Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 25

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 25
. . . og sundlaugin er heldur engin smásmíði. Georges Simenon hefur skrifað 430 skáld- sögur, leikrit, kvikmyndahandrit og sjón- varpsþætti. Tekjur hans eru ótrúlegar: Hann á einbýlishús meS 40 herbergjum og fimm bíla, þar af tvo Rolb Royce. í hús- inu eru 30 símar, 7 sjónvarpstæki og 400 öskubakkar. Hann á 300 pípur, sem metn- ar eru á hálfa milljón krónur. hverium og gekk alltaf sömu leið- ina, settist á sömu kaffihúsin og heilsaði sama fólkinu. Ég var af- ar viðkvæmur; smáatriði, sem rask- aði hinum eina og rétta hugblæ, sem sagan krafðist, gat farið ægi- lega í taugarnar á mér og gert mig bálvondan. Nú er þetta breytt, þ. e. a. s. ég er hættur að fara burt til þess að skrifa bækur mínar. Hins vegar er ég enn þá jafn viðkvæmur fyrir smámunum, sem geta sett mig úr jafnvægi. Hugurinn er í þess orðs fyllstu merkingu fanginn, meðan ég er að skrifa, og það er fjarska mikilvægt, að hann verði ekki fyr- ir neinni utanaðkomandi truflun. Fólkið f þorpinu, þar sem Sime- non býr, segir svo frá hegðan hans, meðan hann er að skrifa: Við sjá- um strax, þegar herra Simenon er byrjaður á nýrri bók. Þá kemur hann og fer nákvæmlega á sama tíma dag eftir dag. Það liggur við, að hægt sé að stilla klukkuna eft- ir honum. Hann gengur álútur með hendurnar djúpt niðri í frakkavös- unum. Ef hann hittir einhvern býð- ur hann góðan dag, en talar ekki orð við hann. Sagt hefur verið, að Simenon skrifi á salerninu, en hann neitar því eindregið. Hann segir, að það sé tóm þjóðsaga, en kveðst vera stoltur af því, að þessi saga skyldi komst á kreik. Svona þjóðsögur myndast bara um fólk, sem er heimsfrægt, segir hann, — fólk, sem almenningi er annt um. Georges Simenon er afkasta- mesti rithöfundur veraldar. Hann er hreykinn af því, og segist kæra sig kollóttan um það, þótt því sé haldið fram, að gæðin séu ekki f réttu hlutfalli við magnið. Hann segist vera ánægður meðan hann jafnframt því að vera afkastamest- ur sé einnig mest iesinn allra höf- unda í víðri veröld. Hann hefur, þegar þetta er ritað, skrifað 430 skáldsögur. Flestar fjalla þær um lögreglufulltrúann Maigret, vingjarn legan Parísarbúa, sem alltaf er með pípuna upp f sér eins og Sime- non sjálfur, ráfar um og spjallar við fólk, þangað til hann dettur ofan á lausn morðgátunnar, sem hann á að ráða fram úr. — Maigret fæddist fyrir 39 ár- um, segir Simenon. Ég var þá staddur ( bát sem ég átti og lá Framhald á bls. 28.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.