinn í Reykjavík, en þeg- ar ég var strákur var ég í sveit á Snæfellsnesi og komst þar í kynni við dýr og gróður. Dvöl mín þar varð mér alveg ómétan- leg, og ég hygg að flestir kaupstaðabúar sem kynntust sveitinni á sumrin, hafi sömu sögu að segja. Ég tel það mikla afturför, að ekki skuli vera hægt að senda velflest börn í sveit eins og áður var. En við því er sjálfsagt ekkert að gera. Þróunin hefur verið sú, að bændabýlum hefur fækkað, en þéttbýlið aukizt. Einnig hafa 48 VIKAN 31- «¦ aðstæður til sveita breytzt mikið. Vélarnar eru komnar til sög- unnar, og þess vegna eru minni not fyrir börn í sveit. Áður var hægt að nota þau til ýmissa snúninga, láta þau reka hesta og sækja kýr og sitthvað fleira. Með því móti komust börnin í kynni við hina villtu náttúru, og slíkt er hverjum manni ómetanlegt. Ég álít að hjá langflestum börnum leynist áhugi á dýrum og náttúru, og þennan áhuga þarf að glæða. — Hefur ekki áhugi almennt á fuglum og náttúru farið vaxandi? — Jú, hann hefur aukizt verulega undanfarin ár. Margir borg- arbúar eru sveitamenn í eðli sínu, og eftir því sem byggðin þétt- ist, þeim mun fjær eru þeir uppruna sínum. Það er því borgarbúinn, sem fyrst kann að meta hina villtu náttúru. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið. Þess vegna er áhuginn á náttúruskoðun mestur í þéttbýlinu. — Fuglabókin, sem Almenna bókafélagið gaf út fyrir nokkrum árum, hefur áreiðanlega átt drjúgan þátt í því að glæða áhuga almennings á fuglum og fugla- skoðun. Hún er tvímælalaust ein merkasta bók um náttúrufræði, sem komið hefur út hér á landi. Að vísu má segja, að enn vanti sérstaka bók um íslenzka fugla. Enda þótt allir íslenzkir fuglar séu með í Fuglabókinni, væri gaman að fá bók eingöngu um þá, sem byggð væri á frumgögnum og hefði að geyma mjög nákvæmar upplýsingar. Fuglar eftir Bjarna Sæmundsson er góð bók svo langt sem hún nær. En hún er fyrir löngu orðin úrelt. Bjarni varð um of að treysta á aðra við samningu hennar, og einnig hafa óhemju margar tegundir bætzt við síðan hans bók kom út. í þessu sambandi langar mig til þess að minnast á kennslu í náttúrufræði í skólum hér á landi. Ég álít, að hún. sé allsendis

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.