Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 17

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 17
ANDRÉS INDRIÐASON PETEES lllllli II RIIIO IEIKA SAMAN Þannig birtast Peter Sellers og Ringó Starr í kvikmyndinni „The Magic Christian“. Töku myndarinnar mun nú um það bil að ijúka. Mikið hefur verið rætt um fyrirtæki þetta af þeirri or- sök einni, að Ringó er með. Peter Sellers leikur smáskrýtinn auð- kýfing í myndinni og Ringó son hans. Ráðamönnum í kvikmynda- bransanum þykir Peter Sellers gerast undarlegur í háttum með árunum. Er í frásögur fært, að Peter gerist nú leiðitamur hipp- um og slíku fólki, og er margt skrafað um þetta tiltæki leikar- ans. Er m.a. haft fyrir satt, að hann hafi látið orð falla um nautnalyfið marijuana þann veg, að skilja hefði mátt, að hann væri því eigi andsnúinn. Sú fiskisaga hefur líka flogið, að með þessu sínu hátterni hafi Sellers komið sér út úr húsi hjá kóngafólkinu í Buckingham og verði hann nú af aðalstitli fyrir vikið. Ef við rýnum í merkið á jakka Peters á myndinni, sjáum við kannski, að það er hið alþjóð- lega tákn mótmæla gegn kjarn- orkuvopnum. Bítlarnir eru um þessar mundir að ganga frá hinni nýju hæg- gengu hljómplötu sinni, sem hef- ur að egyma tólf lög, og ætti þessi plata að koma í umferð, áður en langt um líður. Bítlarnir áttu í fórum sínum mikið af efnivið í þessa plötu, þar á meðal lög, sem þeir höfðu endanlega gengið frá á liðnu ár;. Ekki virðast þeir hafa verið ánægðir með útkom- una á þeim lögum, því að nýlega hljóðrituðu þeir þrjú lög, sem þeir höfðu áður gengið endan- lega frá og komu til álita á hæg- gengu plöturnar tvær, sem út komu saman í umslagi. Tvö þess- ara laga eru eftir George Harri- son. Það er alltaf að koma betur í ljós, að það er Paul McCartney, sem er potturinn og pannan í hljómplötudeild Apple fyrirtæk- isins. Hann ákveður, hvaða söngvarar og hljómsveitir syngja á plötur hjá Apple, og hann hef- ur reynzt mikil hjálparhella því fólki, sem skrifað hefur undir samning hjá Apple. Nægir hér að nefna Mary Hopkin. Hún hef- ur nú sungið inn á aðra tveggja laga plötu sína, og hefur Paul samið lagið, sem upp snýr. Nefnist það „Goodbjæ“ og er líklegt til mikilla vinsælda. Paul stjórnaði einnig plötuupptökunni og er meðal þeirra, sem annast undirleik. Eins og kunnugt er giftist Paul Lindu Eastman um miðjan marz s.l. Linda er banda- rísk, 27 ára, og hefur starfað sem ljósmyndari. Paul og Linda kynntust í New, er hún tók af honum myndir fyrir unglinga- blað. Paul hefur að undanförnu dvalið vestan hafs hjá tengda- foreldrum sínum, en nú er hann kominn heim aftur og tekinn að sýsla við plötuútgáíu hjá Apple. Ringo hefur einnig dvalizt í Bandarikjunum að undanförnu. Lokaatriðin í kvikmyndinni „The Magic Christian“ voru tekin upp í New York, en Ringo leikur sem kunnugt er í myndinni ásamt Peter Sellers. 'fc 22. tw. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.