Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 23

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 23
Á afmælisdag Fleur, þegar hún varð tuttugu og tveggja ára hafði Michael komið heim og sagt: Jæja stúlka mín, — Jæja stúlka mín, nú hefi ég sagt skilið við bókaútgáfuna. Það voru ekki neinir framtíðarmöguleikar þar. — Ó Michael, þú sálast úr leiðindum! — Já, en ég ætla að komast á þing, sagð hann. — Það er það sem maður flýr til, þegar ekkert liggur beint fyrir, og það er um það bil jafn mikið upp úr því að hafa. Hann hafði sagt þetta í spaugi, en nokkrum vikum síðar kom það í ljós að Fleur hafði tekið þetta í alvöru. Þú hefir á réttu að standa Michael, sagði hún. Þú ert hugmyndaríkur og mælskur. Ég er búin að tala við pabba. Hann álítur að þetta sé hárrétt, og eiginlega það eina sem barónar geti fengizt við. —r Ólukkan er að fyrst verður maður að ná kosningu, sagði Mic- hael tortrygginn. Já, en ég hefi líka farið í eyrað á föður þínum. Hann ætlar að tala við nokkra náunga. Stjórnmálin eru í bráðri þörf fyrir ungt og nýtt blóð .... Michael sagði: — Það sem ég hefi í raun og veru áhuga á í sam- bandi við stjórnmál, er að bæta hag hinna fátæku og atvinnulausu hér í landinu. Ég er Foggartisti. Hvað í dauðanum er það! — Manstu ekki eftir bók James Foggarts? Þú last hana. Við gáfum bókina út fyrir hann, en hann borgaði sjálfur kostnaðinn. Hann hefir góðar hugmyndir, en þar er í raun og veru rætt um að trúin flytji fjöll. Hann hefir eldheita trú, enn eins og stendur lítur ekki út fyrir að fjöllin haggist um tommu, þau standa á sínum stað. Soames Forsyte dró stól að arninum í klúbbnum og fór að blaða í einu kvöldblaðinu. Allt í einu kom hann auga á greinarstúf, sem kom blóðinu til að þjóta upp í magrar kinnar hans. „Ung atorkukona úr hópi fína fólksins, gift sniðugum tilvonandi barón, sem áður stundaði útgáfustarfsemi, hefir nú tilkynnt að hún hafi opið hús á miðvikudögum. í þessum samkvæmum er aðallega talað um nýja stjórnmálastefnu sem kölluð er Foggartismi, eftir Sir James Foggart, sem skrifaði bókina „England á barmi glötunar". Til gamans má geta þess að bókin var gefin út af fyrirtæki sem stóð í nánu sambandi við þessi ungu framgjörnu hjón“. Soames deplaði augunum og las greinina aftur, og varð svo yfir- kominn af reiði að hann framdi fyrsta þjófnaðinn á ævi sinni; hann stakk blaði sem klúbburinn átti í vasa sinn og flýtti sér burt. Alla leiðina gegnum St. James Park, meðan rökkrið var að detta á, braut hann heilann um það hver þessi óþekkti greinarhöfundur gæti verið. Það var ekki hægt að misskilja þessar illkvitnislegu aðdróttanir. Það hefði allt eins verið hægt að segja það með berum orðum að Fleur væri á veiðum eftir frægu fólki og stofuriddurum. Soames var svo æstur að það tók hann langan tíma að þekkja ungu mennina tvo sem hröðuðu sér á eftir honum og gengu sinn hvorum megin við hann. Þetta voru þeir Michael og Francis Wilmot. — Hvað er að þér tengdapabbi? Framhald á bls. 39 51. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.