Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 46

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 46
VIKAN OG HEIMILIÐ i'itstjon: Gudricfur Gislcidóttir Margir eru nú í aivarlegri hugleiöingum um þessi áramót en oft áöur, og fjár- hagur heimilanna er vandamál, sem flestir þurfa að endurskoða töluvert á þessum breyttu tímum. í haust gerSi VIKAN OG HEIMILIÐ nokkra könnun á því, hve mik- ið ungi og ógift fólk, sem lokið hefur námi og vinnur fyrir sér, en býr heima hjá foreldrum eða skyldfólki, borgi heim fyrir fæði og húsnæði og annan aðbúnað. Síðan þá hefur orðið ein gengislækk- un og allar hækkanir af hennar völdum ekki komnar fram enn, svo að gera má ráð fyrir, að þær tölur, sem hér verða nefndar hækki eítthvað - þó fer það eftir því, hvað fólk leggur til grundvallar við áætianir á þesum greiðsluni, hvort það er kostnaðurinn beinlínis, greiðslugeta unga fólksins eða fjárhagur heimilanna sjálfra. Fyrsta skrefið í þessari könnun var að hringja á Hagstofuna og vita hvort nokkuð lægi fyrir þar um hvað þessir liðir væru miklir í hlutfalli við annan lífskostnað. Helzta niðurstað- an af því var sú, að taka fæðiskostn- að héraðsskólanna til viðmiðunar. Þá voru aðeins tölur frá í fyrravet- ur fyrir hendi, en í héraðsskólunum er mötuneyti og á flestum þeirra enginn annar kostnaður en sá, sem maturinn raunverulega kostar — sums staðar kaup stúlkna innifalið, en slíkt dreifist þar á mjög marga. Húsnæðiskostnaður nemenda er þar enginn, ríkið sér fyrir honum. Mat- ur í mötuneyti ætti að vera tiltölu- lega ódýrari þar sem keypt er og eldað fyrir svo marga, heldur en á fámennum heimilum. I skólamötu- neyti eru allar máltíðir innfaldar og maturinn nægur og f jölbreyttur. Fæðiskostnaður á nemanda var þá ekki innan við 100,00 kr. á dag, rúmlega 3000.00 kr. á mánuði. Á heimilum verður aldrei hægt að koma neinu allsherjarmati við, til þess eru allar aðstæður of ólíkar. Þar kemur margt til greina, t. d. hvernig húsnæði það er, sem unga fólkið á heimilunum hefur, hve margar máltíðir eru borðaðar heima, hve mikil hjálp er látin í té af unga fólkinu í þágu heimilis, fjárhagur beggja aðila, hvort foreldrar eru af einhverjum ástæðum að hjálpa börnum sínum, þótt þau hafi lokið námi, og þannig mætti lengi telja. Erfitt var að fá nógu stóran hóp fólks til þess að gefa þær upplýs- ingar, sem með þurfti til að fá rétta heildarmynd af ástandinu. Ég sneri mér því til eins stærsta fyrirtækis landsins, Sambands ísl. samvinnufé- laga, og voru forráðamenn þess svo vingjarnlegir að koma spurningalista til þess af starfsfólki sínu í Reykja- vík, sem tilheyrði þeim hópi, sem hér um ræðir. Þátttakan varð nú ekki eins mikil og ég hafði vonað, og má eflaust kenna því um, að fólk giftir sig yfirleitt mjög ungt nú á tímum og því tiltölulega fátt fólk í fastri atvinnu enn búandi í foreldra- húsum. Ég þakka því fólki, sem svar- aði spurningunum og án þeirra svara, hefði þessi grein ekki orðið til, þótt ég yrði að leita víðar eftir svörum til samanburðar. Spurningarnar, sem sendar voru út, voru þessar: 1. Hve mikið borgið þér mánað- arlega heim fyrir a) fæði, b) húsnæði, c) fæði og húsnæði? 2. Hve margar máltíðir borðið þér heima á virkum dögum? 3. Hafið þér mat með yður á vinnustað að heiman og þá í hvaða mál? 4. Hafið þér a) sérherbergi, b) herbergi með öðrum, c) sofið í stofu, sem aðrir nota jafn- framt? 5. Hver er aldur yðar? 6. Hve lengi hafið þér unnið fyr- ir kaupi? 7. Hver eru laun yðar? 8. Hver er staða og lauslega áætlaðar tekjur foreldra, beggja eða annars þeirra, eða þeirra vandamanna, sem þér búið hjá? 9. Eru báðir foreldrar á lífi, ef ekki, hvort þeirra? 10. Hjálpið þér til á heimilinu eða veitið þér heimilisfólki ein- hverja aðstoð við annað? 11. Borgið þér aukalega fyrir veit- ingar við gesti á yðar vegum? 12. Er þvottur og hreinlætisvörur innfaldar f uppihaldi? 13. Er sími og sjónvarp á heimil- inu? 14. Ef að yðar áliti og foreldra yð- ar er óvenjulega lítið eða ekk- ert tekið fyrir uppihald á heim- ilinu, hver er þá aðalástæðan frá foreldranna hendi? 15. Hvað borga kunningjar yðar heim til sín og hverjar eru að- stæður þeirra? Þessari spurn- ingu er ekki ætlazt til að þér svarið, nema yður sé af tilvilj- un kunnugt um það, — ekki að þér bakið yður fyrirhöfn við eftirgrenslanir. 16. - Önnur atriði varðandi þetta, sem ekki koma fram í svörum við öðrum spurningum. Svörin eru miðuð við mánaða- mótin okt.-nóv., bæði þau, sem ég fékk frá Sambandinu og líka þau, sem ég fékk með því að spyrja fólk á förnum vegi. Af þeim, sem borguðu 3000,00 kr. mánaðarlega heim höfðu flestir sérherbergi, þó var ein stúlka í her- bergi með öðrum. Yfirleitt borðuðu þeir heima eina máltíð á dag auk morgunverðar, þó var eln með tvær máltíðir, hádegisverð og kvöldverð. Nesti tóku fáir með sér, en máttu gjarnan smyrja sér brauð til að hafa með sér á vinnustað, hefðu þeir kært sig um. Flest hafði þetta fólk um og yfir 15000,00 kr. á mánuði í kaup, sá hæsti með tæp 19.000 kr., og bendir það til, að foreldrar hafi einhverja hliðsjón af tekjum „leigjandans og kostgangarans". Þetta fólk hafði yfirleitt unnið 1 nokkur ár, sú með stytzta vinnu- tímann hafði starfað ( 11/2 ár. Aftur virtist efnahagur foreldranna ekki hafa eins mikil áhrif, því að í þess- um flokki voru heimilisfeður með laun allt frá 25000.00 kr. niður í einstæður mæður sem fyrirvinnu, með minna en 9000,00 kr. á mán- uði. Ekkí var þarna yfirleitt um neina reglubundna hjálp við heim- ilisstörfin að ræða, svarað var að stundum væri hjálpað til, sérstak- lega ef þörf krefði. Aukaborgun fyrir veitingar gesta á þeirra vegum 46 VIKAN 51-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.