Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 7

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 7
í HEIMSÖKN HJÁ FORSETANUM Ég ætla að hripa niður draum, sem mig dreymdi, af því að mér finnst hann sérstakur, og mig hefur aldrei dreymt þannig áð- ur: Ég var í hópi nokkurra stúlkna, sem ég þekkti í sumar. Mér fannst við all- ar vera boðnar til forseta íslands. Þau hjónin tóku afskaplega vel á móti okk- ur og buðu okkur hjartan- lega velkomnar. (Ég tek það fram, að ég er alger- lega ókunnug forsetahjón- unum). Okkur var boðið upp á kaffi og brauð, en við vildum ekkert þiggja nema appelsínur. Við töl- uðum saman um hitt og annað. Mér fannst sérstak- lega gaman að spjalla við þau (en yfirleitt er ég fá- töluð í margmenni). Þegar við höfðum rætt við hjónin góða stund og vorum allar í sjöunda himni, kvöddum við og þökkuðum vel fyrir okk- ur. Mér fannst ég ekki geta með orðum lýst þakklæti mínu. Ég þakkaði forseta- hjónunum sérstaklega fyrir góðar móttökur og hafði orð á því, hve þessi heim- sókn hefði verið með af- brigðum ánægjuleg. Með fyrirfram þökk fyr- ir ráðninguna. Saga. Þessi draumur er hik- iaust fyrir góðu. Það boðar upphefð og metorð að dreyma, að maður tali við þjóðhöfðingja. Ungu fólki getur slíkt samtal einnig boðað auðlegð og völd, svo að þú þarft engu að kvíða í náinni framtíð að minnsta kosti. OFÆTT BARN OG ÖLDUNGAR Kæri draumráðandi! Mig dreymdi draum, sem mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig. Ég vil taka það fram, ég er fimmtán ára gömul, og draumurinn er svona: Ég var barnshafandi og orðin mikil um mig. Mér fannst ég þurfa að komast til læknis. Ég þurfti að klöngrast yfir steina og hóla til að komast þangað. Mér gekk illa að komast áfram, en þegar ég náði loks á áfangastað og var komin inn á biðstofu lækn- isins, veiti ég því eftir- tekt, að veggirnir eru úr gömlu timbri. Það eru rif- ur á milli fjalanna og all- sóðalegt um að litast. Þarna inni var mikið af öldruðu fólki. Ég sá sér- staklega fyrir mér gamlan mann og konu. Hún var dökkhærð með svartan klút um höfuðið. Þau yrtu ekki á mig, en mér fannst gamli maðurinn brosa til mín og vera blíður á svip- inn. Ég vona, að þú birtir ráðninguna fljótlega. Með fyrirfram þökkum. Dista. Þessi draumur er frem- ur óhagstæður. Hann boð- ar mótlæti einhvers konar, t. d. veikindi eða ósigur í samkeppni. Hins vegar er niðurlag hans gott. Að dreyma gamalt fólk táknar ævinlega gott gengi í ver- öldinni. Þess vegna mun þér takast að sigrast á erf- iðleikunum. MATARSTULDUR Við leigjum saman her- bergi tvær vinkonur. Auk okkar eru á sama stað þrír aðrir leigjendur. Eina nóttina dreymdi mig, að ég væri ein heima í herberginu okkar. Allt í einu er barið að dyrum mjög hastarlega. Ég fer til dyra, og fyrir utan stendur maður þrekvaxinn með dökkt, þunnt hár greitt aftur. Hann var í ljós- grænni skyrtupeysu og steingráum terelynbuxum. Mér fannst þetta vera einn af leigjendunum. (Það skal tekið fram, að maðurinn sem mér fannst þetta vera, lítur alls ekki svona út). Hann segist sakna matar og fullyrðir, að við séum þær einu, sem koma til greina að hafa tekið mat- inn. Mér brá mjög mikið; Framhald á bls. HOOVER MisMii Hoover þvottavéiar Hoover kæliskápar Hoover ryksugur Hoover bónvélar Hoover rafmagnsofnar Hoover straujárn Hoover uppþvottavélar Hoover hárþurrkur Hoover hrærivélar Hoover teppaburstar Hoover eldavélahimnar vertifnepki 8 gerðir 5 gerðir 8 gerðir 2 gerðir 3 gerðir 3 gerðir Hoover vörurnar fást í Hoover-kjallaranum, Austurstræti 17, Reykjavík, sími 14376. Einkaumboð: MAGNÚS KJARAIi Umboðs- & heildverzlun 51. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.