Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 24

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 24
BEZTIIFRETTAMYNOIRNAR ÁltlB 1SB8 Hvað er fréttamynd? Það er ljósmynd af fréttnæmum at- burði, sem skýrir hann og gerir lesendum og áhorfendum auðveldara að átta sig á þv-í, hvað raunverulega var á seyði. Beztu fréttamyndirnar skýra sig glögglega sjálfar. Hin síðari árin hefur fréttamennska á Islandi tekið mikl- um framförum, og nær öll dagblöðin hal'a nú á að skipa ein- um ljósmyndara eða fleiri, sem eru á sífelldum þönum þar sem eitthvað fréttnæmt er. VIKAN sneri sér til fréttaljósmyndara blaðanna og bað þá að velja úr söfnum sínum beztu fréttaljósmyndina, sem þeir hefðu tekið á árinu 1968. Allir sem einn urðu þeir vel við beiðninni, og á næstu síðum sjáum við úrval þeirra. Hver og einn hefur valið sína mynd, og má því einnig lesa út úr þessum myndum, hvað hver um sig telur, að prýða eigi góða fréttamynd. Kunnum við Ijósmyndurunum átta beztu þakk- ir fyrir samvinnulipurðina. ÖLAFUR K. MAGNÚSSON Hér er önnur mynd frá flóðunum í Glliðaánum í febrúar 1968, en sýnir allt aðra frétt. Allmargt hesta var í hesthúsum í Kardi- mommubæ við Elliðavatn, og voru þeir hætt komnir, þegar flóðið kom. Eigendur þeirra lögðu mikið á sig til að komast þcim til h.jargar, og var einn þeirra mjög hætt kominn, er vatnsflaumurinn hreif hann. Fyrir snarræði viðstaddra, sein þegar í stað köstuðu sér út í vatnsiðuna, tókst að bjarga manninum, og mynd af þvi tók Ólafur K. Magnússon, Morgunblaðinu. 24 VIKAN «•tbI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.