Vikan


Vikan - 27.12.1968, Page 2

Vikan - 27.12.1968, Page 2
SMITH-CORONA 30 GERÐIR StórkostlegC úrval rit-og reikni- véla til sýnis og reynslu i nýjum glæsilegum sýningarsal; ásamt Taylorix bókhaldsvélum og fullkomnum samstæðum skrifstofu- húsg ögnum SKRIFSTOFUTÆKNI hbs ELSTAR DJÚPFRYSTINGIN aukín hagsýní og þœgíndt í heímíiísrekstrí Elstar frystikisturnar 330 og 400 litra eru fullar af tæknilegum nýjungum. M. a. er ný einangrun Polyuretan, sem hef- ur minni fyrirferS en meíra einangrunargildi og kistan því stærra geymslurými. Hraðfrysting er í öllum botninum auk hrað- frystihólfs. Kælistillir ræður ávallt kuldanum í kistunní, en sérstakur hraðfrystirofi stjórnar djúp- frystingunni. Að sjálfsögðu er Elstar frystikistan með lausum körfum, skilrúmi I botni, innri lýs- ingu, segullæsingu, læstu loki og á hjólum til hægðarauka. Elstar fæst lika í stærðinni 114 lítra fyrir minni fjölskyldur. ER FALLEG FRYSTIKISTA VÖNDUÐ MATVÆLAGEYMSLA OG VERÐIÐ SViKUR ENGAN. ÁRIViÚLA 3 SÍMI 38900 / N 1968 Árið 1968 er að kveðja. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár og mig grunar að til þess muni lengi vitnað. Það var hafíss- ár, kalár, atvinnuleysisár, gengisfellingaár, gjaldeyris- leysisár, aflaleysisár, sölu- tregðuár, ár minnkandi fjár- ráða. Það var umferðar- breyiingarár og forsetakjörs- ár. Það var árið, sem unga fólkið byrjaði að lýsa van- þóknun sinni á öldungadeild- inni í steinhúsinu við Austur völl. En ekki tjóar að stara um of um öxl. Nú ber að horfa fram á leið og líta hátt, með reynslu undangenginna ára til hliðsjónar. Undanfarin ár hafa verið mikill uppgangstími hjá okkur, en við höfum einung- is lifað fyrir líðandi stund. Þegar að kreppir, eigum við engan forða til að létta átök- in, þvert á móti, sá baggi, sem við höfum bundið okkur í blindri trú á jafnt vaxandi hagsæld, verður nú ótrúlega þungur — sumum þyngri en þeir fá undir risið. Við heyrum og sjáum í út- varpi, sjónvarpi og blöðum, að erfiðleikar okkar núna séu tímabundnir. Vonandi er svo. Það er öllum augljóst, að í bili verður að herða gjörð- ina og takast á við það, sem að steðjar. Ég er sannfærður um, að það getum við — og gerum, ef pólitíkin fær ekki að grassera um of. En hitt býður mér í grun, að þegar rcðurinn léttist á ný, munum við ærið fljót að gleyma hörðu árunum og hegða okk- ur aftur eins og tilveran geti aldrei orðið annað en sólskin og dans á rósum. Þá skulum við aftur draga íram í minnineunni árið 1968. Við skulum rifja upp þann vanda, sem þá steðjaði að, og hvað var hans valdandi. Verði það gert, er ekki vafi, að 1968 var með happasælustu árum, sem íslenzk þjóð hefur lifað. Þökk fyrir árið, sem er að líða. y 2 VIKAN “•tw-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.