Vikan


Vikan - 29.05.1969, Qupperneq 37

Vikan - 29.05.1969, Qupperneq 37
Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að i filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI. — Þú sagðir mér um daginn, að þessi sýning væri tiltekt — þannig, að þú yrðir að sýna þetta til að koma því trá þér, og geta síðan byrjað á einhverju öðru. Nú er sýn- ingin í sjálfu sér víðtæk, [ henni verður ekki fundið neitt eitt tema. Verður tema í næstu sýningu? — Ef ég held aftur sýningu, verður það temasýning. Ég hef þeg- ar ákveðið tema í huga; hvort það verður nokkurn tíma sýning eða bara geymt ofan í skúffu, það er annað mál. — Er ekki merkileg reynsla, að halda svona sýningu? — Jú. Ég er búinn að horfa á hana oft hef stundum komið hér eftir að búið er að loka, tekið sjálf- an mig ! gegn og gagnrýnt mig eins strangt og ég hef kunnað, og ég held, að fjórar myndir standi eftir, sem ég er fyllilega ánægður með. Fjórar eða fimm. Fjórar eru sæmilegar, en 10—15 myndir vildi ég hafa sett beint í tunnuna og aldrei hengt upp. — Nú heyri ég oft, þegar verið er að tala um Ijósmyndun, að mik- ið er lagt upp úr tækjunum. Það er sagt um Pétur, að hann eigi svona og svona vélar, þessar og þessar linsur og bök, og Pál, að hann hafi þessa og þessa aðstöðu f myrkraherbergi, og svo framveg- is. Að hve miklu á Ijósmyndari sína lukku undir tækjunum? — Mjög litlu. Það er hægt að taka góðar myndir á skókassa. Og Kodac Instamatic. Frægur sænskur Ijósmyndari, heimsfrægur, hann tekur allt á Kodac Instamatic. Og hann gerir það í mótmælaskyni við tæknidelluna í Svfum. Ljósmyndun er lítið skyld tækni. Beztu Ijós- myndarar heims hafa iðulega ver- ið með ómerkilegri áhöld en marg- ir amatörar og tækiasafnarar. Það er betra að eiga ekki nema eina eða tvær vélar, en þekkja þær út í æsar,- að þær séu aðeins verk- færi, en taki ekki ráðin af manni. Flectar mvndavélar eru góðar. Það prtj framleidd hundruð tegunda, af 35 mm mvndavélum. Þær eru all- ar aóðar. Fara vel í hendi, hafa n-'ðar linsur. Það er nákvæmlega ^ama hver þeirra er. Það eru 50—60 búsund mvndavélar til í landinu, kannski taka 10 þúsund manns l'ósmyndir að staðaldri, um 2000 taka Ijósmyndunina alvarlega, sem tómstundaiðju, og ætli það sé ekki svo sem 40 manns, sem hafa Ijós- myndun að fastri atvinnu. Það leyn- ir sér ekki, að árangurinn hjá öll- um þessum fjölda fer enaan veg- inn eftir tækjunum. Alls ekki. — Nú hefur mér fundizt koma fyrir, að þeir sem hafa gert Ijós- mvndun að lífsstarfi sínu, séu svo upo fullir af list, að þeir hafi ekki geð til að gera venjulegar ólist- rænar myndir eins og viðskiptavin- ir þeirra vilia fá. Er þetta ekki skortur á hæfileika til að greina á milli starfs og tómstundaiðju? — Þarna getur ýmislegt komið til. Ef menn eru eitthvað hræddir við að taka myndir eins og aðrir gera, þeir eru tæpast miklir Ijós- myndarar. En ef maðurinn hefur helgað sig einhverri ákveðinni línu, eins og til dæmis að taka allt í formum, og reynir að vinna það verkefni til hlítar á svipaðan hátt og listmálari, þá er hætt við að honum kunni að reynast erfitt að taka venjulegar, hugmyndalausar sölumyndir meðfram. — Er þessi maður þá ekki á al- gerlega rangri hillu? — Jú. Menn eiga ekki að vinna fyrir sér sem Ijósmyndarar ef þeir geta ekki komið til móts við kaup- andann. — Nú vinnur þú vaktavinnu f sjónvarpinu, sem þýðir að þú getur suma daga leikið þér, þegar aðrir eru að vinna. Og sé það rétt, að starf við kvikmyndun skemmi ekki fyrir Ijósmyndun sem áhugamáli, hlýtur þetta að vera ákjósanlegt fyrirkomulag. Er það ekki rétt? — Jú, ég er prýðisánægður með þetta fyrirkomulag. Ég hef skemmti- legt starf og skemmtilegt áhuga- mál, sem ég get leikið mér að á milli, og það er mjög gott. Það verður að vera leikur í þessu, því annars fær maður magasár. ☆ Þannig yfirheyra .... Framhald af bls. 19 við yfirliði, en þá héldu nokkrir mér uppi meðan aðrir lömdu mig með skammbyssuskeftum. Ég var með tíðir og bað um að fá að ná f verkjastillandi pillur, sem ég hafði f handtöskunni. Þeir hristu höfuðin brosandi, lömdu mig í kviðinn neð- anvert og einn þeirra sagði; Þetta ætti að fróa þér, djöfuls hóran. Féll í yfirlið og látin liggja fimmtán daga Þeir ólmuðust á mér linnulaust í fimm klukkustundir. Allan þann tíma spurðu þeir mig einskis. Gólf- ið var orðið blóðugt og hárlufsur loddu við járnrúmið. Einn þeirra tók handklæði, þurrkaði blóðið af líkama mínum og neri því f and- lit mér og hár. Svo komu þeir með spegil og Karamitsos hvíslaði: Sjáðu nú hvað þú ert falleg! Sjáðu hve vel blóðliturinn fer við hárið! Og þó er yfirheyrslan ekki byrjuð enn. Síðan hentu þeir mér inn f klefa. Ég gat ekki legið kyrr, því að blóðið streymdi úr eyrunum og allur Ifk- aminn var aumur. Ég man ekki hvort ég sat eða stóð þegar mig svimaði. Svo var ég látin liggja f fimmtán daga. Ég veit ekki hvort ég borð- aði nokkuð þann tfma, en ég man að mér tókst að drekka vatn á salerninu þegar ég fékk að fara þangað. Einu sinni sá ég Meletis bregða fyrir f fylgd varðmanna, en hann þekkti mig ekki, svo bólgin var ég og illa útlítandi. 22. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.