Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 8

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 8
Hitastillitæki fyrir hitoveitu. Gói stiórn á hitakerfi yðar er skilyrSi fyrir vellíðan fjöl- skyldunna Mótorloki. Sjálfvirk hitastilliteeki eru ómet- anleg þægindi, sparar hitakostn- að og borgar stofnkostnað á stuttum tíma. VIÐ'OÐINSTORG Simi 10322 r ............ . ... - y.-y WSrnm WmM wSm „Ástarmiðstöðvarnar" nýju eiga þessa hafa mikið til stundað at- að losa þýzku karlmennina við vinnu sína á götum úti. áleitni vændiskvenna, sem til LÉTTLIFNAÐURINN FLYTUR INN í ágúst nú í sumar bætist því fræga Heeperbahn-svæði í Hamborg ný beita til að draga að ferðamenn — ástarmiðstöð eða Eros-Center, eins og svoleiðis stofnanir munu yfirleitt kallaðar á útlendum málum. Hér er um að ræða hórulifnað í samræmi við kröfur tímans um vinnuhægræðingu, sentralíseringu og rationaliseringu, svo nefnd séu einhver af þeim orðum, sem nú eru algengust í munni hagfræð- innga og annarra þeirra, sem mest gera að því að endurskipuleggja þjóðlíf og mannlíf. Þetta toppmóderna Erosarhof verður það fínasta sinnar tegundar í Vestur-Þýzkalandi, en áður hefur slíkum musterum þegar verið komið upp í Dusseldorf og Stuttgart. Búa tvö hundruð tuttugu og átta mellur í því fyrrnefnda, en aðeins sjötíu og ein í því, sem í Stuttgart er. Yfirvöld þessara borga leggja blessun sína á þetta, og sagt er að forráðamenn Hansaborgarinnar við Saxelfi fagni mjög sinni ástarmiðstöð, því þeir telja aS hún geri að verkum að pæj- urnar hætti að praktísera úti um allar götur en haldi sig þess í stað innanhúss og allar á sama stað. Sá sem kom Erosaíhofi Hamborgar á fót er Wilhelm nokkur Bartels, rúmlega fimmtugur stórlax í veitingahúsabransa staðar- ins. Hann á hálfa tylft skemmtistaða á Reeperbahn, en býr sjálfur í lúxusvillu í útborginni Blankenese. Bartels byrjaði á þessum at- vinnurekstri eftir stríðið með því að láta holdamikla kvenmenn glíma niðri í gryfju, og efnaðist fljótlega. Þrátt fyrir allt telja yfir- völdin hann virðingarverðan mann, svo að þau leyfðu honum að byggja ástarmiðstöðina. Miðstöðin er í háhýsi, sem kostar um fimmtíu milljónir króna. f því eru hundrað þrjátíu og sex „vinnuherbergi", og eru húsgögnin eins í þeim öllum. Hver leigjandi greiðir um átta þúsund og fimm hundruð krónur á mánuði, en á móti sér húseigandinn þeim fyrir „lífvörðum", rafmagni og hreinum rekkjuvoðum dag hvern, auk húsnæðisins. ViSskiptavinirnir koma sér í samband við leigjendurna á þar til ætluðum staS í húsinu miðju. Samkvæmt lögregluskýrslum starfa nú í Vestur-Þýzkalandi um fimmtíu þúsund vændiskonur, og eru þá aðeins taldar þær, er stunda ekkert annaS starf. Veltan hjá þeim nemur um átján millj- öðrum króna á ári. Þýzku lögin eru mjög teygjanleg hvað þessari atvinnugrein viðvíkur. Yfirleitt er ekkert amast við vændiskonum, nema hvaS yfirvöldin í Bonn barma sér stundum yfir því að þær séu slæmar með að svíkja undan skatti. 8 VIKAN »•tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.