Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 21

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 21
Pétur Östlund hefur nú lcikið með ÓSmönnum í hálft ár, en liann lék áSur með Hljómum, cins og ailir vita cflaust. Óþarfi cr að kynna Pétur nánar. Allir vita að hann er frábær trymbill og á fáa sína líka. Eiríkur Jóhannsson cr bróðir Jóhanns og leikur á sóló- gítar. Þegar Óðmenn hófu að leika saman, var Eiríkur sóttur alla leið til Færeyja, þar sem hann hafði dvalið í alllangan tíma. Eiríkur hélt nú fyrir skömmu til Fær- cyja aftur. Erindið? Að kvænast unnustu sinni, sem þaðan er ættuð. Til hamingju Eirikur! Valur Emilsson er frændi Jóhanns og Eiríks og lcikur á rhythmagítar. Valur er Keflvík- ingur, lætur lítið yfir sér, cn býr yfir góð- um hæfilcikum, bæði sem gítarleikari og söngvari. cru IéIbb" m\v Bit Dslan Mörguln þeirra, sem standa í sviðsljósinu, er af einhverjum ástæðum mjög í nöp við blaðamenn. Bítlarnir forðast blaðamenn eins og heitan eldinn, og sömu sögu er að segja um bandaríska söngvarann og lagasmiðinn Bob Dylan. Það þótti þess vegna nokkrum tíðindum sæta, þegar franskt blað birti ný- lega viðtal við hann — og hann svaraði öllum spurningunum án útúrdúra — næst- um því! Viðtalið fer hér á eftir: Hvað heitir þú réttu nafni? — - Robert Zimmerman. — Hvers vegna breyttir þú um nafn? — Ekki til heiðurs skáldinu Dylan Thom- as, eins og margir virðast halda. Að öðru leyti vil ég ekki svara þessari spurningu. — Hefur þú einhverja stjórnmálalega sannfæringu? — Ég skipti mér ekki af stjórnmálum. Ég aðhyllist ekki stefnu neins ákveðins ftokks. — Lest þú bækur, sem skrifaðar eru um þig? •—- Hingað til hef ég aðeins rekizt á bækl- inga. En það er ein bók á leiðinni, sem Ro- bert Shelton, tónlistargagnrýnandi við „New York Times“, hefur skrifað. —- Lítur þú á sjálfan þig sem séní? Þetta er orðtak, sem blaðamenn nota. Mér finnst það blátt áfram móðgandi. Ein- stein var ekki séní á nokkurn hátt. Hann var furðulegur stærðfræðingur, en hefði al- veg eins getað verið bílþjófur! —• Hefur þú nokkurn tíma verið ofsóttur af stúlknahópi, sem vildi klippa af þér hár- ið? Framhald á bls. 37. 31. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.