Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 22

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 22
ÚRDRÁTTUR ÚR SÖGU JOHNS GALS- WORTHY 13. HLUTI Francis Wilmot var alveg gagntekinn: - - Ég hef aldrei séð svona fallega stofu. Fleur brosti við unga Ameríkumanninum, sem svo óvænt hafði komið, í heimsókn til hennar, en sagði ekki neitt. Hún hefði getað sagt honum að hún væri nýbúin að gerbreyta þessari stofu og búa hana svona fagurlega, og að það væri raunar ekki eina nýmælið í lífi hennar. Michael, sem hafði hrifizt af hinum mörgu nýju hug- myndum sem voru upp á teningnum um þessar mundir, hafði hætt bókaútgáfu og var kominn á þing, fyrir áhrif og sambönd hins að- alborna föður síns og auðæfa tengdaföður síns. í þessu nýja lífsstarfi var Fleur honum ómetanleg hjálp. Glæsi- legt heimili hennar vakti athygli, og hún fór að halda samkvæmi og bjóða heim mikilsmetandi fólki, sem gat orðið Michael til hjálp- ar á stjórnmálaferli hans. Það voru kjör þeirra fátæku sem lágu Michael helzt á hjarta. En Fleur hafði ekki haft tíma eða tækifæri til að setja sig nákvæmlega inn í störf hans, þessa stundina, var það nokkuð annað sem lá henni á hjarta. — Jon er þá kvæntur systur yðar, herra Wilmot, sagði hún hik- andi. — Eru þau hamingjusöm? — Það eru þau örugglega. Jon Forsyte er prýðis náungi, og Anne er sérstaklega aðlaðandi kona. Fleur leit rannsakandi á gest sinn, á liðað dökkt hárið, sem féll niður á ennið, vel formað andlitið og viðkvæmnislegan munninn. — Hvernig er móðir Jons, Irene Forsyte? Hún var mjög fögur kona, sagði Fleur. —■ Það er hún ennþá, sagði Francis og það var hrifning í rödd- inni. — Er hún ekki orðin ellileg? — O-h, svolítið gráhærð, sagði Francis, eins og hann vildi skjóta sér undan að svara. — Heyrið þér mig, ég hef það á tilfinningunni að þér séuð ekki hrifin af henni? — Ég vona aðeins að hún verði ekki afbrýðisöm út í systur yðar? — Eruð þér nú ekki óréttlát gagnvart henni? spurði Francis. Það getur vel verið.... Unga manninum fannst einhvern veginn að hann væri kominn inn á hála braut, svo hann stóð upp til að fara. Fleur rétti honum höndina og sagði: — Viljið þér ekki skila því til Jons, þegar þér skrifið honum, að ég sé glöð og að ég óski honum og konunni hans alls hins bezta. Má ég annars ekki kalla yður Francis? Francis Wilmot hneigði sig. i— Það væri mér mikill heiður, frú. — Þá verður þú að kalla mig Fleur. Við erum eiginlega tengd, er það ekki? Þér er velkomið að búa hjá okkur meðan þú ert í London. Francis lyfti upp höndinni sem hann hélt enn í sinni, og kyssti á hana. — Ég yrði því mjög feginn, það er ekki laust við að mér finnist ég einmana hér í stórborginni.... Um leið og hann gekk út úr stofunni leit hann við, en Fleur sýndi engan lit á því að fylgja honum til dyra. Hún sat kyrr og starði fram fyrir sig. Hún var að hugsa um Jon.... 22 VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.