Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 2

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 2
OT % % í % % % % % % . % % % % IUNDIRFATATIZKUNNI undirkjólar meö áföstum brjóstanöldum komnir á ÍSLENZKAN MARKAÐ GÆÐAMERKIÐ/crflfeW/ frá Marks & Spencer tryggir yður vANDAÐA voru a HÖFLEGU veröi IÐUNN ^ÍSTRÆTI %, í % % % 3. 1 %■ % % % "% % % Málefni aldraðra Reykjavíkurborg hefur geng- ið á undan með góðu fordæmi í málefnum aldraða fólksins. Loksins er hafin skipuleg starfsemi til að sinna hinum öldruðu borgurum, sem af- skiptir hafa verið um árabil. Miklum tíma og orku hefur verið eytt í umræður um mál- eíni æskunnar og sitthvað verið framkvæmt á því sviði. En gamla fólkið hefur að mestu gleymzt, þar til nú. Það kom í ljós, þegar þessi nýja starfsemi var kynnt með þremur samkomum í Tónabæ, að þörfin var brýn og hér var í rauninni um algerlega óplægðan akur að ræða. - Gamla fólkið tók þessu boði fegins hendi og þyrptist í Tónabæ, og enginn vafi er á því, að það mun halda áfram ao taka þátt í því, sem fyrir það er gert. Framvegis verður Tónabær opinn alla miðvikudaga fyrir aldrað fólk. Þar getur það drukkið kaffi, skrafað saman, lesið blöðin og teflt. Einnig er í undirbúningi víðtæk tómstundastarfsemi, sem byggð verður á skoðana- könnun, sem fram hefur far- ið á samkomunum í Tónabæ undanfarið. Það hefur komið í ljós, að áhugamál gamla fólksins eru hin margvísleg- ustu og boðuð þátttaka er orð- in meiri en nokkurn óraði fyrir. Skipulögð félagsstarfsemi fyrir aldrað fólk er umfangs- mikil á öllum hinum Ncrður- iöndunum. Einna lengst mun hún komin í Svíþjóð. Þar er gamla fólkið sótt í bílum og síðan ekið heim aftur að skemmtunum loknum. Margt er ógert í máiefnum gamla fólksins, ekki aðeins í Reykjavík, heldur um allt land. En starfið er hafið af krafti og myndarskap og er ástæða til að fagna því.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.