Vikan


Vikan - 27.12.1968, Side 47

Vikan - 27.12.1968, Side 47
var algeng ef um eitthvað sérstakt var að ræða, t. d. marga gesti og dýrar veitingar, hjá einum var þó allt slíkt innifalið. Hjá öllum fylgdi almennur þvottur, svo sem rúmfatn- aður og handklæði; einn piltur sagði þó að skyrturnar sínar væru þvegn- ar úti. Almennar hreinlætisvörur voru frjálsar til afnota, þó auðvitað ekki það, sem heyrir beinlínis und- ir snyrtivörur. Einn sundurliðaði kostnaðinn þannig, að af þessum 3000,00 kr. væru 2000,00 kr. fyrir fæði, en 1000,00 kr. fyrir húsnæði. Sími var á öllum heimilinum, sjón- varp á flestum, og öll innanbæjar afnot af síma frjáls innan skynsam- legra takmarka. Nokkuð margir borguðu 2500,00 kr. heim. Sumir þeirra voru með svipuð laun og þeir sem borguðu 3000,00 kr., meiri hlutinn þó nokkru lægri, eða frá 11—15 þús. kr. á mánuði. Þetta fólk hafði yfir- leitt sérherbergi, sums staðar þó mjög litil. Margir höfðu aðgang að stofum með gesti sína, þegar vel stóð á hjá foreldrunum. Þeir borg- uðu nærri undantekningarlaust aukalega veitingar fyrir sína gesti, nema ef ein eða tvær manneskjur fengu venjulegt kvöldkaffi með heimilisfólki. Stúlkur hjálpuðu ekki reglulega til við húsverk, en þegar veikindi eða miklar annir voru á heimilinu, var aðstoð þeirra talin sjálfsögð. Sumir foreldrar bundu sig ekki við reglulegar máltíðir vegna unga fólksins ef þannig stóð á — ekki eins og þeir væru með ókunnugt fólk i fæði. Væru t. d. foreldrarnir boðnir út að borða, fann unga fólkið sér sjálft til mat- inn og hjálpaði þá líka yngri syst- kinum til hins sama og sat hjá þeim á kvöldin, ef með þurfti. Sumir létu unga fólkið ekkert borga meðan það var fjarverandi í sumarfrii, og marg- ir iitu svo á, að þessar 2500,00 kr. væru aðeins fyrir fæðinu og nauð- synlegustu hreinlætisvörum og þannig ekkert borgað fyrir herberg- ið. Oft stóð líka þannig á, að her- bergið hefði ekki verið leigt út, þótt unga fólkið flyttist að heiman, heldur tekið til annarra nota, t. d. fyrir borðstofu, vinnustofu eða til að rýma í herbergjum yngri syst- kina. Það leit því ekki á það sem beint leigutap, þótt búið væri í her- berginu leigulaust, þótt hins vegar þrengdi fjölskyldan stundum að sér, til að láta herbergið. Venjulega var ein máltíð borðuð heima á virkum dögum, auk morgunmatar, sumir tóku með sér brauðsneið á vinnu- stað, aðrir ekki. Margir foreldranna töldu þetta fulllitla borgun, en vildu ekki taka meira af unga fólkinu, þar sem það væri að safna sér nauð- synlegum hlutum fyrir framtíðina, húsgögnum eða öðru slíku. I fljótu bragði virtist mér greiðslan ekki miðuð við tekjur heimilisföðurins, heldur við það sem sanngjarnt mætti teljast að taka af unga fólkinu. Einn faðir sagði sem svo, að ástæðulaust væri að sonur sinn, sem hefði hærri tekjur en hann sjálfur, borgaði ekki fullt fyrir sig — en af sínum tekjum kostaði faðirinn allt heimilishald fyrir sig og nokkur börn. Aðrir for- eldrar sögðu, að þótt þeir væru í mjög góðum efnum, fyndist þeim það rangt og spillandi að láta ungt fólk ekki borga fullt heim til sín, en ef þeir vildu láta unga fólkið njóta góðs af þeim góðu tekjum, sem heimilið hafði fram yfir ýmsa aðra, vildu þeir frekar gefa unga fólkinu eitthvað við hentug tæki- færi, eða bjóða því í ferðalag. Um þá, sem borguðu 2000,00 kr. heim, er allt svipað að segja og um þá með 2500,00 kr. greiðsluna. — Hins vegar voru þeir færri, sem ég talaði við, sem voru með þá upp- hæð. Þeir höfðu flestir sérherbergi og ekki meiri skyldur á heimilinu en hinir, en höfðu þó margir unnið styttri tíma en þeir. Svo voru nokkrir, sem annaðhvort borguðu ekkert heim eða eftir efn- um og ástæðum hverju sinni. Oft hafði það fólk nýlokið skólanámi og hugsaði sér að borga heim þegar það hefði komið sér betur fyrir. í einu góðu svari, sem ég fékk, sagði átján ára stúlka að hún borgaði ekki reglulega mánaðarpeninga heim, en eins mikið og hún gæti og móðirin skildi það og sætti sig við það. Stúlkan sagðist vita, að hún skuldaði heimilinu mikið og vildi gjarnan endurgjalda það eftir því sem fjár- hagur leyfði. Hún sagði að vinkona sín borgaði 1000,00 kr. heim af 9700,00 kr. mánaðarlaunum, og hafi sú stúlka það mjög gott heima hjá sér. Móðir stúlkunnar, sem svar- aði Vikunni, sá ein fyrir þrem börn- um af 10—12 þús. kr. mánaðarlaun- um, en stúlkan sjálf var með rúm 9000,00 kr. Systkinin hjálpuðu móðurinni töluvert, þar sem hún vann úti, skiptust á að þvo upp, og shampoo, sápu og tannkrem kaup- ir stúlkan sjálf, borðar eina máltíð heima á dag, en má ganga í ísskáp- inn eins og hún vill, síma og sjón- varp notar hún að vild. Hún hefur alltaf borgað eitthvað heim til sín, líka meðan hún var í skóla og hafði aðeins sumarvinnu. Onnur stúlka segist ekkert borga heim, þar sem hún hafi ekkert her- bergi, sofi eiginlega á gangi, sem allir gangi um. Það stendur til að það breytist og þá finnst henni sann- gjarnt að borga 2000,00 kr. á mán- uði, en sjálf er hún með rúm 11000, 00 kr. mánaðarlaun og hefur unnið í 2 ár. Hún borðar eina máltíð heima og hefur ekki nesti með sér. Hún segir að kunningjar sínir borgi þetta frá 1000,00—3000,00 kr. heim á mánuði, allt eftir aðstæðum. Önnur á svipuðum aldri, eða innan við tví- tugt, með svipað kaup er í herbergi með öðrum, borðar eina máltíð heima og hefur oftast með sér nesti, borgar 1200,00 kr. á mán., hjálpar töluvert til á heimilinu, borgar ekk- ert aukalega fyrir gesti, fær þvott og hreinlætisvörur og notar síma og sjónvarp eins og hún vill. Svo kom eitt svar, dálítið annars eðlis, en ekki síður forvitnilegt, þar sem víða er svipað ástatt á heimil- um, en það væri rannsóknarefni út af fyrir sig og ekki tekið fyrir hér, nema þetta eina svar. Hún segist borga 5000,00 kr. heim á mánuði, hefur sérherbergi og hefur unnið nokkur ár. A laugardögum gerir hún alla íbúðina hreina, borgar aukalega fyrir sína gesti, kaupir sjálf allar hreinlætisvörur, á sjálf sjónvarpið og borgar af því, en hef- ur aðeins rúmar 12000,00 kr. á mánuði. Þetta fannst mér nú ganga fulllangt, þar til ég las endi bréfs- ins. Hún á nefnilega nokkurra ára barn, sem móðir hennar hefur gætt fyrir hana meðan hún er í vinnu — en þar að auki er hún trúlofuð núna og unnustinn býr heima hjá henni, þar sem hann er við nám. Hún reynir auðsjáanlega, stúlkan sú, að borga móður sinni eftir beztu getu, bæði með peningum og ríf- legri aðstoð, þótt deila megi um, hvort svona aðstaða verði nokkurn tíma fullborguð. Ekki gat þetta nú orðið nein hag- fræðileg skýrsla hjá mér, þar til hafði ég of sundurlausar upplýsing- ar. En e. t. v. finnst einhverjum þetta fróðlegt og ber það saman við sínar eigin aðstæður og þá er til- ganginum náð. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að kökuuppskriftirnar í 47. tbl., næsta blaði fyrir jólablað, voru ekki á vegum þáttarins Vik- an og heimilið og þvi ekki skrif- aðar af ritstjóra hans. ■ > VliíAN OG HEIMILIÐ liefur um þessi áramót verifí í fremur alvarlegum hugleiSingum, en flest- ir gera sór nú samt dagamun og fagna nýju ári. 1 flestum áramótablöGum undanfariö höfum viö fiví birt uppskriftir af drykkjum og gerum þaö hér, í þetta slcipti þó aöeins tveimur. ÁVAXTAPÚNS ‘á 1 Sterkt te, 100 gr sykur, safi úr 10 appelsínum, safi úr 5 sítrónum, 1 flaska hvítvín, 3 flöskur sódavatn, 1 pakki fryst jaröarber, appelsínusneiðar, Sykurinn leystur upp í heitu teinu, kælt, appelsínu- s: fanum bætt í, ásamt sítrónusafanuin og siðast hvitvfn- inu. Þá er því hellt í púnsskál, en isteningar settir á þotn- inn. Rétt áður en bollan er borin fram, er sódavatninu bætt í og hrært lauslega í. Jarðarberin þídd nokkuð og þeim og appelsínusneiðunum bætt í. Fleiri ávexti má gjarnan setja saman við, ef vill. VÍNLAUST ÁVAXTAPÚNS E0 gr sykur, 2 dl sitrónusafi, 2 dl appelsfnusafi, 1 eggja- hvita, 1 bolli ísteningar, uppskriftin margtölduð að vild.. m. ndið sykrinum í vel kælt vatn, látið hann leysast vel upp, setjið ávaxtasafann i ásamt eggjahvítunni og hriotið vel í kokkteilhristara, en drykkurinn verður froðu- kenndur af eggjahvítunni. Hellið í glös með ismolunum. I þessum dryklcjum c/etum við svo kannski skálað í huganwm, því að um áramótin hœtti cg aðsjá um þáttinn VIKAN 0(1 HEIMILIÐ og kveð ykkur þvi tneð þessu blaði. Guðríður Gísladóttir. 51. tbi. vikan 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.