Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 20

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 20
ÚBMENN Á EYRANU AnsLrés Indrlðason ÓSmenn. — Myndirnar tók Sigurgeir Sigurjónsson. SNÆRISM Það virðist vera óskadraumur allra hljómsveita að leika inn á hljómplötu. En hvað skal gera, þegar hljómplötufram- leiðendur eru tregir til að gefa út plötur með svonefndum „beat" hljómsveitum? Jú, þá er að gefa út plötuna á eigin veg um. Til þess þarf auðvitað nokkurt fram- tak — en þetta framtak höfðu Óðmenn — og nú er plata þeirra komin á markaðinn. Fjögur lög eftir Jóhann Jóhannson, bassa- leikara hljómsveitarinnar. Þessi hljómplata hefur heppnazt vel. — Öll lögin láta vel í eyrum; þau eru ein- föld og fljótlærð, og þau eru í takt við tímann, ef svo mætti segja. Eflaust eiga þau eftir að hljóma oft í eyrum okkar næstu mánuðina. Við skulum bara vona, að þessi plata gufi ekki upp, eins og raunin varð með hljómplötu Póniks og Einars á sínum tíma. * thygli vekur, að eitt lagið er flutt á " ensku máli:: „Tonight is the end". — Ekki eru allir hressir yfir slíku uppátæki, en þess ber að gæta, að hljómplatan mun verða seld á hinum Norðurlöndunum, og þess vegna er lagið sungið á ensku. í þessu lagi koma tveir aukamenn: Rúnar Framhald á bls. 37. Roy Orbison hefur nú leik- ið í sinni fyrstu kvikmynd, „Fastest Guitar Alive". Myndin, sem gerist í villta vestrinu, er í léttum dúr, og Roy fær mörg tækifæri til að sýna, hve ágætur söngv- ari hann er. Margir muna eflaust eftir því, að hann söng hið vinsæla lag „Oh, Pretty Woman" á sínum tíma. Síð- an hcfur hann sent frá sér nokkrar plötur, en þær hafa þó ekki náð jafnmiklum vin- sældum og „Pretty Woman". Um myndina er annars það að segja, að gagnrýnendur eru ekki á einu máli um frammistöðu söngvarans, en Roy er hinn brattasti eftir sem áður og segist hlakka mikið til að byrja að vinna að næstu mynd sinni. 20 VIKAN Jóhann G. Jóhannsson á mestan veg og vanda af hinni nýju hljómplötu Óðmanna. Jóhann er Keflvíkingur, fæddur 2. febrúar 1947. Byrjaði í hljómsveit 16 ára, þegar hann var í Samvinnuskólanum. Lék síðar um skeið mcð Straumum úr Borgarfirði en síðan komu Óð- menn til sögunnar, og var einn einn af stofnendum hljómsveitarinnar. LIZ 00 BÍUARNIR Liz Moore er heppnari en flestar stúlkur: hún býr ásamt Bítlunum, John George, Paul og Ringó! En vel að merkja: aðeins með mynda- styttum af þeim, en það er henni líka nóg. Liz er myndhöggvari og hefur sjálf gert brjóstmyndirnar eftir ljósmyndum. Hún hef- ur fengið ótal tilboð um að selja þær, en hún vill ekki fyrir nokkurn mun láta þær, jafnvel þótt Bítlarnir sjálfir kæmu til henn- ar og vildu kaupa! 31. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.