Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 22
Svo sannarlega var hann erfiður.
Hún gat ekki tekið þessu hjúskapartilboði hans með léttúð, án þess
að eiga það á hættu að móðga hann alvarlega. Hún sagði, að hún vissi
ekki hvaðan á hana stæði veðrið, hún hefði aldrei vonazt eftir slíkum
heiðri, en hún væri viss um, að hann myndi iðrast Þessa brjálæðislega
bónorðs strax og hann kæmi heim til sín, og hún gæti ómögulega þeg-
ið það. Það, sem stæði á milli þeirra, væri nær ógerningur að fjar-
lægja, hvað sem í boði væri,
—- 3>ér verðið að skilja mig, Monsieur de Bardagne .... Það er
ákaflega erfitt fyrir mig að skýra ástæðuna til þess, sem þér kallið
kulda minn og skeytingarleysi. Ég hef þjáðst mikið í lífinu vegna
karlmanna. Hrottaskapur þeirra hefur sært mig djúpt og gert það
að verkum, að ég forðast gleði ástarinnar.... Ég hræðist þá og hef
ekki lengur gleði af þeim ...
— Er þetta allt og sumt, hrópaði hann hamingjusamur. — En hvað
hafið þér að óttast af mér? Ég er vanur konum, og kem kurteislega
frEim við þær. Ég er ekki hafnarverkamaður. Ég er siðaður maður,
fagra kona, og ég bið yður að elska mig... Treystið mér, og ég skal
færa yður aftur sjálfstraustið og koma yður til að hugsa öðruvísi
um ástina og gleði hennar....
22 VIKAN 31- tbl-
Angelique hafði heppnazt að opna dyrnar; Honorine var farin inn-
fyrir. Nú lagði hún körfuna frá sér. Hún vonaðist til, að hann færi
að fara.
— Heitið mér því, að þér hugsið um þetta, sagði de Bardagne og
tók um handlegginn á henni. — Ég stend við öll mín tilboð, og þér
getið valið hvert þeirra, sem þér kjósið helzt.
— Þakka yður fyrir, greifi, ég skal hugsa um það.
Má ég bara spyrja, hvernig hárið á yður er á litinn? bað hann.
— Hvítt, sagði hún og lokaði dyrunum.
Maitre Berne hafði beðið Angelique fyrir skilaboð til útgerðarmanns-
ins, Maitre Maingault. Hún var nú á heimleið eftir þröngu stræli undir
virkismúrunum, þegar hún sá að tveir menn veittu henni eftirför.
Fram til þessa hafði hún verið niðursokkin í eigin þanka og ekkert
tekið eftir þeim. E’n í þessu auða stræti tók hún eftir fótatakinu, sem
kom á eftir henni; það var eins og þeir gættu þess að halda millibil-
inu jöfnu.
Hún leit um öxl og sá tvo náunga, sem henni leizt síður en svo á.
Þetta voru ekki sjómenn á sína venjulega, tilgangslausa ráfi í landi,
ekki heldur verkamenn frá höfninni. Þeir voru í glæsilegum borgar-