Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 19

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 19
 irfl&I r •*- > geri, en komast að raun um, að einn gerir þetta og annar hitt. Þeir hafa ákveðna skoðun á málinu per- sónulega, en eru engan veginn viss- ir um, að hún sé rétt. Þeir reyna að setja ákveðnar regiur. En þegar börnin mótmæla þeim harðlega, verða foreldrarnir óöryggir og taka að efast um réttmæli skoðana sinna. Börnin verða vör við óöryggið og reyna þá enn ákafar að fá vilja sín- um framgengt. Ymislegt fleira veldur þv(, að for- eldrar eiga nú á dögum miklu erf- iðara með að ala börn sín upp eftir ákveðnum reglum en áður var. Sál- fræðingar, uppeldisfræðingar og barnalæknar láta mikið að sér kveða í þjóðfélagi nútímans. Þeir eru sí og æ að skrifa og tala um þörf barnsins og hin ýmsu vandamál barnauppeldis. Og því fer fjarri að þeim beri saman eins og gefur að skilja. Þetta hefur þau áhrif á suma foreldra, og þá sérstaklega þá sem eru mjög samvizkusamir, að þeir verða alveg ringlaðir og óttast, að þeir geri börnum sínum meira ógagn en gagn. Önnur staðreynd, sem hefur trufl- andi áhrif á foreldrana, er aukin velferð almennings og stöðugt vax- andi fjárráð. Við álítum, að þetta hljóti að vera til góðs, og auðvitað er það það, en ekki að öllu leyti. Saga margra þjóða sýnir, að þegar lífskjör batna með skjótum hætti, veldur það röskun á stöðugleika fjölskyldulífsins og eykur linkind foreldra hvað snertir aga og reglur. Það er ótrúlegt en satt, að velgengni á efnahagssviðinu og almenn vel- ferð hefur verri áhrif á fólk en mót- læti og þrengingar. Hjónaskilnaðir, afbrot og sjálfsmorð eru tíðari á vel- gengistímum en t.d. stríðstímum. Þegar foreldrar eiga að ala börn sín upp við aðstæður, sem eru gjör- ólíkar þeim, sem þeir ólust upp við sjálfir, faekkar þeim vegvísum, sem hægt er að fara eftir. Þeir verða upp á eigin spýtur að finna hinn eina og rétta veg. Hér að framan hef ég reynt að leiða ýmis rök að áhrifum sjónvarps og kvikmynda og myndasagna á börn, bæði með og móti. A þeim sést glöggt, að menn eru engan veginn sammála um hvort þau séu góð eða slæm og greinir á um margt. En hvernig eiga foreldrarnir þá að hegða sér, þegar þannig er í pottinn búið? Það segir sig sjálft, að ólíkir menn munu taka ólíkar stefnur í þessu máli sem öðru. Þannig hefur það alltaf verið. Þess vegna eru börn misjafnlega vel uppalin og sum mjög illa. Það fer eftir foreldrunum og því umhverfi og anda, sem börnin eru alin upp í. Sumir foreldrar setja markið hátt og reyna að ala börn sín upp eftir vissum reglum, sem þeir álíta að geti stuðlað að því, að þau verði sjálfstæðir og heiðarlegir borgarar og hafi skilyrði til að njóta hamingju og velgengni í lífinu. Aðr- ir láta skeika að sköpuðu,- hugsa með sér, að lífið og náttúran hafi Framhald á bls. 50. 51. tbi. YIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.