Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 39

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 39
ar getu sína allsstaðar, við píanó- stólinn, eldhússkápinn, éldavél- ina, rúmin, og alltaf meo" meiri og meiri nákvæmni. Því stöðugra sem það verður, styttist í það að ganga áfram. Það er óþarfi að hjálpa barn- iu til að ganga. Þegar vöðvar þess, taugar og greind er reiðu- búið, er ekkert í veröldinni sem kemur í veg fyrir það að barnið prófi þessa nýju list. En þá er fyrsta árið venjulega á enda.... Hversdagsvöfflur Framhald af bls. 47. Sykur og eggjarauður þeyttar vel, smjörlíki, kartöflumjöli bætt í til skiptís, síSan rifna berkinum og síð- ast stífþeyttum eggjahvítunum. 5—6 vöfflur. Rjómavöfflur I. 3 dl. þykkur, súr rjómi, 2 dl. kalt vatn, 1—2 egg, 3 dl. hveiti Va tsk. salt. Þeytið rjómann þar til hann er hálf- stífur og blandið i hveitið ásamt hálf- þeyttum eggjunum og vatninu. Rjómavöfflur II. 4 dl. rjómi, 2V2 dl. kalt vatn, ca. 3 dl hveiti. Hitið jámið vel og smyrjið, þeytið rjómann og blandið öllu saman og berlð fram með sykri, sultu og rjóma. Rjómavöfflur III. V-í 1. súr rjómi, 3l/2—7 dl. hveiti, 4—5 — 8—10 matsk. volgt vatn, V2—1 tsk. lyftiduft, V2—1 tsk. salt. Háifþeytið rjómann og blandið öllu saman án þess að hræra of mikið i því. Þessar vöfflur verða mjög stökkar. Súrmjólkurvöfflur. 5 dl. súrmjólk, 1 matsk. sykur, 1\'i dl. vatn, 150—180 gr. smjör, 1 egg. Þeytið saman mjóik, egg og sykur. Bætið hveitinu í og bræddu smjörinu. Þurrar vöfflur. 4 egg, 250 gr. sykur, 250 gr. smjör- liki, 500 gr. kartöflumjöl, 3 tsk. lyíti- duft. Þeytið saman egg og sykur. Bræðið og kælið smjörlíkið og blandið því í hveitið ásamt eggjablöndunni. Þessar vöfflur verða svipaðar kökum og geym- ast eins og þær í kökukassa. Stökkar vöfflur. 3 dl. hveiti, 2 dl. sódavatn, 150 gr. smjör, 3 dl. rjómi. Setjið hveitið I mál, sem hægt er að hrísta og blandið sódavatninu sam- an við. BræSið smjörið og látið það kólna alveg. Hellið því þá í hveiti- blönduna, sem hefur verið látin standa og lyfta sér í hálftíma. Hrærið allt vel saman og bætið síðast stífþeyttum rjómanum í deigið. Bragðið leynir sér ekki MAGGI súpurnar frá Sviss eru hreint afbragð MAGGI súpumar frá Sviss eru búnar til eftir upp- skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu, og tilreiddar af beztu svissneskum kokkum. Það er einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar af allri fjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hinum átján fáanlegu tegundum. MAGGf swíís MAGGI SUPUR FRÁ SVISS ásL Wf 1 -—~—33 • Asparagus • Oxtail • Mushroom • Tomato • Pea with Smoked Ham • Chicken Noodle • Cream of Chicken • Veal • Egg Macaroni Shells • 11 Vegetables • 4 Seasons • Spring Vegetable Umboðsmenn: I. Brynjólfsson & Kvaran Angelique Framhald af bls. 23. Löng, rafmögnuð þögn grúfði sig yfir sundið að þvi er virtist í heila eílífð. Svo var eins og hermaðurinn tæki ákvörðun, hann þrammaði þunglamalega af stað niður steinþrepin. Hann kom i áttina til þeirra og kinkaði úfnum kolli með stálhjálmi. Fótatak stígvélaðra ftóa hans hljómaði ógnþrungið á auðri götunni. Kaupmaðurinn leit á hendur sínar, eins og hann væri að rannsaka hvort hann byggi enn yfir nógu afli til að eyða þessum nýja og vopn- aða óvini. — Vel gert, íélagi, tautaði hermaðurinn með sinni grófu röddu. — Eg sá siðasta atriðið héðan ofan að. Þú getur tekið laglega til hend- inni, og ég er ekki að segja það bara í kurteisisskyni, Maitre Berne. Hann ýtti við öðru líkinu með endanum á spjótinu sínu. — Ég þekki þessa tvo, þeir eru óþokkar. Beaumier borgar þeim fyrir að svívirða konur og dætur mótmælendanna. Þá grípur eigin- maðurinn eða faðirinn fram í og það verða slagsmál og þar með tæki- færi til að stinga nokkrum Húgenottum í tukthúsið . .. Eg tek ekki þátt í svona leik. Hann hallaði sér spekingslega fram á spjótið. — Þegar maður hefur verið strabbateraður (gtfmul pyndingaað- ferð, fólgin í því að binda mann í kaðal, svo hátt að fætur hans náðu ekki til jarðar, draga hann svo upp í nokkra hæð, og sleppa honum þar, fil að láta hann falla lengd kaðalsins, — þýð.) og látinn hlaupa undir hanzkann (önnur pyndingaraðferð, fórnarlambið var látið hlaupa þröngan gang milli tveggja raða af mönnum, sem allir reyndu síðan að koma á hann höggi um leið og hann fór hjá, — Þýð.), eins og ég, hvað getur maður þá gert annað en gangast undir nýja trú? Ég er fátækur hermaður, og ég verð að éta. En það er engin ástæða til að koma sviksamlega fram við það fólk, sem einu sinni var bræður mín- ir og systur. Haldið áfram, losið ykkur við þessi svín... Ég hef ekk- ert séð. Hann sneri baki við þeim og gekk hægt aftur til síns staðar á virkis- veggnum. — Farðu og littu inn í garðinn hjá mér, sagði Maitre Gabriel. — Eg vil ekki, að aðstoðarmenn mínir fái neitt veður af þessu. Ef eng- inn er sjáanlegur, farðu þá og opnaðu geymsluna til vinstri. Sem betur fór, var garðurinn auður. Angelique opnaði dyrnar af geymslunni, sem hann hafði fyrir mælt, og lyktin af pæklinum tók henni fyrir vit. Svo flýtti hún sér aftur þangað, sem Maitre Gabriel var. Hann hafði tekið treyju mannsins, sem hann hafði kyrkt, og vafið henni um höf- uð hins, til að draga úr blóðrennslinu. Þrátt fyrir þessa varúðarráð- stöfun, sáu þau, þegar þau báru líkið burt, að skórnir þeirra, sem voru ataðir blóði, skildu eftir sig rauða slóð yfir hlaðið framan við Framhald á bls. 43. 3i. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.