Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 7

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 7
staði. En mamma viíl bara ekki að ég sé með honum. Hún hefur víst einhverjar ástæður fyrir þessu og þær frekar miklar. — Hvað á ég nú að gera? Ég get yfirleitt ekki verið á móti mömmu. Ég er orðin 19 ára, svo að ég ætti að vita hvað ég á að gera, en það veit ég nú samt ekki. Viltu vera svo góð að svara mér fljótt. Ein 19 ára. Okkur finnst, að þú eigir heimtingu á að fá að vita, hverj- ar þessar miklu ástæður eru, sem móðir þín hefur fyrir því að vera eindregið á móti sam- drætti ykkar. Annars láta marg- ar mæður sisona og við mund- um því, með fyrirvara um þess- ar ástæður, ráðleggja þér að láta nöldur hennar sem vind um eyr- un þjóta. Ætli hún linist ekki í baráttunni smátt og smátt, og kannski verður hún hæstánægð með tengdasoninn á endanum. HÁRLOKKAR. Kæri póstur! Þú sem allt veizt! Gætir þú gefið mér upplýsingar um hvar hægt væri að fá gerða hártoppa úr eigin hári hér á landi? Og hvað það mundi kosta? Með fyrirfram þakklæti. Ein sem á lokk. P.S. Hvernig er skriftin? G-M-búðin í Þingholtsstræti 3 og Snyrtivörudeild Karnabæjar selja tilbúna hártoppa, en búa þá hins vegar ekki til. Meira vitum við ekki. Skriftin er prýði- leg. ÍSLENDINGASÖGUR. Kæra Vika! Það var sannarlega gaman að vera fslendingur, þegar þær gleðifréttir bárust til landsins, að handritamálið svokallaða væri loks farsællega til lykta leitt og þar með úr sögunni. Auðvitað tók maður eins og hver annar þátt í gleðivímu dagblaðanna og óskaði meira að segja vinum sín- um til hamingju með sigurinn, þegar maður hitti þá. Enda þótt það vilji koma fyrir, að maður geyspi undir hátíðaræðum ráð- herranna okkar, þegar þeir flytja skörulega sinn venjulega sam- setning um þjóðararfinn og menninguna og blessuð skinnin, sem gera það að verkum, að okkur alls ómaklegum leyfist að kalla okkur þjóð, — þá er það ekki af neinu áhugaleysi eða sljó- leika, heldur af því, að maður er búinn að heyra þessa sögu nokkuð oft. Jæja, kæra Vika! Þú botnar náttúrlega ekkert í þessum klúðr- aða formála bréfs míns. Ég skal heldur ekki þreyta þig lengur á vitleysunni í mér, heldur snúa mér að efninu: Ég ætlaði fyrir nokkru að ráðast í það stórvirki að eignast fslendingasögurnar komplett í fallegu bandi. Ég hélt, að það hlyti að vera auð- velt mál. En viti menn: fslend- ingasögurnar eru ekki til í nokk- urri einustu bókabúð í Reykja- vík, og hafa ekki verið það í mörg ár. Afgreiðslufólkið hrist- ir höfuðið brosandi og segir: Því miður! Er þetta hægt, kæra Vika? — Sýnir það ekki meira en lítið áhugaleysi hjá sjálfri bók- menntaþjóðinni að nenna ekki einu sinni að gefa út þessar frægu og merkilegu bækur, sem allir keppast við að lofa og prísa? Ég varð svo undrandi, að ég sett- ist niður og skrifaði þér þetta bréf til þess að vekja athygli á þessari þjóðarskömm og hneisu. Með vinsemd og virðingu. K. M. Við erum alveg á sama máli. Þetta er til háborinnar skamm- ar fyrir okkur, og þessu verður að kippa í lag eins fljótt og hægt er. BAHCO hankett VIFTAN YFIR ELDAVÉLINA WÍL ,!.:.¦¦ ' ¦ "' ' ' ' ' . '¦'.¦ ' ' ¦ ¦ . ' iM'M-'i&:&&SX% 'MMSMff' MM% '.'&¦: m;mmm;mmm ¦::S '¦, Hreint og hressandi! ÞaS er Baman að matreiSa f nýtízku eldhúsl, bar sem loftið er hreint og ferskt. Það skapar létta lund, vinnugleSi og vellíðan, hvetur hug- myndaflugiS — og matarlykt og gufa setjast ekki í nýlagt hárið né óhreinka föt og gluggatjóld; málning og heimilistæki gulna ckki og hreingerningum fækkar. Raunveruleg loftræsting! Með Bahco Bankett fáið þér raunverulega loftræstingu, því auk þess að soga að sér og hlása út gufu og matarlykt, sér hún um eðlllega og heilnæma endurnýjun andrúmsloftins í eldhúsinu og næstu herbergjum. Sog- getan er ein af ástæðunum fyrir vinsældum Bahco Bankett. HljóS! Þrátt fyrir soggetuna heyrist varla í viftunni. Bahco Bankett er sennllega hljóðasta viftan á markaðinum. Engin endurnýjuh á síum! Athugið sérstaklega, að Bahco Bankett þarfnast engrar endurnýjunar á lykt- og gufueyðandi síum, sem dofna mcð tímanum. Bacho Bank- ett hefur engar slíkar, en heldur alltaf fullum afköstum — kostnaðarlaust. Fitusíur úr rySfríu stáli! Bahco Bankctt hefur hins vegar 2 stórar, varanlegar fitu- síur úr ryðfríu stáli. sem ckki einungis varna því, að fita setiist innan í útblásturs- stokkinn, heldur halda viftunni sjálfri hreinni að innan, bví að loftið fer fyrst gegnum síurnar. Fitusíurnar eru losaðar mcð einu handtaki o» einfaldlcga skolaðar úr heitu vatni stöku sinnum. Rétt vinnuhæS, innbyggt Ijós og rofar! Lögun Bacho Bankett skapar óþvingað svigrúm og sýn yfir eldavélina. Innhyggt l.iós veitir þægilega lýsingu og rofarnir fyrir ljós og viftu eru vel og fallega staðsettir. Falleg, stílhrein og vönduS — fer a!ls staSar vel! Bacbo Bankett er teiknuð af hinum fræga Sigvard Bernadotte, eins og mörc: íallegustu heimilistækin f dag, og er sænsk úrvalsframleiðsla frá einum stærstu og reyndustu og nýtízkulegustu loft- ræstitækjaverksmiðjum álfunnar. BACHO ER BETRI. Það er einróma alit neytendasamtaka or reynslustofnana ná- grannaríkjanna. f.'ð úthlástursviftur cinar veiti raunverulcja loftræstingu. Hagsýnlr húshygr-iendur gera hví ráð fyrir úthlástursgati eSa sérstökum loftháfi. l>eir. sem endurnýja cldri eldhús, hr.ióta einfaldlega gat á útvegg eða ónotaSan reykháf. Síi fyrirhöfn margborgar sig. NÝJNG: Bahco raSstokkar. V1ð höfum nú á hoSstólnum létta og sterka, hvíta plastpoka með heygjum og öðru tilheyrandi, sem hver og cinn gctur raðað saman, án minnsta erfiðist eða sérstakra verkfæra. Veljið því rétt, veljið viftu, sem veitir raunverulega loftræstingu og heldur allt- af fullum afköstum — kostnaðarlaust. VeljiS BAHCO BANKETT. • • Komið, skrifið eða útfyliið úrklipp- una og fáið allar upplýsingar um Bahco Bankett, stokka, uppsetningu, verð og greiðsluskilmála. FONIX SÍMl 24420. SUÐURGÖTU 10 RVÍK. Ég sé að þú hefur skemmt þér vel í kvöld. Sendið undirrit. Bahco Bankett myndalista með öllum upplýsingum: Nafn: .....................................;............ Heimilisfang: Til Fönix s.f., pósthólf 1421, Reykjavík. 3i. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.