Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 26
HRINGBORGIRNAR
Eftir fimm ár þurfið
þér ekki aS borga
húsaleigu og eftir sjö
ár fáiS þér líka mat-
inn ókeypis.
★
Nóg olnbogarúm.
Velkomin til Hringborgarinnar! .
Hringborgin er byggð ó 40 hæð-
um. Helmingurinn er íbúðir. Oðr-
um megin í íbúðunum er útsýni
yfir vetrargarðinn, en hinum meg-
in yfir óbyggt svæði, ósnerta nótt-
útru. Sven Nyblom segir: — Byggi
maður eitt hús fyrir 10.000 manns,
þá er grunnflöturinn gjörnýttur og
þá er hægt að veita öllu þessu
fólki nægilegt olnbogarúm.
Engin bílaumferð truflar hring-
borgarana, þvi að slðasta spölinn
að borginni aka bílarnir eftir jarð-
göngum. Nyblom vill ekki að börn
og gamalmenni eigi það á hættu
að verða fyrir bfl, hann vill úti-
loka alla ökuníðinga.
í sambandi við hringborgina
eru aftur á móti sundlaugar, tenn-
isvellir og alls konar aðstæður til
íþróttaiðkana. Nyblom segir: — —
Þar sem grunnurinn er gjörnýttur,
höfum við ráð á því að veita íbú-
unum alls konar þægindi, sem ekki
væri mögulegt að koma við, ef um
venjulegar íbúðir væri að ræða.
Það ætti að byggja margar hring-
borgir nálægt vatni eða sjó. Það
verða að vera möguleikar á því
að njóta útiveru á sumrin, ef til
vill í bátum, sem borgin á og íbú-
arnir geta tekið á leigu. Þeir geta
líka átt sína eigin báta, sem þeir
geta geymt í bátahöfn hússins. A
vetrum yrði svo hægt að fara þar
á skautum, fyrir þá sem ekki þora
að fara á skíðastökkbrautirnar,
sem húsið á.
Nyblom segir: — Það eiga að
vera möguleikar fyrir alla að iðka
íþróttir og þjálfa líkama sinn. —
Fólkið fær meira út úr lífinu, ef
það er líkamlega hraust. . . .
150 metrar til
vinnunnar.
Þér byrjið daginn með því að
f.ara í sturtu, í yðar eigin sturtu-
klefa. Baðker fyrirfinnast ekki,
enda eru þau óþörf. Þar næst klæð-
ið þér yður, auðvitað í sumarföt,
vetrarfatnaður er óþarfur, þar sem
alltaf er sama hitastigið, sumar og
vetur,- takið lyftuna niður í íþrótta-
höllina, þar sem þér gerið morg-
unleikfimi, síðan farið þér í sturtu,
svo í baðstofuna og aftur í sturtu,
og að lokum fáið þér yður röskan
sundsprett í lauginni.
Morgunverð borðið þér með
f jölskyldunni í veitingastofu í-
þróttahallarinnar, eða einhverri
annarri veitingastofu. Svo er kom-
inn tími til að fylgja börnunum á
dagheimilið og ganga til vinnu. —
Sá göngutúr er í lengsta lagi 150
metrar. Sannleikurinn er sá, að
þér fáið allt sem þér þurfið til
daglegra þarfa innan þessarar 150
metra vegaiengdar: vinnustað,
verzlanir, banka, ferðaskrifstofur,
kvikmyndahús, leikhús, skóla og
íþróttahús og svæði.
Hádegisverð og kvöldferð borð-
ið þér líka á einhverjum veitinga-
staðnum, eða ( yðar eigin íbúð, ef
þér kjósið það frekar. Það þarf
ekki annað en að lyfta símatæk-
inu og panta matinn, þá fáið þér
hann sendan.
Á kvöldin er ekkert því til fyr-
irstöðu að fá barnfóstru, svo þér
getið farið f bíó, leikhús, eða tek-
ið þátt í félagslífinu á einn eða
annan hátt. Þér þurfið ekki einu
sinnni að sjá um ræstingu á íbúð-
inni, til þess er ákveðið starfsfólk,
það er meira að segja búið um
rúmin með rúmfötum frá sængur-
fatamiðstöð borgarinnar. . . .
Allar greiðslur meS
sjálfsalakerfi.
í hringborginni er raunar engin
ástæða til að ganga með peninga
á sér. Þar sem maður býr, vinnur
og kaupir flest af þörfum og þæg-
indum í sama húsi, er þægilegra
að hafa reikningstölur.
Reikningstalan er lítil, .segul-
mögnuð tala, sem hægt er að
stinga í sjálfsala, hvar sem er í
húsinu; í verzlunum, bönkum, á
veitingahúsum og á íþróttasvæðun-
um o. s. frv.
Utanaðkomandi, þ. e. þeir sem
ekki búa í hringborginni, geta líka
fengið slíkar tölur og haft reikn-
ing í borginni. En þeir sem endi-
lega vilja eða þurfa að hafa pen-
inga, geta auðvitað haft þá líka.
Verzlanir og bankar taka auðvit-
að við venjulegum peningum.
Hvað kostar þá að búa í hring-
borginni? Sven Nyblom svarar því
þannig: — Mestan hluta af tekjum
íbúanna er hægt að umsetja inn-
an veggja hússins. Sameignarfé-
lagið græðir og þar af leiðandi
græða meðlimir þess.
Athugasemd: Áætlunarreikningar
sýna að það eru engir smápening-
ar sem meðlimir sameignarfélags-
ins græða.
Eftir fimm ár búið þér
húsaleigufrítt, eftir sjö
ár fáiS þér líka mat-
inn ókeypis.
Engin eldhús,
aðeins borðkrókar.
Það er sagt að hvorki séu eld-
hús eða eldunarpláss í þessu húsi.
Því svarar Nyblom:
— Ef hver íbúð ætti að hafa
eldhús eða eldunarpláss, færu 30
þúsund fermetrar í það, ( stað þess
er hægt að nota þetta gólfpláss
til annarra þarfa fyrir íbúana. —
4000 eldhús væri hrein fásinna.
Flestar giftar konur eru ennþá
þvingaðar til þess að vera elda-
buskur, en þær eru sannarlega ekki
allar vel til þess fallnar. Fyrir 99
af hverjum 100 eldhúsum kastar
Framhald á bls. 36.
» °l - I ii^
ÍBUÐIR
SKÓLAR
SJÚKRAHÚS
SKRIFSTOFUR 0G IÐNAÐARVERKSTÆÐI
VETRARGARÐUR
BARNAGARÐUR
■ IKIKIIX
■IIIMIM
•ÍÞRÓTTAVÖLLUR
LEIKHÚS 0G KVIKMYNDAHUS
Vilduð þér ekki gjarnan búa þannig? Auðvitað, seg-
ir Sven Nyblom í Uppsala, maðurinn sem komið
hefur fram með hina svimandi hugmynd um hring-
borgina. Þar eru öll þægindi, þar geta 10.000 manns
fengið óskahúsnæði. Nyblom sendi þessa teikn-
ingu í keppni um skipulagið á Jarva-svæðinu í
Svíþjóð. En getum við fellt okkur við slíkt skipulag?
Ef til vill ekki ennþá, segir Nyblom, en einhvern
tíma kemur að því að þetta verður veruleiki...
VEITINGAHUS
SÝNINGARSALIR
JARÐGÖNG FYRIR BlLABRAUT
VEITINGAHÚS
JARÐGÖNG
BIFREIÐAGEYMSLUR
26 VIKAN 31- tbl-
31. tbl.
VIKAN 27