Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 12

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 12
r ÁÐUR VAR HLEGIÐ AÐ JOSEF, - NÚ ER HANN HETJA Níu ára drengur bjargar tveim bræðrum símim frá dauða af maís-gaseitrun. Hann er ekki hár í lofti, níu ára, en lítill eftir aldri. Hann heitir Josef Knauer og á heima í þorpinu Taing, rétt hjá Munchen. Hann var hlédræg- ur og skólafélagar hans hæddu hann oft og hlógu að honum. En þeir hlæja ekki lengur. Jósef sýndi nefnilega ótrúlegt snarræði, þegar hann bjarg- aði bræðrum sínum tveim, Wolfgang (7 ára) og Konrad (5 ára), frá dauða. Það var klukkan tvö á miðvikudegi að Josef kom hjólandi heim að býli foreldra sinna í Taing. Hann kom frá skólanum, í þorpinu Pastetten, 4 kíló- metrum í burtu. Þetta var molluleg- ur dagur og Josef var ekkert að flýta sér. Móðir hans var við vinnu út á akrinum, en faðir hans í smiðju. Josef hugsaði rheð sér að systir hans væri líklega hjá móður þeirra. Það virtist enginn vera heima, nema amma hans, sem var komin yfir sjötugt, og hún sat í eldhúsinu. Hann setti hjólið upp að vegg og rölti svo um, þangað til hann kom að nýjum maís-turni, sem búið var að setja töluvert af maís í. Hann varð hissa þegar hann sá að lúgugatið neðst á turninum var opið. Hlemmurinn lá fyrir utan, svo hann gægðist inn um gatið og sá sér til skelfingar að yngri bræður hans tveir, lágu máttlausir við maísstálið; Wolf- gang lá á maganum, með andlitið nið- ur að maísnum, en Konrad lá á bak- inu og var orðinn blár í framan. Án þess að hika stökk Josef inn í maís- hrúguna til að reyna að koma bræðr- um sínum út; en hann fann strax að hann átti erfitt með andardrátt, svo mikil var gasmyndunin í turninum, og hann vissi hve hættulegt þetta var. Hann sagði síðar: — Eg vissi hve hættulegt gasið var, en ég gat ekki dregið þá út hjálparlaust. Hann hljóp út, ofsalega hræddur, til að reyna að fá hjálp. Fyrst hljóp hann inn í eldhúsið til ömmu sinnar, en sá strax að ekki þýddi að vonast eftir hjálp frá henni. Hann þaut því út á hlað, þaut upp í Volkswagen föður síns og lagði af stað til að ná í for- eldrana. Hann fann ekki móður sína á maísakrinum, og föður sinn sá hann hvergi. Hann hafði lært eitthvað um akstur hjá föður sínum, en eftir á vissi hann ekki einu sinni hvernig hann fór að, enda fór það svo að bíll- inn lenti út á maísakri, og hann kom honum hvorki fram né aftur. Hann æddi því út og nú var ekkert um annað að gera en að hlaupa til þorps- ins, til að fá hjálp. Flestir bændurnir voru úti á ökrum, svo Josef datt í hug að ná í kirkjuvörðinn. — Þú verður að kalla saman fólk til að bjarga drengjunum, en ég reyni að ná í lækni, kallaði hann til kon- unnar, sem passaði kirkjuna, og þaut svo áfram. Hann fann hjólhest, sem hann tók og nú tróð hann hjólið af alefli, þangað til hann kom að veit- ingahúsi í þorpinu. Þar var sími, og hann náði sambandi við lækninn, og sagði honum hvað hefði skeð. Síðan hjólaði hann heim á leið. Þegar hann kom þangað sá hann að erfiði hans hafði ekki verið árangurslaust. For- eldrar hans voru bæði komin á stað- inn ásamt fjölda fólks, og læknirinn gat fljótlega lífgað drengina við, en það mátti ekki tæpara standa. Það má nærri geta að allir lofuðu Guð fyrir björgun drengjanna. Þegar Josef kom í skólann daginn eftir, var honum tekið sem hetju. Kennslukon- an sagði við blaðamanninn: — Josef hefir sýnt snarræði og skynsemi eins og fullorðinn maður. Við erum hreyk- in af honum ... ix 12 VIKAN 51 tbl Jósef kunni ekki að aka bíl, og hann veit ekki hvernig hann fór að þessu, en það varð til þess að hann bjargaði lífi bræðra sinna. 4 Kennslunkonan segir: — Josef hefir sýnt snarræði, eins og full- orðinn maður. Nú er ekki lengur hlegið að Josef, hann er hetja í skólanum. Hér er hann með Konrad bróður sínum, fremst á m.yndinni. ^ Wolfgang lá á grúfu í gerjandi maísnum, en Konrad lá á bakinu, og var farinn að blána. -4^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.