Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 40

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 40
HatiiOiiathutÍít INNI ÚTI BÍLSKÚRS SVALA HURÐIR ýhhi- Lr íftihutiit H □. VILHJALMSSDN RÁNARGDTLI 17, <3IMI 19669 y Enginn af þeim sem nærstaddir voru komst hjá því að heyra hvað hann sagði. Það varð skyndilega óhugnanleg þögn. Marjorie gekk eitt skref í áttina til dyranna. - Ég veit ekki hvaða maður þetta er, en hann lýgur því sem hann er að segja. — Nei, það gerir hann ekki. Þetta sagði ungur maður sem stóð yzt í hópnum. Augu hans viku ekki frá Marjorie og hún horfði líka á hann. Rétt í því sá Michael að Fleur nálgaðist. Hún var náföl en hún brosti hressilega, og bandaði með hendinni. Komið nú. Ma- dame Corelli ætlar að syngja fyrir okkur, sagði hún, eins og til að leiða athyglina frá þessu leiðindaatviki. Michael hafði aldrei fyrr heyrt Fleur gráta, og það að sjá hana l'ggja þversum í rúminu og reyna að kæfa grátinn með rúmfötunum, gerði hann dauðskelkaðann. Hresstu þig upp, elskan mín, sagði hann og strauk hár hennar blíðlega. — Hver heldurðu að leggi eyru að þessari vitleysu. — Hvort sem það er vitleysa eða ekki, þá verð ég að athlægi. snökti Fleur. — Héðan af verð ég aldrei kölluð annað en höfðingja- sleikja. Svo brast hún aftur í grát, og Michael spurði sjálfan sig, nokkuð biturlega, hvort hún væri að gráta það að mannorð hans væri í veði, eða hvort hún væri svona harmi lostin vegna síns eigin álits. — Heyrðu mig nú, sagði hann og reyndi að hugga hana. — Faðir minn er gamall vinur afa Marjorie, jarlsins af Shropshire. Gamli maðurinn verður að þvinga sonardóttur sína til að biðjast afsökun- ar opinberlega. — Ég hata hana, kjökraði Fleur, og ég skal hefna mín á henni. Michael huggaði sig með því að þau hefðu að minnsta kosti eitt ábyggilegt vitni að þessu leiðinlega atviki, nefnilega Francis Wilmot, hinn ameríska vin þeirra. Hann grunaði ekki að Francis átti líka erfiða nótt, vökudrauma um rauðhærðu stúlkuna, sem hafði farið svo óskynsamlega að ráði sínu, en var svo ótrúlega yndisleg.... Daginn eftir, þegar Soames kom í klúbbinn sinn, mætti honum hávaxinn, horaður maður, fálátur, með strítt yfirvaraskegg og ein- glyrni. Soames fannst hann strax ógeðfelldur. - Nafn mitt er Lord Ferrar, sagði ókunni maðurinn, hrokafullur á svipinn. — Þér móðguðuð dóttur mína í gærkvöldi, í áheyrn fjölda fólks. - Já, og hún átti það fullkomlega skilið. — Voruð þér drukkinn? á, — Síður en svo . — Ég heimta að þér skrifið öllum sem nærstaddir voru, og takið orð yðar aftur. — Það dettur mér aldrei í hug, sagði Soames hæðnislega. Þá neyðumst við til að fara í mál.... — Það yrði mér sönn ánægja að mæta dóttur yðar í réttinum, sagði Soames, hneigði sig hátíðlega og vék til hliðar svo Charles Ferrar gæti komizt framhjá honum. En þetta snerti Soames meira en hann vildi vera láta. Hann gerði sér það ómak að afla allra upplýsinga um Marjorie Ferrar, og kom sér smátt og smátt upp mynd af ungri tillitslausri konu, sem lifði léttúðarlífi, hafði meira að segja leikið í nokkuð tvíræðu leikriti, og aldrei neitað sér um nokkurn hlut, þegar skemmtanir voru þvi að sja bloðunum fynr sluðursogum. Sir Lawrence, faðir Michaels, gerði sitt bezta, en hann varð að segja Soames að honum hefði ekki orðið neitt ágengt. — Ég fór til jarlins, sagði hann, — hann er reiður sonardóttur sinni, en vill ekkert gera í málinu. Þessutan hefir hann ekki haft svo mikið samband við son sinn í síðastliðin sex ár. Sennilega er það vegna þess að hann er orðinn þreyttur á að borga skuldir hans. En versta áfallið fékk Soames úr þeirri átt sem hann sízt hafði búizt við. Það var Fleur sem tók kuldalega á móti honum: Hversvegna datt þér í hug að gera allt þetta uppistand út af Marjorie? Hvað heldurðu að þú hafir grætt á því? Það bætti ekkert um að hún sá strax eftir orðum sínum, kyssti hann og bað hann innilega um fyrirgefningu, honum fannst sem þessi elskaða dóttir hans hefði sært hann helsári. Francis Wilmot kvaddi Fleur og Michael og ætlaði að halda áfram ferð sinni um Evrópu. Fyrst ætlaði hann að fara til Parísar. Síð- asta kvöldið, sem hann var í London, borðaði hann einn á Cosmo- polite. Þegar hann leit yfir dansgólfið sá hann hana svífa um gólfið í örmum einhvers manns. Það var Marjorie Ferrar, sem hann, vegna hollustu við Fleur og Michael, var búinn að ákveða að hitta ekki aftur, og þessvegna ætlaði hann að flýta sér af landi burt. Þetta hlaut að vera vilji örlaganna! Marjorie smeygði sér úr örmum dansfélaga síns, þegar dans- lagið var á enda og Francis gekk til móts við hana. — Nei, hvað sé ég? Er þetta ekki herra Wilmot? sagði hún, nokkuð háðslega. — Það voruð þér sem hélduð því fram að ég færi með lygi. Eigum við ekki að dansa? Hún töfraði hann algerlega. Hann fór ekki til Frakklands, heldur flutti hann inn á hótel og heimsótti Marjorie daginn eftir. Hún bjó í iistamannsíbúð í Wren Street. Það leið ekki á löngu áður en hann varð alger þræll hennar ... Kvöld nokkurt, þegar Fleur hafði lagt son sinn til svefns, settist hún við skrifborðið sitt og sat þar hugsandi um stund. Hversvegna gerði faðir hennar henni þennan óleik? Hversvegna þurfti hann endilega að haga sér þannig að þau hlutu að komast milli tannanna á fólki. Samt brann hún í skinninu, hana langaði til að koma áliti sínu á Marjorie Ferrar á framfæri. Hún skrifaði því þrjú bréf, svipaðs efnis, til þriggja af þeim kon- um sem höfðu verið áheyrendur að hinum óheppiléga atburði. Hún endaði bréfin með þessum orðum: .... Slikar kvensniftir laumast inn á lieimili manns undir yfirskyni vináttu, leggjast svo í Iaunsátur og reita af manni æruna; þær eru verri en eiturslöngur. ’Ég skil ekki hversvegna fólk umber hana, hún hefir ekki vott af siðferðistilfinningu eða heiðarleika.... Fleur stóð þreytulega á fætur, gekk út að glugganum og dró tjöldin frá til að líta út á torgið. í skininu frá götuljósinu sá hún tvo ketti sem sneru hausunum saman, einhver sérstakur yndisþokki hvíldi yfir þeim, en svo skutu báðir upp kryppu, hvæstu og klóruðu hvorn annan .... Fleur fór að hlæja og dró tjöldin aftur fyrir gluggann. Til þess kom að málsókn átti að hefjast. Ekki vegna þess að Mar- jorie væri svo móðguð, henni fannst þetta ekki meira en gárur á lygnu vatni. En hún var í stöðugri fjárþröng, faðir hennar gat ekkert lagt af mörkum til hennar, vegna þess að hann var skuldum vafinn. Hún eygði því von um að geta kríað peninga út úr hinum auðuga Soames, sem skaðabætur fyrir meiðyrði. Unnusti hennar, Sir Alex- ander MacGowen var henni sammála og lofaði að styðja hana. Hann var Skoti og þingmaður. í heilt ár hafði hann reynt að stíga í vænginn við Marjorie, en án árangurs. En þegar Lord Ferrar hafði tilkynnt dóttur sinni að hún yrði framvegis að standa á eigin fótum fjárhagslega, þá sá hún sér hag í því að vingast við Sir Alexander. Hún trúlofaðist honum með því skilyrði að því yrði haldið leyndu um sinn. Sir Alexander hafði heyrt ávæning af hneykslissögunni. Hann varð æstur og skundaði í skyndi heim til unnustu sinnar, til að bjóða fram aðstoð sína. Þú getur ekki gert neitt, asninn þinn! sagði Marjorie. — En þetta er óþolandi! Við skulum opinbera trúlofun okkar, þá er ég í mínum fulla rétti til að lemja höfuðið niður í maga á þess- um náunga. Marjorie horfði hugsandi á andlit hans, brúnu, eldheitu augun, svart hárið ,og sterklega hökuna. — Þú gerir ekkert því líkt, Alec. Faðir minn vill að ég fari í mál við hann, það gæti verið hægt að hafa drjúgan skilding upp úr því. Skotaeðlið í MacGowan var á sama máli, en elskhuginn í honum var nokkuð hikandi. 40 VIKAN “•tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.