Vikan


Vikan - 14.09.1967, Side 15

Vikan - 14.09.1967, Side 15
sem komið var fyrir í einu minnsta herberginu í þakíbúðinni. Vöxtur hennar þoldi vel siðbux- ur, hugsaði Tarrant, iafnvel þótt hún lægi ó fiórum fótum eins og núna, við hliðina á einum diúpa stólnum, og hallaði höfðinu til hlið- ar og hlustaði af ákefð. í annarri hendi var hún með uppvafið dag- blað. Hinum megin í herberginu sat Lucille á hækium sér í bleikum nátt- fötum. Hún var einnig með bundið fyrir augun og hélt á dagblaðs- kylfu. Willie Garvin klúkti í miðju herberginu á öðru hnénu, einnig með bundið fyrir augun. Hann var ! dökkum buxum og fölgrárri bóm- ullarskyrtu. Tarrant sá litla, svarta eyrnaradarinn á hægra eyranu á honum. Undir annarri hönd hans lá krumpuð, brún pappírskúla, í hinni hendinni hafði hann uppvafið dag- blað. Tarrant stóð kyrr og horfði á. Modesty fikraði sig hægt aftur á bak kringum stólinn. Hljóðlega kom hún fram hinum megin. Lucille skreið hægt fram á við og stanzaði síðan. Willie þokaði sér til hliðar og það brakaði í brúna pappírnum undir hönd hans. Modesty greindi hlióðið, og skreið varlega í áttina að því. Lucille dró niður trefilinn, svo annað augað sást. Hún lyfti sér ofurlítið og þeytti sér áfram eins og hraðskreið könguló, með uppvafið dagblaðið á lofti. Willie kippti til höfðinu. Hann sagði: — Svindl! Hann sveiflaði löngum handleggnum og dagblaðs- kylfan skall utan á höfði Lucille. Barnið rak upp reiðilegt óp og kast- aði sér til hliðar í of seinni tilraun til að vík|a sér undan. Willie kippti að sér treflinum og leit á hana. — Það borgar sig aldrei að svindla, sagði hann með guðræki- legri alvöru. — Hvað gerðist? Modesty lyfti sínum trefli og leit á Lucille. — Kíktirðu, elskan? — Já, hún gerði það, sagði Will- ie. Oll þrjú voru þau að rísa á fæt- ur. — Ég heyrði það á radarnum. Hún gæti ekki hafa komið svona hratt, án þess að gægjast. — Nú sló hann mig fast, Mo- desty, sagði Lucille klagandi. — Farðu nú ekki að ýkja, sagði Willie og hló. — Það er ekki hægt að slá fast með dagblaði. Hann reis á fætur, tók Lucille upp og kastaði henni yfir axlir sér eins og klafa. — En þá sérðu hvað gerist, þegar það kemst upp að maður svindlar. — Hann á við, að þarna sjáirðu hvað gerist, þegar þú svindlar, flýtti Modesty sér að árétta. í sama bili sá hún Tarrant frammi f and- dyrinu og gekk brosandi til móts við hann. — Fyrirgefðu, Sir Gerald. — Ég heyrði þig ekki koma. — Þið voruð um annað að hugsa, sagði Tarrant og steig niður þrepin til að taka í framrétta hönd Mo- desty. Lucille sagði kurteislega, of- an af öxlunum á Willie: -- Gott kvöld. — Já, sæl Lucille, Tarrant heyrði sér til örvæntingar, hve röddin var óeðlileg. — Var þetta skemmtilegur leikur? — Já, þakka yður fyrir. — Gott. Hér.... Ah . . , — í bólið, sagði Willie glaðlega. — Komdu, Lucille. Góða nótt við Modesty og Sir Gerald. — Góða nótt, Modesty. Svalur koss á kinn. — Góða nótt Sir Ger- ald. Tarrant klappaði klaufalega á litlu hendina. Willie gekk burt með byrði sína og hvarf frameftir gang- inum. — Fáðu þér sæti, meðan við tök- um svolítið til, sagði Modesty og tók að ýta húsgögnunum aftur þang- að, sem þau höfðu verið, áður en þau höfðu verið færð til að rýma fyrir blindingsleiknum. — Mig langar heldur að vera á faraldsfæti, ef ég má. Hann skálm- aði yfir að breiðu hillunum í horn- inu. Ljónsklukkan eftir Caffieri var horfin, ásamt Sévres styttunum og nokkrum öðrum hlutum, sem hann mundi eftir. Þess I stað var kom- in hollenzk friðarskál, tveir háir kertastjakar frá tímum Georgs II og hópur af netsuke úr fílabeini. Weng hirti upp dagblaðskylfurn- ar og fór fram í eldhúsið. — Ég er hræddur um, að ég kunni ekki mikið að umgangast börn, játaði Tarrant, þegar Modesty kom og tók sér stöðu við hlið hans. — Og ég veit sériega lítið hvaðan á mig stendur veðrið, þegar Lucille er annars vegar. — Hversvegna? — Hún er afar mikið inn í sig. Hvernig hún horfir á mann setur mann hreint úr jafnvægi. Jafnvel þegar hún er með þér og Willie, sýnist hún . . . hann hikaði. — Ég veit eiginlega ekki hvernig. Varkár? Kuldaleg? Ekki tiltakanlega hlý, þegar allt kemur til alls. Modesty horfði einkennilega á hann. — Af hverju ætti hún að vera hlý? Willie hefur veitt henni þægi- legt líf síðustu þrjú árin og ég hjálpa ofurlítið, en hún var senni- lega hamingjusamari í s!nu gamla lífi, þrátt fyrir alla eymdina. Tarrant starði á hana. — Ham- ingjusamari? — Já. Það var líf, sem hún þekkti og skildi. — En nú hefur hún öryggi. Er það ekki það, sem börn þarfnast framar öllu öðru? Hún hefur þig og Willie á bak við sig. — Ef til vill er það mergurinn málsins. Við erum bak við hana. Við getum ekki verið raunverulega með henni, ekki ! fjölskyldulegum skilningi. Og þetta annars konar öryggi. Hún benti um íbúðina, — hefur ekki mjög mikia þýðingu. Það meira að segja veikir gormana; ef maður gætir sín ekki. — Flest fólk er reiðubúið að láta gormana veikjast undir svona þægi- legum kringumstæðum. Þú ert kann- ske' svoKtið öðruvísi, en ég hefði álitið, að Lucille lagaði sig eftir þessu — og fyndi að minnsta kosti til einhvers þakklætis. — En hversvegna, ef hún er ekki hamingjusöm? Við gerum það bezta, sem við getum, en að sumu leyti er slæmt, að við skuium ekki geta fært klukkuna aftur á bak. — Það hefði sennilega verið betra fyrir Lu- cille, þegar allt kemur til alls, að Willie hefði ekki hirt hana upp af götunni þennan dag, þegar foreldr- ar hennar voru drepnir. Tarrant hnykkti við. — Ertu nú ekki of hörð? Hún hló og leit undrandi á hann. — Ég er aðeins að segja, hvað ef til vill hefði verið bezt fyrir hana. En það er skrýtið að heyra þig tala um, að aðrir séu harðir. — Mig? Hversvegna? — Vegna þess, að þú ert mjög harður og miskunnarlaus sjálfur, Sir Gerald Þú verður að vera það. — Þvert á móti. Ég ætti að vera það, en í rauninni er ég tilfinninga- rikt gamalmenni. — Það er jafnvel verra. Það þýð- ir, að þú verður að vera ennþá harðari, því annars gætirðu látið tilfinningarnar hafa áhrif á starf þitt. Prakkaraskapurinn dansaði allt í einu í augum hennar. — Ég á vin, sem er tilfinningaríkt gamalmenni, og rekur leynilega deild í utanrík- isráðuneytinu, en ég held ekki, að hann ætli að láta tilfinningarnar koma í veg fyrir að nota mig, ef hann getur. Tarrant andvarpaði. — Touché, sagði hann mæðulega. — En ertu viss um, að hann geri það ekki vegna þess, að hann álíti, að þú kjósir að hann noti þig? Gæti ekki verið, — á vissan hátt — að þú værir að nota hann. — Ég er viss um, að hann getur séð um sig sjálfur, og hann er ekki svo hræðilega gamall. Hún tók und- ir handlegg hans og dró hann í áttina að djúpa sófanum. — Jæja, hvað viltu nú drekka? — Ekkert sem stendur, þakka þér fyrir. — Ertu búinn að borða? Þegar hann hikaði, héit hún áfram: — Nei. Þú ert ekki búinn að því. Við Willie höfum líka verið önnum kaf- in í kvöld, svo ég lét Weng búa út þrjá bakka með köldum kjúklingi og salati. Mér datt f hug, að við gætum talað óformlega saman, meðan við borðuðum. Eða er það of villimannlegt? — Það hentar mér dásamlega. Meðal annarra orða. Ég vissi vel, að þið Willie voruð önnum kafin ( kvöld. — Varstu í sýningarklefanum? — Já. En ég þekkti yður ekki, fyrr en Willie horfði beint ( lúguna og stakk fingrinum í eyrað. Það minnti mig á radarinn. Segðu mér, varstu með gúmmípúða ! kinninum? — Já. Það er einfaldasta leiðin til að breyta lögun andlitisins. — Yfirlýsing Willie um stuðning við Málstaðinn var dýrðleg. Þú hlýt- ur að hafa átt í erfiðleikum með að hlægja ekki upphátt. — Nei. Hún leit alvarlega á hann. — Ég var ekki aðeins ( þessum ófét- islegu fötum með óvenjulegt and- lit. Ég var þreytt og óviss, og ofur- lítið hrædd um manninn minn. Við getum ekki leyft okkur að hlægja, þegar við leikum svona, allra sfzt eftir að þú baðst okkur að láta l!t- ið fyrir okkur fara. Willie kom áhyggjufullur á svip inn ! herbergið. — Lucille hefur ekki lokið við helminginn af því, sem hún átti að hafa í sumarfríinu. Hún var að segja mér það. Hann renndi höndinni þreytulega í gegnum hár- ið. — Hún móðir Bernard, ég er illa svikinn, ef hún gerir sér ekki sokka- bönd úr görnunum í mér. Modesty hló. — Þú getur hlegið, Prinsessa, sagði Willie. — En ég er dauð- hræddur við hana. — Þú verður bara að senda bréf þess efnis, hve ánægð hún hljóti að vera yfir því, að Lucille hefur komizt yfir helminginn af því, sem hún átti að hafa í fríinu, og leggðu í bréfið framlag til nýja bókasafns- sjóðsins, sem skólinn sendi okkur dreifibréf út af. Léttirinn sveif í skýjum upp frá enni Willies. — Varðveit mig sem sjáaldur augans; fel mig í skugga vængja þinna, sagði hann þakklát- ur. — Sálmur 17, vers 8. Fáum við eitthvað að éta? — Já, viltu hjálpa Weng með bakkana? Þá getur hann farið í þetta diskótek, sem hann er svo hrifinn af. Tarrant leit á úrið. — Væri óþægi- legt að kveikja á sjónvarpinu eftir um það bil tíu mínútur? spurði hann. — Það á að flytja stutt við- tal við vin okkar, Es-Sabah Solon. — I sjónvarpinu? Modesty starði á hann. — En Kuwait ambassador- inn verður ekki hrifinn af því. — Þetta er gamanþáttur, og ég togaði í nokkra spotta til þess að koma honum þar að. Þeir tala við skrýtna fugla með furðulegar hug- myndir. Viðtalið varir aðeins í tvær minútur. Ég held, að hann sé næst- ur á eftir manni, sem trúir því staft og stöðugt, að jörðin sé flöt. — Hvað er skrýtið við þá hug- mynd, að jörðin sé flöt? spurði Willie um leið og hann gekk í átt- ina að eldhúsinu. — Þú trúir þó ekki, vænti ég, allri þessari þvælu um, að hún sé kúlutaga? Fimmtán mínútum síðar, þegar Tarrant lauk við síðustu slettuna af frábæru kjúklingasalati, birtist Es- Sabah Solon á skerminum. Hann sagði lítið, sem þau höfðu ekki þegar heyrt um kvöldið, en einu sinni reyndi hinn lipri spyrjandi að negla hann. — Þér segið, að þessi frelsisher sé raunverulega til, og hann muni dag nokkurn ráðast á Kuwait, er ekki svo, herra Solon? — Ekki ráðast. Svarið var snöggt. — Hann mun vernda Kuwait fyrir þeim, sem nú ráða fyrir löndum mínum. — En það þarf að komast þang- að til þess, er ekki svo? — Hann fer þangað, þegar nauð- Framhald á bls. 40. 37. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.