Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 36

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 36
'-------------------------------------------------------------------------------a _ Jmar Sharif „kvennagull tutt- ,ustu aldar“ og „Rudolf Valen- .no okkar daga“. Um nafngiftir .af þessu tagi segir Sharif. .* — Ég hef aldrei séð Rudolf Valentino á tjaldinu, aðeins ijós- myndir af honum. En ég hef séð aðra stóra stjörnu gamla tímans, — Ramon Novarro. Sumir segja, að ég líkist honum mjög. Eins og kunnugt er var eitt minnisstæðasta hlutverk Valen- tinos einmitt sheikinn í „Arabíu- Lawrence". En Omar var ekki valinn í þetta hlutverk, af því að hann væri kvennagull á borð við Valentino, heldur af því að hann er fæddur og uppalinn í Egypta- landi ,og getur því kallast með réttu „sonur eyðimerkurinnar". Daglegur póstur Omars er til vitnis um kvenhylli hans. Glæsi- legur vöxturinn, limaburður og leiftrandi aungu, — allt hjálpast þetta til að gera hann eftirsókn- arverðan í augum kvenna. — Auðvitað er stórkostlegt að njóta mikillar velgengni og vera orðinn frægur, segir Omar. — En það er líka erfitt. Stundum er ég dauðþreyttur og leiður og hrædd- ur um, að gæfan snúi allt í einu baki við mér. STENDUR VIÐ GERÐA SAMNINGA Eftir sumum hlutverkunum, sem Omar Sharif hefur leikið, mætti álykta, að hann væri hið mesta hörkutól. En í einkalífi sínu er hann það alls ekki. Þegar maður hefur séð hann leika titil- hlutverkið í „Djengis Khan“ fær maður þá hugmynd, að hann sé ófyrirleitinn, grófur og ofríkur. En Omar Sharif segir: — í hreinskilni sagt þoli ég alls ekki þessar eilífu útisenur. Rokið, steikjandi sólskinið, hest- arnir og meira að segja skegg- vöxturinn — allt fer þetta í taug- arnar á mér. En við þessu er víst ekkert að gera. Hafi ég gert samning, stend ég við hann. Við annað tækifæri stundi hann. — Ég hata náttúruna og þá sérstaklega fjöllin. Ef ég get komið því við loka ég mig inni í íbúð minni og stilli hitann ná- kvæmlega á þá gráðu, sem ég vil hafa. Heima hjá sér getur maður lesið, spilað bridge, drukkið og reykt. Omar keðjureykir — og ævin- lega filtersígarettur. Honum er einnig vel ljóst, að hann drekkur of mikið. Sem Múhameðstrúar- maður má hann helzt ekki bragða áfengi. Hann drekkur nú nær eingöngu óblandað viskí — til þess að þurfa ekki að drekka eins mikið magn og áður. Hann lifir samkvæmt þessari kenningu: — Lifðu fljótt og lifðu vel. Gríptu lífsbikarinn með ákefð og teygaðu úr honum til botns. Þá gerir minna til, þótt þú deyir fljótt! Ekki er þó vist, að honum sé alvara með síðustu setningunni. Einu sinni hrópaði hann: — Ég verð skelfingu lostinn í hvert skipti, sem ég lendi í ein- hverjum lífsháska. Ég er hrædd- ur um, að innst inni sé ég hvorki hugrakkur né sterkur, eins og sumir álíta. Það hefur þegar komið fram, að útilíf á illa við Omar. Hann kýs heldur að lifa í öi uggu skjóli innan fjögurra veggja heimilis- ins. En hvar í veröldinni á það heimili að vera? — Ég gæti vel hugsað mér að eiga íbúð eða hús í París og hafa þar fastan bústað. Ég er löngu orðinn dauðþreyttur á ferðalög- um og hótellífi. Ég vildi líka gjarnan fá oftar tækifæri til að geta haft son minn, Tarek, hjá mér. Og París er eina borgin í heiminum, sem ég hef verulegar mætur á. AUGLÝSING í SJÓNVARPINU NÆR TIL 85% ÞJÓÐARINNAR. SKRÁÐ SJÓNVARPSTÆKI í LANDINU ERU NÚ 30.000. 1/2 MÍNÚTA í AUGLÝSINGATÍMA SJÓNVARPSINS KOSTAR AÐEINS KR. 160.00 Á HVER 1000 SJÓNVARPSTÆKI. AUGLÝSINGASTOFA SJÓNVARPSINS VEITIR ÝMSAR UPPLÝSINGAR UM GERÐ AUGLÝSINGAMYNDA. RÍKISÚTVARPIÐ-S.TÓNVARP Laugavegur 176, Reykjavík. Símncfni: Isvisioo, Sími 38800, Telex: 35. DÝRT TÓMSTUNDAGAMAN Það er sérstaklega eitt, sem gerir það að verkum, að Omari finnst París borg borga og ó- missandi dvalarstaður. Það er áhugi hans á veðhlaupahestum. Hann á sex dýra hesta og lætur annast þá í París fyrir eigin reikning. Ef nokkur tök eru á, 36 VIKAN “■tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.