Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 12
Áður en eldspýtur voru smíðaðar vissu menn og skildu, hvað það kostaði, eí' eldurinn dó. Nú er”
aðrir tímar. Allt er breytt, bæði eldsmatur og aðferðin að kveikja eld. Nú þurfa menn ekki lengur
að leggjast til lands viku sjávar eftir eldi eins og Grettir úr Drangey og ekki heldur að draga hnjósk-
inn í hið vígða vatn Guðmundar góða svo að töfrarieistinn hrökkvi úr bragðalnum. Nei, viti menn
sveinar, nú þarf aðeins að bregða örsmárri spýtu á ofurlitla öskju, þá funar hún upp þessi glóandi
höfuðskepna með sínu yfirnáttúrlega bragandi lífi, sem dáleiðir menn og dýr.
En ef maður verður nú eldspýtnalaus þá hvað?
Engum getur dottið í hug allir þeir erfiðleikar, sem það getur valdið að ver'ða uppiskroppa með
eldspýtur og það á sunnudagskvöldi, þegar Siggi í sjoppunni er búinn að loka og farinn. Þetta byrjar
allt með því, að maður þykist viss um að eiga að minnsta kosti einn fullan stokk í náttborðsskápn-
um, gott ef ekki annan vel hálfan á bókahillunni. En þá sýnir það sig blákalt að fulli stokkurinn hefur
að geyma allskonar tölur og hnappa héðan og handan — og í hinum erum aðeins kratar, sem sumir
nefna útbrunnar eldspýtur svo réttilega. Ekki einn einasti kommi staddur í stokkskrattanum.
Nú á aumingja Ebbi bágt. Hvað á hann nú að gera?
Það er sannarlega grábölvað að vera sígarettulaus, en að eiga fullan pakka af Chesterfield og geta
svo ekki kveikt í einni einustu er þá líklega svartbölvað.
Fyrsta úrræðið er að reyna brauðristina. En eins og allir vita er það hin mesta meinvættur á því
heimili, sem á annað borð á slíkan grip og auðvitað er hún biluð eins og vant er. Kannski er það bara
snúran eða tengillinn — kannski er það eitthvað alvarlegt, en sama er — hún neitar algerlega vend-
ingu. Þar brást sú vonin.
Þá er að reyna að kveikja á eldavélarhellunni. Enginn skyldi halda að slíkt sé neinn barnaleikur
jafnvel þó það væri nú spírahella.
Eldur fellur ekki lengur af himnum ofan frá guði mönnunum til þægðar.
Einn og einn víðförull og lífsreyndur maður hefur kannski einu sinni af einskærri heppni orðið þess
ásjáandi að hérumbil almáttugur Bragðamágus tendri loga á eldavélarhellu með dagblaði — jafnvel
Morgunblaðinu. Þessi kraftbirting sköpunarverksins lítur út fyrir augum almennings eins og töfrar, gott
ef ekki kraftaverk. Að kveikja loga með Morgunblaðinu á eldavélarhellu!
Frekar væri kannski von það lukkaðist með Ljósberann eða Neista eða þá Kirkjuritið eða Hjarta-
ásinn ef nafnið á þessum magasínum er þá ekki eintómt plat. En sem sagt, þetta er vonlaust verk
fyrir aðra en þá, sem komnir eru af arnfirzkum galdramönnum í báðar ættir og hefur verið sýnd-
ur stafur og veitti þó ekki af tilstyrk hinna himnesku máttarvalda að auki.
Þarmeð eru þessar tvær aðferðir til bjargar gersamlega útilokaðar. En sú þriðja er eftir: að leita.
Að leita — leita hvíldarlaust í öllum hirzlum og rúmstæðum, fataskápum og fatahengjum og vös-
um, í hægindastólum og sófum, í bakarofninum, saumavélinni og baðkarinu.
Og þar með punktum.
Því ef loksins finnst ein eldspýta, þá dettur af henni saggadauður brennisteinninn áður en mað-
ur getur borið hann eilítið verklega að galtómum stokknum.
Þvílíkt. Þetta er ekki nein smáógæfa eins og í ástarsögu. Það er meira. Maður er staddur á eyði-
eyju eins aleinn og marghrakinn sjóræningi, sem hefur fyrir kraftaverk sloppið lífs úr skipreika og
sér þá lífvon sína slokkna að fullu og öllu á skræiþurri sólbakaðri kóraleynni.
Hvaða kúltiveruð mannskepna getur kannski lifað án elds? Ekki einu sinni þó maður væri þaul-
vanur móríani. Þetta er ekki spurning um daga eða nætur, heldur klukkutíma, kannski mínútur.
Basta.
Og svo lendir maður í þessu sjálfur. Þú og ég.
. Siggi í sjoppunni er löngu búinn að loka og farinn heim að sofa. Sú svarta og sú ljósa, sem af-
greiða þar — guð má vita hvar þær eru.
Maður fer upp að sjoppu í þeirri veiku von að Siggi hafi orðið seinn fyrir að leggja saman. En
nei. Enginn Siggi. Maður staðnæmist við gluggann og virðir fyrir sér upplýsta dýrðina. Heilu búnt-
in af eldspýtum í grænum pökkum með stórum litskrúðugum miða á. Maður fer að beygja latn-
eskar sagnir: eldspýtnó, eldspýtnamus, eldspýtnatis, eldspýtnant, eldspýtnabímus, eldspýtnabítis eld-
spýtnabúnt.
Fyrst dettur mér í hug innbrot. Auðvitað er það hinn mesti skítakarakter að láta sér detta í hug
að brjótast inn. En þeir hljóta samt að taka vægara á manni, þó að allt kæmist nú upp, þegar mað-
ur hefur ekki einu sinni stolið búnti, heldur aðeins einum einasta stokk. Að vísu verður ekki hjá
því komist að rífa miðann af búntinu en hann er svo ljótur, að það gerir nú minnst til.
Samt verður því ekki neitað, að svona lagað atferli er ungdómnum ekki til fyrirmyndar. Og hver
vill ekki vera ungdómnum til fyrirmyndar? Ég bara spyr nú svona. Svo að innbrot er útilokað.
Þá væri þó illskárra að brjótast út.
Allt í einu man ég eftir ljóðum eftir þá Dabba Júan og Jón Fúla þó ekki sé líku saman að jafna.
Dabbi Júan: helvíti er hurðarlaust en himnaríki lokað — helvíti hurðarlaust, þar væri þó hægt að
sleppa inn. Þar vantar þá nú víst ekki eldinn. Jón Fúli: Þar djöflar tendra brennheitt bál, búast við
fengi sínum — hugsa sér — þar væri nú hægt að kveikja sér í einni eða tveimur, ef djöflar væru
svo þjóðlegir að rétta rnanni rauðglóandi mola á forki —
Þvílíkur steikjandi blossi. Ekki skal mig undra þótt drottinn eigi ekki upp á pallborðið hjá and-
skotanum í keppninni um hylli mannfólksins — að minnsta kosti ekki hér norður undir heimskauti.
Og þegar mér verður hugsað um drottinn og andskotann — hrútinn og pækilinn — þá detta mér
líka nágrannarnir í hug loksins.
Frá sjoppunni er víðsýnt —- þetta er háleitur staður og ég miða á nágrannana eftir röð eins og
skæruliði með vélbyssu. Hjá Hildigunni er allt slökkt og ég veit að hún er bæði veik og þreytt og
þó hefur hún oft hjálpað mér. Næst er það Brynhildur. Allt er slokknað þar. Þau vinna líka bæði
úti allan daginn og á morgun er mánudagur.
Klukkan er að verða tvö, og til Gunnbjarnar get ég ekki farið héðan af — ég hef nógu oft kvabb-
að í honum.
Þá er að kíkja til hennar Þotu litlu — léttviðrisins með sólskinið í augunum. Öll ljós dáin. Mað-
urinn hennar er helmingi eldri en hún og þrælar fram á nætur. Það er ekki að furða þó að ljósin
deyi.
Og engar eldspýtur. Hvergi. Ég á ekki einu sinni fyrir leigubíl, þó að það væri næstum tilvinn-
andi.
Framhald á bls. 28.
12 VIKAN 31- tbl-
effir
Ásfu
Sig u r ðapdóf tir
Teikning BaitaSar