Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 48

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 48
-********+-*--*"*"*"*****'*"*'***iíN ************************************************************ ************************************************************ BRITT EKLUND Fyrir skömmu kom hin sænska kvikmyndastjarna Britt Fklund til Rómaborgar, með dóttur sína Victoriu. Erindið var að heim- sækja fyrrverandi eiginmann sinn, Peter Sellers, en þegar hún frétti að hann byggi þar með annarri konu, fór hún í skyndi frá hótelinu. Kvikmyndafram- leiðandi einn, sem þarna var staddur, greip strax tækifærið og bauð Britt aðalhlutverk í kvik- myndinni „The Untouchables“. Britt varð því kyrr í Róm. — Nú finnst mér að ég sé algerlega frjáls, sagði hún, þegar talað var um hjónaskilnaðinn. — Peter er harðstjóri, sem ekki þolir að neinn sé honum fremri. Britt er ákveffin í því að snúa sér að leikstarfseminni af alvöru. ★ PÁFAGAUKAR UNDIR LÖGREGLUEFTIRLITI Erfiðir tímar eru nú framund- an fyrir þá auðnuleysingja, sem lifa á því að gerast fylgdarsvein- ar kvenna sem eru á ferðalögum á Italíu, og eru kallaðir „pappa- galli“. Lögreglan hefir nú sett sér- stakan lögregluvörð til að hafa gát á þessum náungum við Via Veneto, ferðamannagötuna og spænsku þrepin, sem er aðal at- hafnasvæði þeirra. Þetta á að. vera til að forða erlendum kon- um frá því að verða fyrir ónæði af hálfu þessarra manna. Lög- regluþjónarnir eru ekki einkenn- isklæddir og hafa rabb-labb tæki til hægðarauka. Ef „pappagallo“ er of nærgöngull, getur hann átt á hættu að fá allt að því 3.000 króna sekt eða sex mánaða fang- elsi. Þessir ítölsku flækingar eru kallaðir „pappagalli“, sem þýðir páfagaukur, vegna hinnar gífur- legu mælsku sem þeir viðhafa, þegar þeir snúa sér að kvenfólk- inu. Þessir götudonsjúanar eru álitnir með þeim aðgangsfrek- ustu, þótt víðar væri leitað, en á ýmsan hátt laða þeir að sér ferðafólk. Margar konur gangast upp við smjaðri þeirra, og vísa lög- regluþjónunum á bug, þegar þeir eru að reyna til að vernda þær. Þó eru fleiri sem kvarta undan þessari plágu. Á myndinni sést „pappagalli“, sem er fokvondur vegna þess að honum hefir verið vísað frá og svífst þá ekki að grípa handtösku konunnar og hlaupa á brott með hana. Það er einmitt vegna slíkra atburða, sem lögreglan í Róm telur nauð- synlegt að hafa gát á þessum ó- þjóðalýð. ☆ MICHÉLE MERCIER Micliéle Mercier, hin fagra, franska kvikmyndastjarna, steig fyrir skömmu á stokk og strengdi þess heit að leika aldrei framar hlutverk ANGELIQUE. Þessu til áréttingar dreif hún sig í a® láta klippa hina fögru lokka, svo nú er hún víst allt að þvi með drengjakoll. Hún hefur nú leik- ið í 5 kvikmyndum um Angeli- que, sú síðasta var „Angelique og soldáninn“. Hún segir að það eyðileggi frama hennar í kvik- myndaheiminum að leika alltaf sama hlutverkið. Upphaflega lét hún freistast af laununum, hún fékk 40.000 franka fyrir fyrstu myndina, og fyrir tvær þær síð- ustu fékk hún yfir hálfa millj- ón franka. ★ ÁSTARJÁTNINGIN KOSTAÐI MIKIÐ Carrol Appel varð heldur en ekki hissa, þegar pósturinn rog- aðist með firnastóran pakka inn í íbúðina hennar í Los Angeles. Þegar hún svo opnaði pinkilinn, datt alveg yfir hana. Fyrir fram- an hana voru í hrúgu 200 hljóm- plötur — allt ástarljóð og seren- öður. Sendandinn var Dick Ann- otico, sem hún hafði lítillega kynnzt án þess að taka frekar eftir. Hann var forríkur pipar- sveinn, en hún var 26 ára og tveggja barna móðir. — Hann er snælduvitlaus, sagði hún. — Ég giftist honum aldrei. Það held ég yrði nú hjónaband í lagi! En Dick Annotico lét sig ekki. Næsta dag voru Carrol færð blóm frá honum, svo stór karfa og fyrirferðarmikil, að lag og krafta þurfti til að koma henni inn úr dyrunum. Sólarhring seinna fékk hún 500 orða símskeyti með ástar- játningu hans. En hún lét sér ekki segjast. Hún anzaði ekki þessum ósköpum og vonaði bara, að hann hætti þessum barnaskap. Daginn eftir kom pósturinn með þéttskrifað 13 síðna ástarbréf frá honum. Dick Annotico beið svars. Þeg- ar' það kom ekki, greip hann til rándýrra örþrifaráða. Hann leigði sér 30 sekúndna senditíma í tveimur sjónvarpsstöðvum og bað þannig opinberlega um hönd Carrol Appel. Þetta tiltæki mis- lukkaðist að því leyti, að Carrol hafði ekki opnað fyrir sjónvarp- ið þetta kvöld. En hún frétti af því, mikil ó- sköp. Þegar er útsendingunni lauk, tók síminn hjá Carrol að láta illa. Kunningjar hennar flestir höfðu heyrt þetta og séð hjá að minnsta kosti annarri stöðinni, og vildu nú vita, hverju hún hyggðist svara. Hún svar- aði: — Ég er svo öldungis hlessa á manninum. En ég get alls ekki farið að giftast honum, þótt hann láti svona! Dick Annotico hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með viðbrögð konunnar. — En ég gefst ekki upp, segir hann. — Ég reyni aftur eftir ár. ☆ BlLNÚMERIÐ DYARA EN BlLLINN SJÁLFUR! Ef maður spyr bílaáhugamann í Englandi um það hvað hann meti mest við bílinn sinn, svarar hann hiklaust: — Bílnúmerið! 48 VIKAN “•tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.