Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 13

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 13
John Lennon og Yoko Ono eiga í vök aö verjast í réttarsalnum, þegar þau höföu veriff yfirheyrff vegna eiturlyfja, sem fundizt höfffu í fórum þeirra. John Lennon og hin 34 ára japanska vinkona hans, Yoko Ono, hafa kastað klæðum. Eins og tveir berfætlingar (frá toppi oní tá) horfa þau á okkur á kápumyndinni á hinni nýju hljómplötu þeirra, sem heitir „Tvær jómfrúr“. Oft hefur styrr staðið um Bítlana — en hvað gerist nú? Mikið hefur verið skrifað um John og Yoko í brezkum blöðum undanfarnar vikur. Þetta byrjaði allt, þegar hann skildi við konu sína, Cynthiu, og yfirgaf um leið soninn Julian, en sneri sér að Yoko hinni japönsku. Síðan komu fréttir um, að eiturlyf hefðu fundizt í fórum þeirra, og þau voru bæði sett undir lás og slá. Þá kom hljómplatan fræga. „Tvær jómfrúr", sem setti alla sómakæra menn út af laginu. Síðast kom svo fréttin um, að Yoko Ono og John Lennon ættu von á erfingja. Bítlaaðdáendur um allan heim hafa tekið þetta mjög nærri sér, og nú spyrja menn: Verður framkoma Lennons til þess að binda endi á veldi Bítlanna? Úr því fæst væntanlega skorið, þegar næsta plata þeirra kemur á markaðinn. Eins on oufl skaoafli bau bara dálífifl eldri Donovan er um þessar mundir að leika í kvik- mynd í Sviss, og heitir myndin því dularfulla nafni: „Ef það er þriðjudagur, þá hlýtur þetta að vera Belgía“. Hér sjáum við Donovan ásamt príma- donnunni í myndinni, Hilarie Thompson. Hún er 19 ára og ættuð frá Los Angeles. V s-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.