Vikan


Vikan - 27.12.1968, Page 32

Vikan - 27.12.1968, Page 32
Ronson HÁRÞURRKA HEIMILANNA TILVALIN JÖLAGJÖF EINKAUMBOÐ: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F., REYKJAVÍK n> Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú nærð nokkuð skemur en efni standa til, ef þú ■ ert alltaf að einblína á velgengni annarra og bera 1 þig saman við þá. Þriðjudagurinn verður erfiður. 1 Innan félags þíns rís upp þrálát deila. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú leggur grundvöll að nýrri framsókn í þágu heim- 1 ilisins. Það er ekki ástæða fyrir þig að umgangast ■ persónur sem sífellt pirra þig; ef ekki verður hjá 1 því komizt, skaltu skipta um starf. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú sérð greinilegan árangur erfiðis þíns og þótt 1 har.n láti ekki mikið yfir ssr, máttu vel við una. 1 Þú verður nú að greiða skuldir sem þú stofnaðir til 1 fyrir löngu. Föstudagur er viðskiptadagur. m Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú skalt leyna tilfinningum þínum betur, sífelld I geðbrigði eru afar þreytandi. Þú færð heimsókn I gamalla félaga og átt skemmtilegar stundir með 1 þeim. Reyndu að hleypa nýju lífi í klúbbinn þinn. 1 Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Miklar deilur rísa upp milli nágranna þinna og ertu 1 neyddur til að taka þátt í þeim. Ef þú gætir þín 1 ekki, gætirðu skaðast á þessu máli. Bóklestur eða 1 bíóferðir eru heppilegt tómstundagaman. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Vinur þinn er mjög alvarlegur og langt niðri um 1 þessar mundir. Fórnaðu einhverju af frístundunum 1 í hans þágu. Þú fœrð atvinnutilboð sem rétt er að 1 athuga nánar. Á vinnustað ríkir mikil óvissa. & Vogarmerkið (24. september — 23. október) Þú ert einkar næmur fyrir nýjungum og hugkvæm- 1 ur, þegar því er að skipta; færðu þér þennan eigin- 1 leika betur í nyt. Ættingjarnir gera þér greiða, sem 1 þú kannt vel að meta. ¥ Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þér líður bezt þegar þú hefur nóg að starfa og til 1 allrar hamingju hefurðu úr nógu að velja. Verk- 1 efnin hlaðast að þér, þótt þú gerir lítið til að afla 1 þeirra. Símabilun tefur talsvert fyrir þér. Bogamannsmerkið (23. nóv. — 21. desember): Þú ert afkastamikill heimavið og verður margt úr 1 verki. Sökum forfalia vinar þíns, breytast málin þér í óhag. Vertu hreinn og beinn, þér lætur ekki að leika. $ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú tekur áhættu og tapar. Mál sem var ofarlega á baugí fyrir nokkru, verður fljótlega til lykta leitt. Þú færð hagstætt svar við ákveðinni málaleitan. Þú stendur í umfangsmiklum bréfaviðskiptum. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Kunnátta á vissu sviði færir þér drjúgan skilding á skömmum tíma. Eins og stendur árar illa fyrir þér og þú verður að hætta við fyrirhugaðar breyt- s ingar. Þú átt lítið fé aflögu. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Umhverfi þitt er fremur dapurlegt, en það rætist brátt úr því með tilvist vissrar persónu. Enn um sinn hefurðu skyldum að gegna, sem hindra þig í því að gera það, sem þig langar mest. 32 VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.