Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 29

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 29
S/n/o S/H/O Höfum 13 gerðir af hinum viðurkenndu norsku SAVO skrifstofustólum. Verðið mjög hagstætt frá kr. 1995.00 til kr. 6980.OO. Póstsendum myndir og verðlista. HásiaoiaverzlBBiii v.Niitifl sími 18520 fríði maður. Það var ekki frítt við að hann eltist í framan og hann minnti mig á eitthvert grænmeti. Svarið var stutt og laggott: Svoleiðis lagað á ég ekki og ég hef ekki tíma til að standa í þesskonar þrasi. Hann gaf bílnum einn dramm án þess að kveðja. Ég sá rauð parkljósin deyja út í húmað mistrið. Nokkrar mínútur liðu og ég stytti mér stundir með því að reyna að rifja upp, hvaða græn- meti það væri, sem andlit manns- ins hafði minnt mig á. Á end- anum áttaði ég mig á því: það var pækluð asía. í því kom fjórði bíllinn. Það reyndist vera karrýgrænn Ram- bler mjög nýr, gott ef ekki ’65. Ég gerði honör og gaf merki. Maðurinn við stýrið var virðu- legur eldri maður svartklæddur með svört plastspangagleraugu. Hann var eins og jarðarför. En það fór af honum jarðarfarar- virðuleikinn, þegar hann sá mig veifa, því hann steig bensínið í botn og var næstum kominn út af í 'rauðamalarkantinum, þeg- ar hann jafnaði sig og hemlaði svo hvein í. Hann hefur sjálf- sagt haldið að ég væri mella, sem vantaði klink og nylonsokka. Honum tókst með naumindum að beina bílnum inn á akbraut- ina aftur. Ég horfði vonsvikin á eftir honum út í vorljósa næt- urþokuna. Klukkan var nú að verða hálfþrjú og ég varð að gera svo vel að fara að hugsa skarplega. Getur það verið að enginn sé svo mikill náungi manns að hann stanzi allra snöggvast til að vita, hvað mig vanhagar um? Og ef hann er ekki sérlega mikill ná- ungi eins eða neins ■— að hann sé þá svo kristilega þenkjandi að vilja þessvegna gera meðbróð- ur sínum greiða? — Það, sem þér gjörið einum af mínum minnstu bræðrum, það hafið þér og mér gjört. Ég hef að vísu séð fólk ganga með köldu blóði fram hjá meidd- um og grátandi smábörnum á götunni — séð gamla og þreytta einstæðinga vera að kikna titr- andi undir byrði sinni án þess að nokkrum detti í hug að rétta þeim hjálparhönd — séð veika og örvona konu reika volandi á fjölförnu stræti án þess að nokkr- um svo mikið sem dytti í hug að styðja hana — hvað þá að hjálpa henni heim. En þetta hérna var nokkuð annað. Það er svo vandalaust að stöðva bílinn sinn og ræða fáein orð við með- systur sína út um gluggann. Það er svo auðvelt að neita henni þá um hjálp og gefa bílnum síðan eina ausu. — Nei, getur ekki verið, sagði ég upphátt við sjálfa mig. — Þeir eru nú ekki farnir hjá nema fjórir ennþá. Það er lítil pró- sentutala af mannfólkinu. Og í því geystist fram hjá grár Skodi og það var ekki einu sinni tími til að gefa honum merki auk heldur. Rétt á eftir kom sá sjötti. Það var dökkgrænn Kræsl- er ’59 eða ’60. í honum var mið- aldra maður með einhverskonar svartan klúbbhatt, valdsmanns- legur nokkuð svo. Þó að ég yrði fegin fyrst í stað, þegar hann stanzaði, bauð mér ótta, þegar ég sá, hvernig hann var í framan. — Gott kvöld og fyrirgefið, sagði ég. — Mig langar svo til að biðja yður um fáeinar eld- spýtur — ég skal borga fyrir þær. Mig vanhagar mjög um þær í svipinn. Hann horfði beint í augu mér áður en hann svaraði og lét verða þögn. Kannski ætlaði hann ekki að myrða mig með augun- um en það var mesta mildi að hann gerði það ekki. — Það er nokkuð seint að bjóða gott kvöld á þessum tíma sólarhrings, sagði hann hægt, — en ég á nógar eldspýtur og þar að auki tvo vindlakveikjara. Hitt er svo annað mál, að fólk, sem ekki hefur fyrirhyggju á að sjá sér sjálft fyrir þesskonar smá- munum — við það á ég ekkert vantalað. Góða nótt. Bílrúðan skrúfaðist upp eins og af sjálfsdáðum. Þessi virðu- legi maður sýndi sig í að geta spýtt í ekki síður en gæjarnir, og bíllinn hvarf í gullgráa þok- una á sekúndubili. Ég stóð eftir algerlega stjörf af undrun og gat ekki hugsað nokkra hugsun til enda. Hvers- vegna í ósköpunum hafði mað- urinn eiginlega stanzað? Það var algjörlega fyrir utan og ofan minn nauma skilning. Ég hélt hendinni samt fram og upp eins og í leiðslu — eins og maður, sem gerir síðustu örvæntingar- fullu tilraun til að ná í hendi einhvers sér til lífs, — en það skal hér með bókað að fram hjá óku milli fimmtíu og sextíu bíl- ar án þess að nokkur virti mig viðlits. Þvílíku hefði ég aldrei trúað. Mér var nú farið að kólna það andskoti. Þetta virtist þýð- ingarlaust. — Að geta ekki einu- sinni með nokkru móti kveikt sér í einni sígarettu! En viti menn sveinar. Þarna kemur þá Kópavogslög- reglan. Mér bráðhitnaði, því þótt Kópavogslögreglan sé tiltölulega meinlítil, þá er nú samt of lítið að gera fyrir fjórtán — segi og skrifa fjórtán lögreglur í öðrum eins friðsældarbæ og Kópavogi. Og djöfuls iðjuleysið er engum hollt hvað og hefur margsýnt sig. Þeir gætu kannski fundið upp á að skvísa manni „niður“ og það alsaklausum manni sem 3i. tbi. vikan 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.