Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 36

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 36
LIUJU LILUU LSLUU LILUU bíll lögregluforingjans mætti okkur neSst í hæðinni og stefndi upp að húsinu, þar sem Graves beið. ENDIR. Hringborgirnar... Framhald af bls. 27. maður 80.000 til 150.000 krónum á glæ. Hringborgin hefur 10.000 íbúa. Það ætti að vera sæmiiegur grund- völlur til að nokkur veitingahús gætu þrifizt þar. Og svo gæti hver og einn fengið þann mat sem hann langar í, í það og það skiptið. Ef fólki leiðist að borða á veitinga- húsum, þá er hægt að fá matinn heimsendan. Semsagt, veitingahús í staðinn fyrir eldhús. Maður sparar peninga á því að hafa ekki eldhús, maður sparar á því að maturinn er bú- inn til í stórum stíl, — og venjulega fær maður betri mat á þennan hátt. Og ennþá segir Nyblom: — En ennþá er það þetta atriði sem fólk getur ekki sætt sig við. Fólk hefur ennþá þá rótgrónu trú, að húsmóð- irin búi til bezta matinn. Hugsið ykkur bara um, eruð þér viss um að það sé rétt? Og svo er heldur ekkert réttlæti í þvt að það sé bara eiginmaðurinn, sem sezt við dúkað borð, án þess að hafa nokkurn hlut fyrir því! Einkabíll óþarfur. Að eiga einkabíl í hringborg- inni væri kjánalegt. Þar sem allar nauðsynjar eru fáanlegar í hring- borginni, er auðvitað sjálfsagt að notfæra sér það. En það er bíla- leiga í borginni og að sjálfsögðu leigubílastöð. Reksturskostnaður einkabíls er að meðaltali 50 til 60 þúsund krón- ur á ári. Megnið af þessum pen- ingum getur maður sparað, þar sem ekki er neinn bílakostnaður til og frá vinnustað. Það kostar ekki neitt að fara í lyftunni.... Nyblom segir: — Hinn venjulegi bíll verður úreltur eftir nokkur ár. Það eru nú þegar komnir raf- magnsbílar. Þeir senda ekki frá sér eitrað loft. Svo koma eflaust eins konar svifbílar, sem eru knún- ir áfram með segulbylgjum. Það verða varla meira en tfu ár þang- að til þeir koma. Meðan beðið er eftir því að slík farartæki komi á markaðinn, gæti hringborgin not- azt við helikopter ef á þarf að halda. Lendingarstaður fyrir heli- kopter gæti verið á þaki húss- ins , . . . f sumarfötum allt áriS. Hvort sem maður er fyrir inni- eða útiveru, getur maður notið lífsins í hringborginni. Sá sem er fyrir inniveru, getur búið innan dyra allt sitt líf, ef hann óskar. Þar eru öll þægindi innan seiling- ar: bíó, verzlanir, leikhús, bóka- söfn og trjágarður, þar sem alltaf er sumarhiti. Trjágarðurinn er 300 metrar að þvermáli og er skipu- lagður sem skrautlegt torg. Þar er sundlaug, verzlanir, veitingastaðir og barnaleikvellir. Plastikþak er yfir garðinum, sem útilokar vetr- arkuldann. A miðjum vetri getið þið tekið lyftuna og fengið hress- andi sundsprett í lauginni.... A daginn vinnið þið við ykkar ákveðnu störf, og það er ótrúlegt að nokkur verði haldinn vinnu- leiða. Vinnan á að vera afslapp- andi, ekki öfugt, segir Nyblom. — Maður á ekki að vera þreyttur, þegar farið er í frí, þá nýtur mað- ur frídaganna. íbúar hringborgar- innar geta farið hvert sem er í frí, rétt eins og „venjulegt fólk". Þeir hafa bæði ráð og heilsu til að gera hvað sem þeir vilja. Nyblom segir að lokum: — Sum- arbústaðir missa gildi sitt. Hvers- vegna ætti maður að hokra í óþægi- legum kofa, þegar maður hefur það mikið betra heima? .☆ Heklaður cawboyhattur Framhald af bls. 46. umf. á enda. Hekl. 3 umf. án aukn- inga og farið undir aftari lykkju- helming eins og á kollinum. í 5. umf. eru auknar út 8 I. með jöfnu millibili yfir umf. Hekl. næstu 4 umf. án aukninga. Lokið umf. með 1 keðjul. við miðju að aftan og klippið í þráðinn. Gangið frá öllum lausum garnþráðum á röngu og hekl. 1 umf. í kringum barðið frá réttu með keðjuhekli fremur laust svo ekki strekki. Sé hattkollurinn heldur rúmur er ágætt að hekla 1 umf. keðjuhekl inn í hattinn við neðstu umf. kolls- ins og herða eftir þörfum. ☆ BikinibaSföt og jakki Framhald af bls. 47. lykkjubogann ☆ 1 fastal. og farið undir stóra loftlykkjubogann. Heklið síðan undir næsta litla loftlykkjuboga, 1 st., 2 loftl., 1 st. Endurt. frá ☆ umf. á enda og endið með 1 st., 1 loftl., 1 st. í síðasta loftl.boga og 3 loftl. til þess að snúa við. 3. umf.: Hekl. 1 fastal. og farið undir millibils milli 2 fyrstu stuðla í um- ferðinni, ☆ 3 loftl., farið undir 2 loftl. milli næstu st., 1 fastal., 2 loftl., 1 fastal. Endurt. frá -jír umf. á enda og endið með 3 loftl. til þess að snúa við. Endurt. frá 2. umf. Mæli þrjár munstursamstæður um 7 cm á breidd, má hekla eftir upp- skriftinni óbreyttri, annars verður að breyta nálargrófleikanum þar til rétt hlutföll nást. Heklið jakkann með tvöföldu garni. Bakstykki; Fitjið upp 93-103-103-113 loftl. og heklið munstur = 18-20-20-22 munstursamstæður. Þegar 37-38-39-40 cm mælast frá uppfitjun er sleppt fyrir handvegum, fyrst 1 munstursamst. í hvorri hlið og síðan V2 munstursamst. í annarri hv. umf. 1-2-2-3 sinnum og eru þá 15-16 -16-17 munstursamst. í umferðinni. Hekl. áfr. þar til stk. mælir 55-57-59 -61 cm og sleppið þá fyrir öxlum. Byrjið í '2. munstursamst. frá hliðinni og endið umf. í 2. munstursamst. frá hinni hliðinni. Klippið á þráðinn og byrjið næstu umf. í 3. munstursamst. hér frá og endið á sama hátt. Vinstra framstykki: Fitjið upp 53- 53-58-58 loftl. og hekl. munstur = 10 -10-11-11 munstursamstæður í umferð- inni. Þegar 37-38-39-40 cm mælast frá uppfitjun er sleppt fyrir handvegi á annarri hliðinni, fyrst 1 munstursamst. og síðan V2 munstursamst. í annarri hv. umf. 3-2-4-4 sinnum og eru þá 7V2 -8-8-8 munstursamst. í umf. Hekl. áfr. þar til stk. mælist 50-52-54-56 cm. og er þá sleppt fyrir hálslíningunni, fyrst 2 heilum munstursamst. og síðan V2 munstursamst. í annarri hv. umf. 2 sinnum. Þegar stk. mælist 55-57-59-61 cm er sleppt fyrir öxl eins og á bak- stykkinu. Hægra framstykki: Heklið eins og vinstra framst. en gagnstætt. Ermar: Fitjið upp 48-48-48-53 loftl. og hekl. munstur, = 9-9-9-10 munstur- samst. í umferðinni. í 7. umf. er aukin út V2 munstursamst. í hvorri hlið sem síðan er endurt. í 6. hv. umf. þar til 14-15-15-16 munstursamst. eru í umferðinni. Þegar ermin mælist um 36-37-38-39 cm. er 1 munstursamst. sleppt í hvorri hlið annarri hv. umf. 3 sinnum, og þá í hverri umf. þar til 3 munstursamst. eru eftir. Klippið á þráðinn. Hekl. aðra ermi eins. Leggið nú stykkin á þykkt stk., mælið form þeirra út með títuprjón- um, leggið raka klúta yfir og látið gegnþorna næturlangt. Heklið nú framan á ermarnar, byrjið frá réttu með 1 umf. fastahekl. og síðan 1 umf. st. og er þá farið undir báða lykkju- helminga fyrri umferðar. Saumið jakk- ann saman með þræði og varpspori frá röngu eða aftursting ef jaðrarnir eru ójafnir. Hekl. í kringum jakkann á sama hátt og framan á ermarnar og ath. að fara 3 sinnum í hornin svo ekki strekki. Takið gjarnan úr 7 st. með jöfnu millibili í hálsmálið í 2. umf. Merkið fyrir 6 hnappagötum á hægra barmi, það efsta um 2 cm frá efstu brún, neðsta með 4 cm. frá neðstu brún. Og önnur með jöfnu millibili. Búið hnappagötin til með því að víkka út gat í munstrinu og ganga frá því með kappmelluspori og þynnt- um garnþræðinum. Festið hnappa gegnt hnappag. á vinstra barm. Baðföt. Stærðir: 36-38-40-42 cm. Brjóstvídd: 80-84-88-92 cm. Mjaðmavídd: 150-150-150-150 cm. Litaskipting: Flöskugrænt garn 110 gr. og 50 gr. af rauðgulum og ljós- drapplitum. 3 m. Heklunál nr. 3 og teygja 1 skálma- staði og mitti. Baðfötin eru hekluð með 1 umf. fastahekl. og 1 umf. st. til skiptis og alltaf farið undir báða lykkjuhelminga frá fyrri umf. Aukið út 1 1. með því að hekla 2 1. í sömu 1. Takið úr í fastah. með því að draga upp 1 1. úr næstu 1. og einnig úr þar næstu 1. (3 1. á nálinni). Bregða síðan garni um nálina og draga það í gegn um allar lykkjurnar 1 einu. Takið úr 1 st. með því að bregða garninu um nálina, draga upp 1 1. úr næstu 1., bregða garninu um nálina og draga það í gegn um 2 1., bregða þá garninu um nálina og draga upp 1 1. úr þar næstu 1., bregða um og draga í gegn um 2 1. og bregða þá aftur um nálina og draga í gegn um 3 1. á nálinni. Buxur: 21 1. að að mæla 10 cm. Framstykki: Fitjið upp 74-76-80-84 1. með grænu garni, snúið við og hekl. 1 fastal. í 2. 1. frá nálinni og síðan 1 fastal. í hverja 1., umf. á enda = 73 -75-79-83 fastal. í umferðinni og endið með 2 loftl. til þess að snúa við. Hekl. 1 umf. með stuðlum og endið með 1 loftl. til þess að snúa við. Takið þá ljósdrapp garn og hekl. síðan til 36 VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.