Vikan


Vikan - 27.12.1968, Side 17

Vikan - 27.12.1968, Side 17
— Jú, það er rétt að vissu leyti. En þetta var þaulhugsað hjá mér og skipu- lagt til þrautar. Eg fór niður að ánni í morgun, faldi mig í runna hjá stígnum og beið. Eg skaut fyrstu manneskjuna, sem gekk framhjá. Það var hrein tilvilj- un, að það var Carol Wisniewski. Það hefði getað verð hver sem er. Það varð þögn. Hann leit á okkur Harry á víxl. — Haldið þér, að ég sé ekki með réttu ráði? — Það veit ég ekki, sagði ég. — Eg er ekki geðveikur. Þvert á móti hef ég náð meiri andlegum þroska en flestir aðrir. Enginn er mér fremri hvað snertir andlega heilbrigði. Eg hef upp- götvað þann eina og rétta sannleika, að ekkert skiptir máli í lífinu nema maður sjálfur, óskir manns, og eigið líf. Mað- urinn er alltaf einn, eins og þar stendur. — Líf Carol Wisniewski skipti því alls cngu máli fyrir yður, eða hvað? — Al!s engu, sagði Wheeler og rak upp hrossahlátur. Við Harry þögðum. Wheeler tók samanbrotið blað út úr bók, sem lá á borðinu. — Þetta er afrit af vottorði frá lækn- inum mínum. Þar er því lýst yfir, að ég sé fullkomlega heilbrigður, jafnt and- lega sem líkamlega. Eg gekkst undir ná- kvæma læknisskoðun hjá honum, svo að þið þyrftuð ekki að eyða miklum tíma í geðrannsókn á mér. Langar ykk- ur til að sjá vottorðið? Hvorugur okkar leit á það. Hann lét augun hvarfla frá einum ldut til annars þarna í kofanum. — Hér er yfirleitt ekkert, sem ég kem til með að sakna. Satt að segja hlakka ég til að njóta hins nýja frelsis, sein er nauðsynlegt vegna hinnar hreinu hugs- unar. Það má segja, að takmark mitt sé að lýsa mannlegri tilveru í einni bók, eða kannski áðeins einni ritgerð, einni setningu .... — Eða einu nístandi angistarópi? spurði ég. Hann varð órólcgur. — Við skulum ekki bíða eftir kaffinu, sagði h ann. — Þið megin gjarnan fara strax með mig á lögreglustöðina. Frændi minn, Harry Wisniewslci, tók hnífinn upp úr vasa sínum. Eg brosti og sagði: — Hver hefur sagt, að við séum frá lögreglunni? ☆ 51. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.